Erlent

Yfir 1.200 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda í Nýju Mexíkó

Yfir 1.200 slökkviliðsmenn berjast nú við mikla skógarelda í ríkinu Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum.

Eldarnir hafa eytt um 92 þúsundum hektara af skóglendi í fjalllendinu í kringum Whitewater Baldy sem er hæsta fjall ríkisins. Slökkvistarf gengur mjög illa sökum þess hve fjalllendið er torfært en búið er að kalla út sérþjálfað lið vegna hinna erfiðu aðstæðna.

Þá eru 10 þyrlur notaðar til að reyna að hefta útbreiðslu eldanna. Skógareldarnir kviknuðu í kjölfar þrumuveðurs sem gekk yfir svæðið seinnihlutann í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×