Erlent Tólf ár fyrir árásaráform Hugðust ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og drepa eins marga og þeir gætu. Virðast þó hafa ætlað að þyrma börnum og konum. Erlent 5.6.2012 07:00 Putin ræðir orku- og utanríksmál við Kínverja Þriggja daga opinber heimsókn Vladimir Putin forseta Rússlands til Kína hefst í dag. Að sögn BBC er reiknað með að orku- og utanríkismál muni verða helsta umræðuefni Putin og kínverska ráðamanna í þessari heimsókn þar á meðal ástandið í Sýrlandi. Erlent 5.6.2012 06:52 Dularfullt geimfar lendir eftir ár á braut um jörðu Dularfullt geimfar á vegum bandaríska flughersins á að koma til lendingar í þessum mánuði. Erlent 5.6.2012 06:50 Hollywoodstjörnur mætast í málaferlum í New Orleans Hollywoodstjörnurnar Kevin Costner og Stephen Baldwin munu mæta hvor annarri í málaferlum í New Orleans á næstu dögum. Erlent 5.6.2012 06:43 Vill setja lög um mótmæli Vladimir Pútín Rússlandsforseti segist vilja innleiða lög um mótmæli að evrópskri fyrirmynd. Erlent 5.6.2012 06:00 Herra Trololo látinn, 77 ára að aldri Rússneski söngvarinn Eduard Khil lést í Sankti Pétursborg í dag, 77 ára að aldri. Ferill Khils er rósum skreyttur, en það var túlkun hans á laginu I am so Happy til Finally be Back Home sem vakti hrifningu netverja — í kjölfarið varð Khil að stórstjörnu. Erlent 4.6.2012 22:45 Segja skilið við vopnahlé Þjóðarráð Sýrlands, helstu samtök stjórnarandstæðinga í landinu, hefur sagt skilið við hið máttlausa vopnahlé sem ríkt hefur í landinu síðustu vikur. Erlent 4.6.2012 20:52 Dómari í Breivik málinu spilaði kapal í réttarsal Dómari í Breivik málinu sást í dag leggja kapal í tölvunni sinni meðan á vitnaleiðslum stóð. Á mynd sem birtist í norskum fjölmiðlum sést Ernst Henning Eielsen, einn af fimm dómurum í málinu, leika sér í tölvukapalnum solitaire. "Fólk hefur mismunandi leiðir til að halda sér einbeittu," sagði talskona réttarins í fjölmiðlum í dag, en myndin hefur vakið töluverða athygli. "Dómararnir fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem fram kemur fyrir réttinum." Erlent 4.6.2012 16:49 Eftirlýsti klámmyndaleikarinn sást í París Kanadíski klámmyndaleikarinn sem grunaður er um hrottalegt morð er sagður hafa sést tvisvar sinnum í Frakklandi um helgina. Sömuleiðis hefur lögreglan numið merki úr farsíma hans og rakið þau til Parísar. Því bendir allt til þess að hann hafi flúið til Frakklands. Ekki er vitað hvort hann er enn staddur þar eða hvort hann hefur haldið áfram. Erlent 4.6.2012 14:30 Alþjóðaflugvöllur í Líbíu umkringdur Vopnaður flokkur umkringdi í dag millilandaflugvöll Líbíu í Tripolí. Hópurinn hefur krafist lausnar eins af leiðtogum sínum sem hvarf fyrir tveimur dögum. Aðgerðirnar eru hugsaðar til að vekja athygli á kröfunum. Fyrir vikið hefur öllu flugi verið beint á herflugvöll landsins. Erlent 4.6.2012 14:13 Uppreisnarmenn fella 80 stjórnarliða Um 80 stjórnarliðar létust í átökum í Sýrlandi um helgina. Það ku vera mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur þolað í einu síðan uppreisnin hófst í mars árið 2011. Erlent 4.6.2012 13:24 Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Erlent 4.6.2012 12:57 Fjórir menn dæmdir fyrir að skipuleggja árás á JP Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun fjóra menn seka um að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárás