Erlent

Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu

Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp.

Erlent

Hélt sína fyrstu ræðu

Kim Jong-un, nýr leiðtogi Norður Kóeru hélt sína fyrstu ræðu í dag í Pyongyang. Hann sagði að hann myndi heiðra arfleið föður síns og afa og leggja höfuðáherslu á her Norður-Kóreumanna. Hann lagði áherslu á það að Norður-Kóreumenn byggju yfir her sem væri reiðubúinn undir stríð hvenær sem er.

Erlent

Létu lífið í skýstrókum

Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar öflugir skýstrókar gengu yfir miðvestur ríki Bandaríkjanna í nótt. Skýstrókarnir ollu miklum skemmdum á mannvirkjum en bærinn Thurman í Iowa-ríki varð verst úti en stór hluti bæjarins er rústir einar eftir óveðrið. Að minnsta kosti 39 látið lífið í Bandaríkjum af völdum skýstróka það sem af er þessu ári.

Erlent

Slyssins minnst um allan heim

Í dag eru liðin 100 ár síðan að Titanic sökk með þeim afleiðingum að um 1500 manns fórust. Um sjö hundruð manns björguðust eftir að þeir höfðu yfirgefið skipið og farið í björgunarbáta. Slyssins er minnst með margvíslegum hætti víða um heim í dag. Meðal annars í Belfast, þar sem skipið var byggt. Minningarathöfn var haldin í nótt um borð í skipinu Balmoral sem er um þessar mundir að sigla sömu leið og Titanic sigldi áður en það sökk í jómfrúarferð sinni.

Erlent

Sameinuðu þjóðirnar senda eftirlitsmenn til Sýrlands

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þess efnis að teymi verði sent til Sýrlands til þess að fylgjast með því að vopnahlé verði haldið. Talið er að fyrstu eftirlitsaðilarnir geti verið komnir til Sýrlands eftir fáeinar klukkustundir. Sýrlenski herinn varpaði sprengjum á borgina Homs í nótt og morgun og er óttast að fjöldi manna hafi látið lífið.

Erlent

Robin Gibb við dauðans dyr

Robin Gibb, sem þekktastur er fyrir að vera einn af meðlimum Bee Gees, liggur í daí á sjúkrahúsi í Lundúnum. Læknar þar fullyrða að hann eigi einungis fáeina daga eftir á lífi. Gibb, sem er 62 ára gamall, hefur strítt við heilsufarsvandræði í langan tíma og hefur meðal annars strítt við krabbamein í lifur og þörmum. Til stóð að Robin Gibb kæmi til Íslands fyrir síðustu jól til þess að syngja á tónleikum með Björgvin Halldórssyni en ekkert varð úr því.

Erlent

Lífvörðum Obama vikið úr starfi

Tólf lífverðir Baracks Obama hafa verið leystir frá störfum eftir að ásakanir komu upp um að þeir hefðu gerst brotlegir í starfi þegar þeir voru að undirbúa komu forsetans til Kólumbíu á dögunum.

Erlent

Cameron vill aflétta þvingunum

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vill að Evrópusambandið hætti efnahagslegum þvingunum á Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar. Þetta sagði Cameron í gær, en hann er staddur í landinu.

Erlent

Reyndur bavíani þekkir 300 orð

Bavíanar geta lært að þekkja orð með allt að fjórum stöfum frá fjögurra stafa stafarugli, þó þeir viti ekki hvað orðin þýða. Hæfileikaríkasti bavíaninn í nýrri rannsókn þekkir um 300 orð.

Erlent

Vilja verða gamlir heima

Alls sóttu 613 innflytjendur í Danmörku um aðstoð við að komast aftur til föðurlands síns í fyrra. Árið 2010 var fjöldinn 370. Tveir þriðju hlutar þeirra sem snúa heim eru eldri borgarar, flestir frá Bosníu, Serbíu og Tyrklandi, að því er danskir fjölmiðlar greina frá.

Erlent

Vill að útlendingar verði merktir

Meirihluti þingflokks Sannra Finna á finnska þinginu vonast til þess að þingmaðurinn James Hirvisaari segi upp aðstoðarkonu sinni, Helenu Eronen, vegna fjandsamlegs bloggs hennar í garð útlendinga og minnihlutahópa.

