Erlent

Andlega fatlaður fangi tekinn af lífi í Texas

Yfirvöld í Texas hafa tekið af lífi dauðadæmdan fanga þrátt fyrir að fanginn sé andlega fatlaður.

Fanginn, Yokamon Hearn, hafði dvalið í 14 ár á svokölluðum dauðagangi en hann var dæmdur til dauða fyrir morð á hvítum manni þegar hann var 19 ára gamall.

Aftakan í Texas fór fram þrátt fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi lagt bann við því árið 2002 að taka andlega fatlaða fanga af lífi. Hinsvegar úrskurðaði Hæstirétturinn nýlega að lögmönnum Hearn hefði ekki tekist að sýna nægilega vel fram á fötlun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×