á skrifstofur dagblaðsins Jyllands-Posten í Kaupmannahöfn. Mennirnir voru handteknir í árslok 2010. Fram kom í réttarhöldunum að mennirnir ætluðu sér að bana stórum hópi fólks til að hefna fyrir skrípamyndirnar sem blaðið birti af Múhameð spámanni árið 2005. Mennirnir voru allir múslimar sem búsettir voru í Svíþjóð. Refsing yfir þeim hefur ekki verið ákveðin en saksóknarar krefjast sextán ára fangelsis. Erlent 4.6.2012 10:35 Forvirkar rannsóknaraðgerðir á Ólympíuleikunum Lögreglan í Bretlandi hefur gefið það út að hún muni beita forvirkum rannsóknaraðgerðum komi upp grunur um fyrirhugaðar óeirðir eða glæpi í tengslum við Ólympíuleikana. Erlent 4.6.2012 10:17 Fæðingartíðni norskra kvenna lækkar töluvert Fæðingartíðni hjá norskum konum hefur lækkað töluvert undanfarin tvö ár samhliða því að norskar konur verða æ eldri þegar þær fæða sitt fyrsta barn. Erlent 4.6.2012 09:43 Assad líkir stjórnarhernum við skurðlækni Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, líkir aðgerðum stjórnarhersins í landinu við tilraunir skurðlækna til að bjarga mannslífum. Herinn hefur staðið fyrir fjöldamorðum og pyndingum að undanförnu. Erlent 4.6.2012 09:42 Biskup Lundúnaborgar segir Breta heltekna af kynlífi Biskup Lundúnaborgar hefur vakið töluvert umtal á Bretlandseyjum eftir að hann sagði í yfirlýsingu að Bretar væri helteknir af kynlífi og að skilnaðarfaraldur herjaði á þjóðina. Erlent 4.6.2012 07:44 Helsti fíkiniefnakóngur Kólombíu handtekinn Einn helsti fíkiniefnakóngur Kólombíu, Diego Henao, hefur verið handtekinn í Venesúela og verður brátt framseldur til Kólombíu. Erlent 4.6.2012 07:17 Réðust á unga Gyðinga með hömrum og járnstöngum í Lyon Ráðist var á þrjá unga Gyðinga í borginni Lyon í Frakklandi í gærdag og þeir barðir með hömrum og járnstöngum. Erlent 4.6.2012 07:13 Yfir 1.200 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda í Nýju Mexíkó Yfir 1.200 slökkviliðsmenn berjast nú við mikla skógarelda í ríkinu Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Erlent 4.6.2012 07:10 Repúblikanar í Flórída reyna aftur að strika fólk af kjörskrá Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum eru aftur komin í sviðsljósið þar í landi vegna áforma um að strika fólk út af kjörskrá í ríkinu í stórum stíl. Erlent 4.6.2012 07:04 Facebook skoðar kaup á Opera Verð hlutabréfa í norska vafraframleiðandanum Opera rauk upp í kjölfar þess að tæknivefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að Facebook hefði áhuga á að kaupa fyrirtækið. Fyrirtækið Opera Software var stofnað af hinum íslenskættaða Jóni S. Von Tetzchner árið 1994. Hann gegndi lengst af stöðu forstjóra en lét af störfum hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Ríflega 200 milljónir manna nota Opera-vafrann. Erlent 4.6.2012 07:00 Leiðtogar ESB beita Rússa þrýstingi vegna Sýrlands Leiðtogar Evrópusambandsins munu reyna að beita Rússa þrýstingi til að breyta afstöðu sinni gagnvart Sýrlandi á leiðtogafundi sem nú stendur yfir í Pétursborg. Erlent 4.6.2012 06:54 Gleymdi barni á þaki bílsins Betur fór en á horfðist þegar hin nítján ára gamla Catalina Clouser frá Phoenix í Arizonaríki gleymdi fimm vikna gömlum syni sínum í bílstól uppi á þaki bíls síns áður en hún ók af stað, seint á föstudagskvöld. Erlent 4.6.2012 04:00 Farþegaþota flaug á íbúðarhúsnæði - óttast að allir hafi farist Farþegaþota flaug á íbúðarhúsnæði og brotlendi í kjölfarið samkvæmt erlendum fréttamiðlum. 