Erlent Kidman leikur Grace Kelly Stórleikkonan Nicole Kidman mun leika í nýrri mynd um Óskarsverðlaunaleikkonuna Grace Kelly, sem siðar varð prinsessan af Mónako. Myndin mun bera titilinn Grace of Mónako og fjalla um sex mánaða tímabil í lífi hennar á árinu 1962, þegar Charles de Gaulle og Rainier III fursti stóðu í deilum um Mónako. Erlent 10.4.2012 15:39 Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur. Erlent 10.4.2012 13:36 Segja að Breivik sé sakhæfur Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu. Erlent 10.4.2012 10:08 Dregur úr glæpum en morðum á lögreglumönnum fjölgar mikið Ný bandarísk skýrsla leiðir í ljós að dregið hefur úr ofbeldisglæpum í landinu síðustu ár. Hinsvegar fjölgar morðum á lögreglumönnum mikið. Skýrslan er gerð af bandarísku alríkislögreglunni og þar kemur fram að 72 lögreglumenn hafi verið drepnir við skyldustörf árið 2011, sem er 25 prósenta aukning frá árinu á undan. Erlent 10.4.2012 10:04 Má framselja Abu Hamza til Bandaríkjanna Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg úrskurðaði í morgun að öfgapredikarann Abu Hamza megi framselja til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið kærður fyrir að standa að hryðjyuverkum. Dómstóllinn úrskurðaði á sama veg hvað varðar fjóra aðra grunaða hryðjuverkamenn sem hafa verið í haldi í Evrópu. Abu Hamza var á sínum tíma dæmdur í sjö ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka og nú vilja Bandaríkjamenn ná í hann fyrir svipaðar sakir. Erlent 10.4.2012 08:56 Breyta flugáætlunum vegna eldflaugarskots Þrjú flugfélög í Asíu, tvö frá Japan og eitt frá Filippseyjum hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum til þess að koma í veg fyrir að vélar þeirra eigi á hættu að verða fyrir Norður Kóreskri eldflaug sem stendur til að skjóta á loft einhvern tíma í þessari viku. Erlent 10.4.2012 08:45 Mannskæð árás í Afganistan Að minnsta kosti níu eru látnir og tuttugu særðir í Herat héraði í Afganistan í morgun þar sem sjálfsmorðsárás var gerð á stjórnsýslubyggingu. Mikill fjöldi fólks var þar saman kominn til þess að fá viðtal við stjórnmálamenn svæðisins og greina fregnir sjónarvotta frá því að tveir árásarmenn hafi ekið upp að byggingunni á jeppum sem þeir hafi síðan sprengt í loft upp. Erlent 10.4.2012 08:30 Tvö flugmóðurskip á Persaflóa Yfirmenn bandaríska flotans staðfestu í gær að þeir hefðu sent bandaríska flugmóðurskipið Enterprise á Persaflóa. Þar var fyrir annað flugmóðurskip, og þykir víst að hernaðaruppbyggingin tengist kjarnorkuáætlun Íran. Erlent 10.4.2012 05:30 Lítil von talin á vopnahléi í dag Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í langan tíma í Sýrlandi, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að vopnahlé hæfist þar í dag. Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 100 manns hafi látið þar lífið í gær. Erlent 10.4.2012 05:00 Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Erlent 10.4.2012 03:00 Frídagarnir milljarða virði Þjóðarframleiðsla í Bretlandi myndi aukast um nítján milljarða punda á ári ef lögbundnir frídagar yrðu afnumdir. Það jafngildir um 3.800 milljörðum íslenskra króna. Erlent 10.4.2012 02:00 Í fangelsi fyrir bílastæðabrot Bílastæðayfirvöld í Kaupmannahöfn og samtök fatlaðra hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir misnotkun á bílastæðum fyrir fatlaða. Þetta kemur fram hjá danska ríkisútvarpinu. Mögulegt er að þeir sem leggja ólöglega í slík stæði verði dæmdir í fangelsi. Erlent 10.4.2012 01:30 Örþrifaráð sem hafa vakið lítil viðbrögð Alls hafa 32 Tíbetar kveikt í sjálfum sér undanfarið ár til þess að mótmæla yfirráðum Kína. Þetta er ein stærsta bylgja sjálfsvíga af þessu tagi áratugum saman. Erlent 10.4.2012 01:00 Fljótandi eyjar í sjónmáli Víða um heim eru arkitektar og borgarskipuleggjendur að leita nýstárlegra lausna fyrir þau fjölmörgu svæði á jörðinni sem búast má við að fari annað hvort varanlega á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagshlýnunar eða tímabundið þegar flóð steðja að vegna óstöðugs veðurlags. Erlent 10.4.2012 01:00 Sorg í dýragarðinum eftir að fílsungi drapst við fæðingu Aðstandendur dýragarðs í Leipzig í Þýskalandi eru með sorg í hjarta þessa dagana því fílsunginn sem beðið hefur verið eftir síðustu mánuði