Erlent

Facebook skoðar kaup á Opera

Mark Zuckerberg hóf vinnu við Facebook meðan hann var nemandi í Harvard-háskóla árið 2003.
NOrdicPhotos/AFP
Mark Zuckerberg hóf vinnu við Facebook meðan hann var nemandi í Harvard-háskóla árið 2003. NOrdicPhotos/AFP
Verð hlutabréfa í norska vafraframleiðandanum Opera rauk upp í kjölfar þess að tæknivefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að Facebook hefði áhuga á að kaupa fyrirtækið. Fyrirtækið Opera Software var stofnað af hinum íslenskættaða Jóni S. Von Tetzchner árið 1994. Hann gegndi lengst af stöðu forstjóra en lét af störfum hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Ríflega 200 milljónir manna nota Opera-vafrann.

Kaup á Opera gætu styrkt stöðu Facebook hjá snjallsímanotendum en farsímavafri Opera er sá vinsælasti í heimi. Þá gæti Facebook gert samfélagsmiðilinn að innbyggðum hluta í vafranum.

Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Facebook síðustu vikur. Fyrirtækið var til að mynda skráð á hlutabréfamarkað fyrir tæpum tveimur vikum þar sem það var verðlagt á rúma 100 milljarða Bandaríkjadala. Síðan hefur hlutabréfaverðið reyndar fallið talsvert og útboðið almennt talið hafa valdið vonbrigðum. Þá keypti Facebook í apríl fyrirtækið að baki ljósmyndadeiliforritinu vinsæla Instagram á einn milljarð Bandaríkjadala.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×