Erlent

Hefur áhyggjur af fordómum

Jens Stoltenberg
Jens Stoltenberg
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur áhyggjur af fordómum samlanda sinna í garð rómafólks, sem einnig er kallað sígaunar. Hann sagði í samtali við NRK að hatrið sem einkennt hefði umræðuna þar í landi síðustu vikur væri ekki í samræmi við norsk gildi, til dæmis umburðarlyndi og fjölbreytileika samfélagsins.

„Því eru mikil vonbrigði að verða vitni að nýlegum yfirlýsingum um rómafólk,“ sagði hann.

Málefni rómafólks í Noregi hafa komist í hámæli eftir að tugir úr þeirra hópi settust að í búðum í nágrenni Óslóar um helgina.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×