Erlent

Fjöldi austurevrópskra fanga tvöfaldast í dönskum fangelsum

Á síðustu fjórum árum hefur fjöldi austurevrópskra fanga í dönskum fangelsum meir en tvöfaldast.

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem fangelsisyfirvöld í Danmörku hafa sent frá sér. Þannig voru tæplega 200 fangar frá löndum í austurhluta Evrópu í dönskum fangelsum, Í ár eru þeir orðnir yfir 400 talsins. Þetta þýðir að tíundi hver fangi í Danmörku er frá Austur Evrópu.

Fangelsisyfirvöld hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru dönsk fangelsi yfirfull fyrir. Krafan er að stjórnvöld grípi inn í og fái löndin sem þessir fangar koma frá til að hýsa þá í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×