Erlent

Gleymdi barni á þaki bílsins

catalina clouser
catalina clouser
Betur fór en á horfðist þegar hin nítján ára gamla Catalina Clouser frá Phoenix í Arizonaríki gleymdi fimm vikna gömlum syni sínum í bílstól uppi á þaki bíls síns áður en hún ók af stað, seint á föstudagskvöld.

Stóllinn rann af þaki bílsins og út á gatnamót þar sem vegfarendur fundu drenginn, ómeiddan.

Móðirin áttaði sig á hvarfinu þegar heim var komið og sneri við til að leita en gekk í flasið á lögreglu og var handtekin.

Hún reyndist undir áhrifum kannabisefna og var barninu komið í vörslu félagsmálayfirvalda. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×