Erlent

Jarðarför Merah frestað

Borgarstjórinn í Toulouse í Frakklandi hefur farið fram á að jarðarför fjöldamorðingjans Mohamed Merah verði frestað. Til stóð að jarða Merah í dag en yfirvöld í borginni telja útförina ekki vera viðeigandi.

Erlent

Um 1.500 flóttamenn létust á sjó í fyrra

Nefnd á vegum Evrópuráðs sem rannsakað hefur dauðsföll 63 flóttamanna við strendur Líbíu á síðasta ári hefur komist að því að björgunaraðgerðir NATO hafi einkennst af mistökum.

Erlent

Anchorman fær framhald

Grínleikarinn Will Ferrell mætti óboðinn í spjallþáttinn Conan í gær. Hann tilkynnti þar að kvikmyndin vinsæla Anchorman fengi loks framhald.

Erlent

Konum refsað fyrir að flýja ofbeldi

Um 400 konur sitja nú í fangelsi í Afganistan fyrir siðferðisbrot, sem einkum felast í því að hafa strokið að heiman, framið hjúskaparbrot eða jafnvel bara komið sér í aðstæður þar sem möguleiki er á að þeim verði nauðgað.

Erlent

Heilbrigðislöggjöf í höndum dómara

Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstaklinga til að greiða fyrir heilbrigðistryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta.

Erlent

Ekki færri gift sig í þrjátíu ár

Giftingum í Danmörku fækkaði um tólf prósent frá árinu 2010 til 2011. 27.200 pör giftu sig í fyrra og hafa ekki verið færri frá árinu 1983. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur.

Erlent

Nýtt hervélmenni er óttalaust og krúttlegt

Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vélfærafræði hefur nú lokið við þróun á heldur undarlegri njósnagræju fyrir bandaríska herinn. Vélmennið hoppar og skoppar eins og fló og getur náð allt að níu metra hæð.

Erlent

Nýtt krabbameinslyf vekur athygli

Vísindamenn við læknisfræðideild háskólans í Stanford í Bandaríkjunum hafa þróað byltingarkennda aðferð við meðferð krabbameins. Rannsóknir þeirra gefa til kynna að hægt að verði að þróa eitt lyf sem barist getur gegn mörgum tegundum krabbameins.

Erlent

Eagle Egilsson leikstýrir lokaþætti Alcatraz

Íslenski leikstjórinn Egill Örn Egilsson hefur getið sér gott orð í kvikmyndabransanum vestanhafs. Nýlega leikstýrði hann öðrum lokaþætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Alcatraz en þættirnir eru sýndir á Stöð 2.

Erlent

Kappaksturinn úr myndinni Bullit endurgerður

Búið er að endurgera einn þekktasta kappakstur eða bílaeltingaleik kvikmyndasögunnar. Um er að ræða eltingarleikinn þegar Steve McQueen eltir launmorðingja um götur San Francisco í myndinni Bullit sem gerð var árið 1968.

Erlent

Mannæta handtekin í Rússlandi

Enn ein mannætan hefur verið handtekin í Rússlandi. Um er að ræða 22 ára gamlan mann frá borginni Belinsky en hann hefur játað að hafa myrt sex manns og étið úr þeim bæði hjörtu og lifur.

Erlent

Morðin ekki sýnd á skjánum

Sjónvarpsstöðin Al Jazeera tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að sýna myndband sem franski fjöldamorðinginn Mohamed Merah hafði tekið af ódæðum sínum og sent stöðinni. Forsvarsmenn Al Jazeera tóku enn fremur fram að enginn fengi afrit af upptökunni en beiðnir höfðu borist um slíkt.

Erlent

Ítreka áhyggjur af kjarnorku

Leiðtogar nærri sextíu ríkja, sem komu saman í Suður-Kóreu í vikunni, hafa áhyggjur af því að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að komast yfir efni til gerðar kjarnorkusprengju. Slík efni eru til staðar í mörgum húsum í nokkrum tugum landa. Jafnvel þótt aðeins brotabrot af þeim kæmust í hendur hryðjuverkamanna, þá gætu afleiðingarnar orðið skelfilegar.

Erlent