Erlent

Gæti reynst Pútín erfiður mótherji

Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum.

Erlent

Þurftu að vernda sjúkraflutningamenn á morðvettvangi

Myndband, sem gengur nú um á Youtube, og breska vefsíðan Daily Telegraph greinir frá, sýnir lögregluna í Lundúnum vernda sjúkraflutningamenn sem reyndu að koma átján ára pilti til bjargar á Oxford-stræti eftir að hann var stunginn til bana.

Erlent

Bandaríkjamaður sakaður um njósnir

Réttað var yfir bandarískum ríkisborgara í Íran í dag en maðurinn var handtekinn á dögunum grunaður um að vera njósnari á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hinn 28 ára gamli Amir Hekmati var fæddur í Arizona en á rætur að rekja til Írans. Faðir hans segir af og frá að sonur sinn sé njósnari. Hann hafi verið að heimsækja ömmur sínar í Íran þegar hann var handtekinn. Íranir segja hinsvegar að Hekmati sé þrautþjálfaður sérsveitarmaður sem hafi verið staðsettur í Írak og Afganistan áður en hann hafi farið til njósnastarfa í Íran.

Erlent

Breskur túristi myrtur á jóladag á Sri Lanka

Breskur ríkisborgari var myrtur á jóladag á ferðamannastað á Sri Lanka. Lögregluyfirvöld í bænum Tangalle segja að ráðist hafi verið á manninn og rússneska konu sem var með honum í för, eftir að honum hafði sinnast við annan gest á hótelinu sem þau voru á. Fjórir hafa verið handteknir vergna málsins og á meðal þeirra er formaður bæjarstjórnarinnar í Tangalle. Konan sem var með fórnarlambinu berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæslu.

Erlent

Pútín vill ekki rannsaka kosningarnar

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur vísað á bug áskorunum þess efnis að kosningarnar í landinu á dögunum verði rannsakaðar. Í til stuðningsmanna sinna sagði hann að þá sem kvartað hafi yfir úrslitum kosninganna skorti skýr markmið og óljóst sé hverju sé verið að mótmæla. Í kjölfar úrslitanna, þar sem flokkur Pútíns fór með sigur af hólmi þrátt fyrir fylgistap, hafa brotist út mestu mótmæli Rússlands í áratugi.

Erlent

Þúsundir mótmæla í Homs

Þúsundir mótmælenda hafa í dag komið saman í sýrlensku borginni Homs en í dag komu til landsins eftirlitsmenn frá Arababandalaginu til þess að fylgjast með framferði stjórnvalda gegn aðgerðarsinnum. Bandalagið hefur ályktað um að ofbeldinu í landinu verði að linna og segja talsmenn mótmælenda að skriðdrekar stjórnarhersins hafi hörfað frá borginni nokkrum klukkutímum áður en eftirlitsmennirnir mættu á svæðið.

Erlent

Hitler hélt jólin

Myndir af Adolf Hitler og öðrum leiðtogum Nasistaflokksins við jólatré um jólin 1941 voru nýlega birtar opinberlega. Á meðal þeirra sem eru á myndunum með Hitler er Heinrich Himmler. Það var Hugo Jaeger, einn af persónulegum ljósmyndurum Hitlers, sem tók myndirnar. Hann gróf þær í glerkrukku þegar stríðinu lauk. Þar voru þær í tíu ár, eða allt þar til þær voru fluttar í bankahólf.

Erlent

Hvítabjarnarhúnninn Siku bræðir hjörtu Netverja

Nýjasta stjarna Netheima er hvítabjarnarhúnninn Siku. Hann er mánaðargamall og á heima í dýragarði í Kolind Í Danmörku. Hann fæddist 22. nóvember og umferð á vefsíðu garðsins hefur vaxið gríðarlega frá því sá stutti kom í heiminn. Þúsundir hafa fylgst með Siku og beðið í ofvæni eftir að hann opnaði augun, sem hann gerði víst í gær.

Erlent

Stunginn til bana á Oxford Street - ellefu í haldi

Fjórtán hafa verið handteknir og ellefu eru í haldi lögreglu í kjölfar morðs sem framið var á einni fjölförnustu verslunargötu heims, Oxford Street í Lundúnum. Átján ára karlmaður var stunginn til bana fyrir framan íþróttavörubúð í götunni í gær.

Erlent

Einn skotinn til bana og tveir særðir í Malmö

Einn var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás sem átti sér stað að kvöldi annars dags jóla í sænsku borginni Malmö. Vitni segja að skotmaðurinn hafi allt í einu hafið skothríð á mennina þrjá. Hann var með einskonar öskudagsgrímu fyrir andlitinu og komst undan. Að sögn sænskra miðla er enginn grunaður í málinu sem stendur. Mennirnir þrír sem urðu fyrir kúlunum eru allir svokallaðir góðkunningjar lögreglunnar.

