Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Kanada

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Einn er látin eftir að karlmaður hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Skotmaðurinn er 25 ára gamall karlmaður. Sjö aðrir særðust í árásinni, þar af nokkrir lífshættulega. Meðal annars 13 ára gamall drengur.

Lögreglan leitar enn mannsins en sjónarvottar lýsa því þannig að maðurinn hafi gengið inn í verslunarmiðstöðina og skotið manninn, sem hann er talinn þekkja. Talið er að maðurinn hafi hleypt fimmtán sinnum af byssunni.

Mikil skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni. Þannig reyndi fólk að troðast út en ólétt kona varð undir í troðningnum og var hún færð upp á spítala því hún fékk hríðir í hamaganginum. Eins og fyrr segir er mannsins enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×