153 voru um borð í vélinni. AP fréttastofan hefur eftir flugmálayfirvöldum í Nígeríu að líklega hefðu allir í flugvélinni farist. Erlent 3.6.2012 16:30 Leikkona úr Desperate Housewives látin Leikkonan Kathryn Joosten er látin sjötíu og tveggja ára að aldri en banamein hennar var lungnakrabbamein. Joosten er Íslendingum vel kunn úr hinum sívinsælu þáttum, Desperate Housewives, en þar lék hún fúllynda nágrannann Karen McCluskey. Erlent 3.6.2012 15:03 Einn látinn eftir skotárás í Kanada Einn er látin eftir að karlmaður hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Skotmaðurinn er 25 ára gamall karlmaður. Sjö aðrir særðust í árásinni, þar af nokkrir lífshættulega. Meðal annars 13 ára gamall drengur. Erlent 3.6.2012 15:00 Áfrýja dómnum yfir Mubarak Egypsk yfirvöld hafa staðfest að þau hyggjast áfrýja dómsmáli gegn Hosni Mubarak og öðrum sem réttað var yfir í málinu en dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð í Egyptalandi. Erlent 3.6.2012 14:56 Assad kennir hryðjuverkamönnum um fjöldamorðin 89 manns létu lífið í Sýrlandi í gær, þar af 57 stjórnarhermenn. Það er mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur orðið fyrir á einum degi síðan uppreisnin hófst í mars í fyrra. Flestir létust í bardögum í þorpum og bæjum. Erlent 3.6.2012 11:00 Andrómeda nálgast Vetrarbrautina Eftir fjóra milljarða ára verða stórtíðindi í himingeimnum þegar stjörnuþokan Andrómeda rekst á Vetrarbrautina okkar. Tveimur milljörðum ára síðar hafa þessar tvær stjörnuþokur sameinast. Erlent 3.6.2012 00:00 « ‹ ›
Tólf ár fyrir árásaráform Hugðust ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og drepa eins marga og þeir gætu. Virðast þó hafa ætlað að þyrma börnum og konum. Erlent 5.6.2012 07:00
Putin ræðir orku- og utanríksmál við Kínverja Þriggja daga opinber heimsókn Vladimir Putin forseta Rússlands til Kína hefst í dag. Að sögn BBC er reiknað með að orku- og utanríkismál muni verða helsta umræðuefni Putin og kínverska ráðamanna í þessari heimsókn þar á meðal ástandið í Sýrlandi. Erlent 5.6.2012 06:52
Dularfullt geimfar lendir eftir ár á braut um jörðu Dularfullt geimfar á vegum bandaríska flughersins á að koma til lendingar í þessum mánuði. Erlent 5.6.2012 06:50
Hollywoodstjörnur mætast í málaferlum í New Orleans Hollywoodstjörnurnar Kevin Costner og Stephen Baldwin munu mæta hvor annarri í málaferlum í New Orleans á næstu dögum. Erlent 5.6.2012 06:43
Vill setja lög um mótmæli Vladimir Pútín Rússlandsforseti segist vilja innleiða lög um mótmæli að evrópskri fyrirmynd. Erlent 5.6.2012 06:00
Herra Trololo látinn, 77 ára að aldri Rússneski söngvarinn Eduard Khil lést í Sankti Pétursborg í dag, 77 ára að aldri. Ferill Khils er rósum skreyttur, en það var túlkun hans á laginu I am so Happy til Finally be Back Home sem vakti hrifningu netverja — í kjölfarið varð Khil að stórstjörnu. Erlent 4.6.2012 22:45
Segja skilið við vopnahlé Þjóðarráð Sýrlands, helstu samtök stjórnarandstæðinga í landinu, hefur sagt skilið við hið máttlausa vopnahlé sem ríkt hefur í landinu síðustu vikur. Erlent 4.6.2012 20:52
