Erlent

Áfrýja dómnum yfir Mubarak

Egypsk yfirvöld hafa staðfest að þau hyggjast áfrýja dómsmáli gegn Hosni Mubarak og öðrum sem réttað var yfir í málinu en dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð í Egyptalandi.

Þannig var Mubarak ekki dæmdur fyrir að fyrirskipa morð á mótmælendum í byltingunni á síðasta ári, heldur var hann dæmdur fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir morðin.

Þá voru tveir synir Mubaraks sýknaðir auk sex yfirmanna lögreglunnar í Kaíró. Ástæðan var sú að dómari leit svo á að sönnunargögn gegn þeim væru ekki nógu áreiðanleg. Mikil reiði braust út í Egyptalandi eftir að dómsniðurstaðan var kunn. Hávær krafa er um að synir Muabraks og sexmenningarnir verði dæmdir og teknir af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×