Erlent

Atburðir í Rúmeníu vekja áhyggjur ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega Rúmeníu og Búlgaríu fyrir að standast ekki kröfur sem gerðar eru til aðildarríkjanna. Búlgaría ræður ekkert við skipulagða glæpi og Rúmeníustjórn grefur undan lýðræðinu.

Erlent

Hefur áhyggjur af fordómum

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur áhyggjur af fordómum samlanda sinna í garð rómafólks, sem einnig er kallað sígaunar. Hann sagði í samtali við NRK að hatrið sem einkennt hefði umræðuna þar í landi síðustu vikur væri ekki í samræmi við norsk gildi, til dæmis umburðarlyndi og fjölbreytileika samfélagsins.

Erlent

Hælisleitendur fá meira fé

Hælisleitendur og flóttamenn í Þýskalandi fá ekki nógu mikla ríkisaðstoð til að geta lifað mannsæmandi lífi meðan þeir bíða afgreiðslu mála sinna.

Erlent

Óljóst um tilgang mannsins

Ekki er enn vitað hvað manninum sem fór inn til tígrisdýranna í dýragarðinum i Kaupmannahöfn gekk til með athæfi sínu. Maðurinn fannst látinn í búrinu að morgni sunnudags, en hann hafði brotist inn í garðinn kvöldið áður.

Erlent

Rússar ásaka Vesturlönd

Rússnesk stjórnvöld ásökuðu í gær Vesturlönd fyrir að kynda undir uppreisn og átökum í Sýrlandi, sama dag og sjálfsvígsárás í höfuðborginni Damaskus kostaði nokkra nánustu samstarfsmenn Bashar al Assads forseta lífið.

Erlent

Hótað lífláti fyrir neikvæða gagnrýni

Stjórnendur kvikmyndavefsíðunnar Rotten Tomatoes hafa lokað fyrir athugasemdir notenda á nýjustu Batman kvikmyndina. Þetta var ákveðið eftir að gagnrýnanda bárust líflátshótanir vegna neikvæðrar umfjöllunar um The Dark Knight Rises.

Erlent

Ísraelskir ferðamenn drepnir í Búlgaríu

Að minnsta kosti þrír eru látnir og yfir tuttugu særðir eftir að rúta með ísraelska ferðamenn var sprengd í loft upp borginni Burgas í Búlgaríu nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins sást maður ganga inn í rútuna og nokkrum sekúndum síðar sprakk hún í loft upp. Flugvellinum í borginni hefur verið lokað og eru miklar öryggisráðstafnir víða um borg.

Erlent

Rúta sprengd í loft upp

Fjórtan fórust og fjölmargir eru særðir eftir að lítil rúta sprakk í loft upp í bænum Peshawar, í norðausturhluta Pakistan í dag. Rútan var á leið milli tveggja þorpa þegar hún keyrði á sprengju sem komið hafði verið fyrir á þjóðveginum. Þrjár konur og þrjú börn eru á meðal hinna látnu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en sprengjur sem þessar eru algengar á svæðinu.

Erlent

Hollensk yfirvöld aðstoða FBI

Yfirvöld í Hollandi og bandaríska alríkislögreglan eru nú komin í samstarf vegna rannsóknar á því hvers vegna nálar fundust í kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins á dögunum. Fjórar nálar fundust í samlokum í fjórum flugum frá Amsterdam í Hollandi til Bandaríkjanna. Tveir farþeganna sem fengu stungusár í munninn, eftir að hafa bitið í samlokuna sína, hafa leitað til læknis til að fyrirbyggja HIV-smit. Málið þykið mjög alvarlegt og á meðan rannsókn stendur yfir hefur sala á kalkúnasamlokum um borð í vélum félagsins verið hætt.

Erlent

Fá fúlgur fjár frá hinu opinbera

Fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar í Bretlandi þéna hver um sig 100 þúsund sterlingspund, eða tæpar 20 milljónir, í eftirlaun á ári frá breska ríkinu. Til viðbótar þéna þau miklar fúlgur árlega fyrir að halda fyrirlestra og sem ráðgjafar fyrir einkafyrirtæki.

Erlent

Mandela er 94 ára í dag

Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, er 94 ára í dag og fagna íbúar í heimabæ hans, Qunu, því með veisluhöldum í dag. Á meðal gesta sem heimsóttu bæinn í dag var Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið náinn vinur forsetans fyrrverandi síðustu ár.

Erlent

Úrskurður ekki fyrr en í haust

Stjórnlagadómstóll Þýskalands ætlar að kveða upp úrskurð í haust um það, hvort nýr neyðarsjóður evruríkjanna stenst ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar.

Erlent

Íslendingar ekki í hættu

Íslendingum á Kanaríeyjum stafar ekki hætta af skógareldum sem þar loga. Eldarnir hafa nú þegar farið yfir þúsundir hektara lands og nokkur hundruð íbúar hafa verið fluttir á brott vegna eldanna. Skógareldarnir loga ekki á ferðamannasvæðum. Enn logar á eyjunum Tenerife, La Palma og La Gomera en búið er að ná tökum á eldunum á tveimur síðastnefndu eyjunum.

Erlent

Harðir bardagar í höfuðborg Sýrlands

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna reynir að ná samkomulagi um framhald friðargæslustarfs í Sýrlandi, en umboð núverandi friðargæslu rennur út á föstudag. Friðargæslan má sín þó lítils og hafa átökin í Sýrlandi versnað dag frá degi.

Erlent

Gera lítið úr vanda í undirbúningi ÓL

Þrátt fyrir vandræðalegar uppákomur í aðdraganda Ólympíuleikanna í London segja skipuleggjendur að allt muni ganga upp. Öryggisfyrirtæki sveikst um að útvega fjölda gæslumanna. Leikarnir hefjast 27. júlí.

Erlent

Á yfir höfði sér háar fjársektir

Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gæti þurft að greiða háar fjársektir fyrir að hafa ekki gefið tölvunotendum kost á að velja sér netvafra á nýjum tölvum.

Erlent