Erlent

Bandaríkjastjórn telur að Assad sé að missa tökin

Bandaríkjastjórn telur að Bashar Assad forseti Sýrlands sé að missa tökin á stjórn landsins og að daga hans í embætti séu taldir.

Til marks um þetta sé sjálfsmorðsárásin í Damaskus í gærmorgun þar sem þrír af háttsettustu og nánustu samstarfsmönnum forsetans fórust, þar á meðal mágur hans og varnarmálaráðherra landsins.

Jay Carney talsmaður Hvíta hússins segir að árásin sé skýrt merki um að Assad sé að missa tökin og að alþjóðasamfélagið þurfi að styðja við bakið á stjórnarskiptum í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×