Erlent

Sænskir blaðamenn í ellefu ára fangelsi

Tveir sænskir blaðamenn hafa verið dæmdir í ellefu ára fangelsi í Eþíópíu fyrir að fara inn í landið án vegabréfsáritunar og fyrir að styðja við hryðjuverkasamtök. mennirnir tveir, Martin Schibbie og Johan Persson voru handteknir í júlí þegar þeir fóru yfir landamærin frá Sómalíu með byltingarsamtökunum ONLF.

Erlent

Finni lést þegar tré féll á hann

Óveðrið sem gekk yfir Svíþjóð og Noreg og Finnland í gær olli miklu tjóni. Þúsundir íbúa í Ardal og Hoyanger í Noregi eru einangraðir þar sem vegir hafa rofnað um fimmtíu íbúar í Ardal hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í norðurhluta Svíþjóðar eru fimmtíu þúsund án rafmagns og lestarsamgöngur liggja niðri í Norrland. Í Finnlandi er einnig mikið um rafmagnsleysi og óvíst hvenær það mun lagast. Þar lést einn karlmaður á níræðisaldri þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á hann. Í höfuðborginni Helsinki varð mikið tjón, ljósastaurar féllu í rokinu og þakplötur losnuðu af húsum. Stormurinn er nú að mestu genginn yfir.

Erlent

Gleymir aldrei illskunni í Útey

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segist aldrei munu gleyma þeirri illsku sem hann varð vitni að þegar 77 manns voru myrtir í landinu í júlí síðastliðnum. Í jólaviðtali við fréttastofuna NTB sagði Stoltenberg að hinar myrku minningar um atburðinn væru ennþá jafnsterkar nú og þegar hann hitti fyrst þá sem komust lífs af eftir árás Anders Behring Breivik í Útey 22. júli.

Erlent

Viðbrögðin gerðu illt verra í Fukushima

JapanViðbrögð stjórnvalda jafnt sem starfsmanna kjarnorkuversins í Fukushima í kjölfar jarðskjálftans mikla og flóðbylgju fyrr á árinu voru ómarkviss og gerðu illt verra. Ringulreið, samskiptaleysi og rangar ákvarðanir einkenndu viðbrögðin, að því er fram kemur í nýrri 500 blaðsíðna skýrslu sem stjórnvöldum var afhent í gær.

Erlent

Einn valdamesti maður veraldar handtekinn

Herinn í Mexíkó handtók einn valdamesta mann veraldar að mati Forbes tímaritsins. Hann er einnig talinn vera með ríkustu mönnum jarðar. Hann byggir hinsvegar auð sinn á fíkniefnum og grimmdarverkum.

Erlent

Morð og kaupæði á Oxford-stræti

Talið er að tæplega sex milljónir Breta hafi freistast til að gera góð kaup í dag, við upphaf jólaútsölunnar. Morðárás í verslun á Oxford-street í Lundúnum setti svartan blett á daginn þar ytra.

Erlent

Jólahryllingur í Texas: Morðinginn var klæddur í jólasveinabúning

Lögreglan í Grapevine í Texasfylki í Bandaríkjunum hefur staðfest við AP fréttastofuna að sá sem myrti fjölskylduna í bænum, hefði verið skyldmenni sem kom í heimsókn á jóladag. Maðurinn var klæddur í jólasveinabúning og virðist hafa skotið fjölskylduna skömmu eftir að hann kom inn á heimilið.

Erlent

Piltur myrtur á Oxford Street

Maður á tvítugsaldrinum var stunginn til bana á verslunargötunni Oxford Street í Lundúnum um hádegisbilið í dag. Lögreglan hefur handtekið nokkra aðila sem hugsanlega tengjast morðinu. Jólaútsölur eru í Bretlandi í dag. Dagurinn er kallaður Boxing day og er mesti verslunardagur Bretlands.

Erlent

Blóðug átök í Sýrlandi

Að minnsta kosti 20 hafa látist í átökum hersins í Sýrlandi og mótmælanda í dag. Reuters greinir frá því að mótmælandi hefði sett myndband á netið sem sýni þrjá skriðdreka sem halda úti linnulausri skothríð á mótmælendur.

Erlent

Uppáhaldsleikari Hitlers er látinn

Þýski leikarinn, Johannes Heesters, er látinn. Líklega vita ekki margir hver hann er, en Heesters er frægastur fyrir að hafa verið uppáhaldsleikari Adolfs Hitlers.

Erlent