Erlent

Fimm ára gömul og föst í líkama drengs

Zach var þriggja ára þegar hann sagði móður sinni að hann vildi frekar ganga í bleikum kjólum en strákafötum.
Zach var þriggja ára þegar hann sagði móður sinni að hann vildi frekar ganga í bleikum kjólum en strákafötum. Skjáskot af vefsíðu The Telegraph
Zach Avery var þriggja ára þegar hann áttaði sig á að hann væri stúlka föst í líkama drengs. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa staðfest að Zach þjáist af kynáttunarvanda.

Hann er eitt yngsta barn sem vitað er um sem þjáist af röskuninni. Zach er núna fimm ára gamall.

Zach var þriggja ára þegar hann sagði móður sinni að hann vildi frekar ganga í bleikum kjólum en strákafötum. Hann safnaði hári og vill vera með borða í hárinu.

„Hann snéri sér að mér þegar hann var þriggja ára og sagðist vera stelpa," sagði móðir Zachs. Í fyrstu hélt ég að hann væri að ganga í gegnum einhvers konar skeið. Seinna meir kom í ljós að honum var alvara.

Ári seinna var Zach greindur með „Gender Identity Disorder" eða kynáttunarvanda.

Zach nýtur stuðnings frá fjölskyldu sinni. Skólayfirvöld hafa jafnvel komið til móts við þarfir Zachs og hefur baðherbergjum skólans verið breytt svo að þau séu opin báðum kynjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×