Erlent

Hrossakjöt í stað nautakjöts

Gestir á veitingastöðum og kaffihúsum í Södertälje í Svíþjóð fá ekki alltaf á diskinn þann rétt sem þeir pöntuðu af matseðlinum.

Erlent

Saka Apple um samkeppnisbrot

Bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa höfðað mál á hendur tæknirisanum Apple fyrir meint samkeppnisbrot við verðlagningu á rafbókum í vefverslun fyrirtækisins.

Erlent

Hringdi í lögregluna eftir að konan vildi meira kynlíf

Örvæntingafullur Þjóðverji þurfti að grípa til þess ráðs að hringja í lögregluna eftir að hafa farið heim með konu af bar kvöldið áður. Ástæðan var sú að konan vildi meira kynlíf þrátt fyrir að þau höfðu stundað kynlíf nokkrum sinnum yfir nóttina.

Erlent

Vopnahléið í Sýrlandi heldur enn

Vopnahléið í Sýrlandi heldur enn, þrátt fyrir áframhaldandi átök stjórnarhermanna og andspyrnumanna. Að minnsta kosti fimm létust í dag þegar öryggissveitir skutu á hóp mótmælenda.

Erlent

Stolið málverk metið á milljarða kom í leitirnar

Afar verðmætt málverk eftir franska málarann Cezanne fannst í Serbíu á dögunum. Málverkinu, sem heitir drengurinn í rauða vestinu, var stolið af safni í svissnesku borginni Zurich árið 2008. Verkið er metið á 109 milljónir dollara eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna.

Erlent

Cameron heimsækir Búrma

David Cameron forsætisráðherra Bretlands er nú í opinberri heimsókn í Búrma en þangað hefur breskur forsætisráðherra ekki komið í sextíu ár. Hann hitti forseta landsins í dag og að því loknu fundaði hann með baráttukonunni Aung San Suu Kyi í höfuðborginni Rangoon.

Erlent

Norður-Kórea undirbýr kjarnorkusprengingu

Umdeilt eldflaugaskot Norður-Kóreumanna fór út um þúfur í nótt en nú berast fregnir af því að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að sprengja kjarnorkusprengju neðanjarðar í vor.

Erlent

Réttað yfir hryðjuverkamönnum í Danmörku

Fjórir menn sem sakaðir eru um að leggja á ráðin um að ráðast á skrifstofur Jótlandspóstsins eru fyrir rétti í Danmörku í dag. Mennirnir sem allir voru búsettir í Svíþjóð vildu hefna fyrir birtingu blaðsins á 12 skopteikningum sem áttu að sýna spámanninn Múhameð árið 2005.

Erlent

Enn barist í Sýrlandi

Átök brutust út í morgun á milli sýrlenskra stjórnarhermanna og uppreisnarmanna nálægt landamærum Tyrklands. Vopnahlé var lýst yfir í landinu í gær en margir efast um heilindi stjórnvalda og hersveitir þeirra hafa enn ekki hörfað frá mörgum borgum og bæjum.

Erlent

Eldflaugaskotið klúðraðist

Yfirvöld í Norður Kóreu staðfesta að eldflaugaskot þeirra í gærkvöldi hafi farið út um þúfur. Miklar deilur hafa verið um eldflaugaskotið síðustu daga en flauginni var skotið á loft í gærkvöldi.

Erlent

Mel Gibson aftur sakaður um gyðingahatur

Stórstjarnan Mel Gibson er kominn enn og aftur í vandræði og hefur hann enn á ný verið sakaður um gyðingahatur. Bandarískt kvikmyndatímarit hefur birt bréf sem handritshöfundurinn Joe Eztherhas sendi Gibson þar sem hann sakar hann um að hafa hætt við að framleiða mynd um hetjuna Judah Maccabee, vegna þess að hann hati gyðinga.

Erlent

Þörungar lykill að framtíðinni

Margar tegundir kóralrifja ættu að geta aðlagast hlýrri sjó og þar með þrifist áfram hvað sem gróðurhúsaáhrifum líður, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Erlent

Norður-Kórea skaut upp eldflaug fyrir stundu

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í kvöld upp eldflaug, sem þeir segja að eigi að koma veður-gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflauginni var skotið upp fyrir um klukkutíma síðan, að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu.

Erlent