Dómari í Breivik málinu spilaði kapal í réttarsal Dómari í Breivik málinu sást í dag leggja kapal í tölvunni sinni meðan á vitnaleiðslum stóð. Á mynd sem birtist í norskum fjölmiðlum sést Ernst Henning Eielsen, einn af fimm dómurum í málinu, leika sér í tölvukapalnum solitaire. "Fólk hefur mismunandi leiðir til að halda sér einbeittu," sagði talskona réttarins í fjölmiðlum í dag, en myndin hefur vakið töluverða athygli. "Dómararnir fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem fram kemur fyrir réttinum." Erlent 4.6.2012 16:49
Eftirlýsti klámmyndaleikarinn sást í París Kanadíski klámmyndaleikarinn sem grunaður er um hrottalegt morð er sagður hafa sést tvisvar sinnum í Frakklandi um helgina. Sömuleiðis hefur lögreglan numið merki úr farsíma hans og rakið þau til Parísar. Því bendir allt til þess að hann hafi flúið til Frakklands. Ekki er vitað hvort hann er enn staddur þar eða hvort hann hefur haldið áfram. Erlent 4.6.2012 14:30
Alþjóðaflugvöllur í Líbíu umkringdur Vopnaður flokkur umkringdi í dag millilandaflugvöll Líbíu í Tripolí. Hópurinn hefur krafist lausnar eins af leiðtogum sínum sem hvarf fyrir tveimur dögum. Aðgerðirnar eru hugsaðar til að vekja athygli á kröfunum. Fyrir vikið hefur öllu flugi verið beint á herflugvöll landsins. Erlent 4.6.2012 14:13
Uppreisnarmenn fella 80 stjórnarliða Um 80 stjórnarliðar létust í átökum í Sýrlandi um helgina. Það ku vera mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur þolað í einu síðan uppreisnin hófst í mars árið 2011. Erlent 4.6.2012 13:24
Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Erlent 4.6.2012 12:57
Fjórir menn dæmdir fyrir að skipuleggja árás á JP Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun fjóra menn seka um að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárás á skrifstofur dagblaðsins Jyllands-Posten í Kaupmannahöfn. Mennirnir voru handteknir í árslok 2010. Fram kom í réttarhöldunum að mennirnir ætluðu sér að bana stórum hópi fólks til að hefna fyrir skrípamyndirnar sem blaðið birti af Múhameð spámanni árið 2005. Mennirnir voru allir múslimar sem búsettir voru í Svíþjóð. Refsing yfir þeim hefur ekki verið ákveðin en saksóknarar krefjast sextán ára fangelsis. Erlent 4.6.2012 10:35
Forvirkar rannsóknaraðgerðir á Ólympíuleikunum Lögreglan í Bretlandi hefur gefið það út að hún muni beita forvirkum rannsóknaraðgerðum komi upp grunur um fyrirhugaðar óeirðir eða glæpi í tengslum við Ólympíuleikana. Erlent 4.6.2012 10:17
Fæðingartíðni norskra kvenna lækkar töluvert Fæðingartíðni hjá norskum konum hefur lækkað töluvert undanfarin tvö ár samhliða því að norskar konur verða æ eldri þegar þær fæða sitt fyrsta barn. Erlent 4.6.2012 09:43
Assad líkir stjórnarhernum við skurðlækni Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, líkir aðgerðum stjórnarhersins í landinu við tilraunir skurðlækna til að bjarga mannslífum. Herinn hefur staðið fyrir fjöldamorðum og pyndingum að undanförnu. Erlent 4.6.2012 09:42
Biskup Lundúnaborgar segir Breta heltekna af kynlífi Biskup Lundúnaborgar hefur vakið töluvert umtal á Bretlandseyjum eftir að hann sagði í yfirlýsingu að Bretar væri helteknir af kynlífi og að skilnaðarfaraldur herjaði á þjóðina. Erlent 4.6.2012 07:44
Helsti fíkiniefnakóngur Kólombíu handtekinn Einn helsti fíkiniefnakóngur Kólombíu, Diego Henao, hefur verið handtekinn í Venesúela og verður brátt framseldur til Kólombíu. Erlent 4.6.2012 07:17
Réðust á unga Gyðinga með hömrum og járnstöngum í Lyon Ráðist var á þrjá unga Gyðinga í borginni Lyon í Frakklandi í gærdag og þeir barðir með hömrum og járnstöngum. Erlent 4.6.2012 07:13
Yfir 1.200 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda í Nýju Mexíkó Yfir 1.200 slökkviliðsmenn berjast nú við mikla skógarelda í ríkinu Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Erlent 4.6.2012 07:10
Repúblikanar í Flórída reyna aftur að strika fólk af kjörskrá Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum eru aftur komin í sviðsljósið þar í landi vegna áforma um að strika fólk út af kjörskrá í ríkinu í stórum stíl. Erlent 4.6.2012 07:04
Facebook skoðar kaup á Opera Verð hlutabréfa í norska vafraframleiðandanum Opera rauk upp í kjölfar þess að tæknivefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að Facebook hefði áhuga á að kaupa fyrirtækið. Fyrirtækið Opera Software var stofnað af hinum íslenskættaða Jóni S. Von Tetzchner árið 1994. Hann gegndi lengst af stöðu forstjóra en lét af störfum hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Ríflega 200 milljónir manna nota Opera-vafrann. Erlent 4.6.2012 07:00
Leiðtogar ESB beita Rússa þrýstingi vegna Sýrlands Leiðtogar Evrópusambandsins munu reyna að beita Rússa þrýstingi til að breyta afstöðu sinni gagnvart Sýrlandi á leiðtogafundi sem nú stendur yfir í Pétursborg. Erlent 4.6.2012 06:54
Gleymdi barni á þaki bílsins Betur fór en á horfðist þegar hin nítján ára gamla Catalina Clouser frá Phoenix í Arizonaríki gleymdi fimm vikna gömlum syni sínum í bílstól uppi á þaki bíls síns áður en hún ók af stað, seint á föstudagskvöld. Erlent 4.6.2012 04:00
Farþegaþota flaug á íbúðarhúsnæði - óttast að allir hafi farist Farþegaþota flaug á íbúðarhúsnæði og brotlendi í kjölfarið samkvæmt erlendum fréttamiðlum. 153 voru um borð í vélinni. AP fréttastofan hefur eftir flugmálayfirvöldum í Nígeríu að líklega hefðu allir í flugvélinni farist. Erlent 3.6.2012 16:30
Leikkona úr Desperate Housewives látin Leikkonan Kathryn Joosten er látin sjötíu og tveggja ára að aldri en banamein hennar var lungnakrabbamein. Joosten er Íslendingum vel kunn úr hinum sívinsælu þáttum, Desperate Housewives, en þar lék hún fúllynda nágrannann Karen McCluskey. Erlent 3.6.2012 15:03
Einn látinn eftir skotárás í Kanada Einn er látin eftir að karlmaður hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Skotmaðurinn er 25 ára gamall karlmaður. Sjö aðrir særðust í árásinni, þar af nokkrir lífshættulega. Meðal annars 13 ára gamall drengur. Erlent 3.6.2012 15:00
Áfrýja dómnum yfir Mubarak Egypsk yfirvöld hafa staðfest að þau hyggjast áfrýja dómsmáli gegn Hosni Mubarak og öðrum sem réttað var yfir í málinu en dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð í Egyptalandi. Erlent 3.6.2012 14:56
Assad kennir hryðjuverkamönnum um fjöldamorðin 89 manns létu lífið í Sýrlandi í gær, þar af 57 stjórnarhermenn. Það er mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur orðið fyrir á einum degi síðan uppreisnin hófst í mars í fyrra. Flestir létust í bardögum í þorpum og bæjum. Erlent 3.6.2012 11:00
Andrómeda nálgast Vetrarbrautina Eftir fjóra milljarða ára verða stórtíðindi í himingeimnum þegar stjörnuþokan Andrómeda rekst á Vetrarbrautina okkar. Tveimur milljörðum ára síðar hafa þessar tvær stjörnuþokur sameinast. Erlent 3.6.2012 00:00