drapst í morgun stuttu eftir að hann kom í heiminn. Erlent 9.4.2012 22:00 Fornmenn stálu bráð frá ljónum Rannsóknir á heillegu hræi af ungum mammúti sýna að bæði ljón og menn áttu þátt í dauða hans á sléttum Síberíu fyrir um 10 þúsund árum. Það þykir benda til þess að hópar veiðimanna hafi stolið bráð af ljónum, samkvæmt frétt BBC. Erlent 9.4.2012 21:30 Prenta súkkulaði í þrívídd Nýr súkkulaðiprentari gæti umbylt súkkulaðiframleiðslu þegar hann kemur á markað seinni partinn í apríl, segir í frétt BBC. Hönnuðir tækisins treysta á að eftirspurnin verði mikil þó páskarnir verði liðnir með tilheyrandi súkkulaðiáti. Erlent 9.4.2012 20:45 Hrikalegt ástand í Sýrlandi Óttast er að átökin í Sýrlandi kunni að stigmagnast eftir að til skotbardaga kom milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Hermennirnir eru sakaðir um að hafa skotið yfir landmærin með þeim afleiðingum að einn flóttamaður féll og fimm særðust. Erlent 9.4.2012 18:32 Er hugsanlega faðir 600 barna Grunur leikur á að Bertold Wiesner, breskur vísindamaður, sem setti upp tæknifrjóvgunarstofu ásamt eiginkonu sinni á fimmta áratug síðustu aldar sé faðir allt að sex hundruð barna sem urðu til með hjálp stofunnar. Þetta sýna niðurstöður rannsókna tveggja manna sem þegar hafa fengið úr því skorið að þeir eru líffræðilegir synir mannsins. Um er að ræða 2/3 af öllum þeim börnum sem komu í heiminn fyrir tilstuðlan stofunnar. Erlent 9.4.2012 10:28 Farþega Titanic minnst í sérstakri siglingu Breska farþegaskipið Balmoral lagði í gær af stað í sérstaka siglingu til að minnast þeirra sem létu lífið í Titanic slysinu fyrir hundrað árum. Uppselt var í ferðina en skipið mun sigla sömu leið og Titanic gerði í jómfrúarferð sinni. Erlent 9.4.2012 00:00 Ættingjar leggja í minningarsiglingu um Titanic Ættingjar þeirra sem létust þegar breska farþegaskipið RMS Titanic sökk í sæ héldu í sjóferð í dag til minningar um fórnarlömbin. Sunnudaginn 15. apríl næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Titanic sökk. Erlent 8.4.2012 22:00 Heimsveldin uggandi yfir eldflaugaskoti Norðu-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa komið hinni risavöxnu Unha-3 eldflaug fyrir á skotpalli á norðvesturströnd landsins. Á sama tíma berast fregnir af fyrirhugaðri tilraun með kjarnorkusprengju. Erlent 8.4.2012 18:03 Smáforrit munu hjálpa fólki á hamfarasvæðum Stjórnvöld í Bretlandi munu eyða tæpum tíu milljörðum króna í þróun sérstakra smáforrita sem aðstoða munu fórnarlömb náttúruhamfara. Erlent 8.4.2012 17:12 Blóðbað í Sýrlandi - Rúmlega 160 látnir á tveimur dögum Að minnsta kosti 30 létu lífið í átökum andspyrnumanna og sýrlenskra öryggissveita í dag. Þannig hafa rúmlega 160 manns fallið í átökunum það sem af er páskahelginni. Erlent 8.4.2012 16:35 Blaðamaðurinn Mike Wallace látinn Blaðamaðurinn fyrrverandi Mike Wallace lést í dag. Hann var 93 ára gamall. Síðustu ár hafði Wallace þurft að glíma við ýmsa heilsukvilla. Árið 2008, þá 90 ára gamall, þurfti Wallace að gangast undir hjartaskurðaðgerð. Erlent 8.4.2012 15:16 Gunter Grass meinaður aðgangur að Ísrael Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í dag að nóbelsverðlaunaskáldinu Gunter Grass verði héðan í frá meinaður aðgangur að landinu. Erlent 8.4.2012 15:00 Stjórnvöld í Barein ætla ekki að framselja Abdulhadi Yfirvöld í Barein ætla ekki að framselja danska ríkisborgarann Abdulhadi al-Khawaja. Erlent 8.4.2012 14:20 Tveir handteknir í Tulsa Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skotið fimm manns á föstudagskvöldið, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa. Erlent 8.4.2012 13:13 Benedikt XVI kallar til friðar í stríðshrjáðum löndum Benedikt páfi XVI hóf páskamessu sína í Páfagarði fyrir stuttu. Rúmlega hundrað þúsund manns eru samankomin á Sankti Péturstorgi til að hlusta á ræðuna. Erlent 8.4.2012 11:25 Páfi messar á Péturstorgi í dag Benedikt Páfi 16. heldur páskamessu sína á Péturstorgi í Páfagarði í dag. Í aftanmessu sinni í gær sagði Páfi að skuggi hafi fallið á gjörvallt mannkyn á síðustu árum. Erlent 8.4.2012 09:32 « ‹ ›
Kidman leikur Grace Kelly Stórleikkonan Nicole Kidman mun leika í nýrri mynd um Óskarsverðlaunaleikkonuna Grace Kelly, sem siðar varð prinsessan af Mónako. Myndin mun bera titilinn Grace of Mónako og fjalla um sex mánaða tímabil í lífi hennar á árinu 1962, þegar Charles de Gaulle og Rainier III fursti stóðu í deilum um Mónako. Erlent 10.4.2012 15:39
Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur. Erlent 10.4.2012 13:36
Segja að Breivik sé sakhæfur Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu. Erlent 10.4.2012 10:08
Dregur úr glæpum en morðum á lögreglumönnum fjölgar mikið Ný bandarísk skýrsla leiðir í ljós að dregið hefur úr ofbeldisglæpum í landinu síðustu ár. Hinsvegar fjölgar morðum á lögreglumönnum mikið. Skýrslan er gerð af bandarísku alríkislögreglunni og þar kemur fram að 72 lögreglumenn hafi verið drepnir við skyldustörf árið 2011, sem er 25 prósenta aukning frá árinu á undan. Erlent 10.4.2012 10:04
Má framselja Abu Hamza til Bandaríkjanna Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg úrskurðaði í morgun að öfgapredikarann Abu Hamza megi framselja til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið kærður fyrir að standa að hryðjyuverkum. Dómstóllinn úrskurðaði á sama veg hvað varðar fjóra aðra grunaða hryðjuverkamenn sem hafa verið í haldi í Evrópu. Abu Hamza var á sínum tíma dæmdur í sjö ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka og nú vilja Bandaríkjamenn ná í hann fyrir svipaðar sakir. Erlent 10.4.2012 08:56
Breyta flugáætlunum vegna eldflaugarskots Þrjú flugfélög í Asíu, tvö frá Japan og eitt frá Filippseyjum hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum til þess að koma í veg fyrir að vélar þeirra eigi á hættu að verða fyrir Norður Kóreskri eldflaug sem stendur til að skjóta á loft einhvern tíma í þessari viku. Erlent 10.4.2012 08:45
Mannskæð árás í Afganistan Að minnsta kosti níu eru látnir og tuttugu særðir í Herat héraði í Afganistan í morgun þar sem sjálfsmorðsárás var gerð á stjórnsýslubyggingu. Mikill fjöldi fólks var þar saman kominn til þess að fá viðtal við stjórnmálamenn svæðisins og greina fregnir sjónarvotta frá því að tveir árásarmenn hafi ekið upp að byggingunni á jeppum sem þeir hafi síðan sprengt í loft upp. Erlent 10.4.2012 08:30
Tvö flugmóðurskip á Persaflóa Yfirmenn bandaríska flotans staðfestu í gær að þeir hefðu sent bandaríska flugmóðurskipið Enterprise á Persaflóa. Þar var fyrir annað flugmóðurskip, og þykir víst að hernaðaruppbyggingin tengist kjarnorkuáætlun Íran. Erlent 10.4.2012 05:30
Lítil von talin á vopnahléi í dag Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í langan tíma í Sýrlandi, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að vopnahlé hæfist þar í dag. Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 100 manns hafi látið þar lífið í gær. Erlent 10.4.2012 05:00
Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Erlent 10.4.2012 03:00
Frídagarnir milljarða virði Þjóðarframleiðsla í Bretlandi myndi aukast um nítján milljarða punda á ári ef lögbundnir frídagar yrðu afnumdir. Það jafngildir um 3.800 milljörðum íslenskra króna. Erlent 10.4.2012 02:00
Í fangelsi fyrir bílastæðabrot Bílastæðayfirvöld í Kaupmannahöfn og samtök fatlaðra hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir misnotkun á bílastæðum fyrir fatlaða. Þetta kemur fram hjá danska ríkisútvarpinu. Mögulegt er að þeir sem leggja ólöglega í slík stæði verði dæmdir í fangelsi. Erlent 10.4.2012 01:30
Örþrifaráð sem hafa vakið lítil viðbrögð Alls hafa 32 Tíbetar kveikt í sjálfum sér undanfarið ár til þess að mótmæla yfirráðum Kína. Þetta er ein stærsta bylgja sjálfsvíga af þessu tagi áratugum saman. Erlent 10.4.2012 01:00
Fljótandi eyjar í sjónmáli Víða um heim eru arkitektar og borgarskipuleggjendur að leita nýstárlegra lausna fyrir þau fjölmörgu svæði á jörðinni sem búast má við að fari annað hvort varanlega á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagshlýnunar eða tímabundið þegar flóð steðja að vegna óstöðugs veðurlags. Erlent 10.4.2012 01:00
Sorg í dýragarðinum eftir að fílsungi drapst við fæðingu Aðstandendur dýragarðs í Leipzig í Þýskalandi eru með sorg í hjarta þessa dagana því fílsunginn sem beðið hefur verið eftir síðustu mánuði drapst í morgun stuttu eftir að hann kom í heiminn. Erlent 9.4.2012 22:00
Fornmenn stálu bráð frá ljónum Rannsóknir á heillegu hræi af ungum mammúti sýna að bæði ljón og menn áttu þátt í dauða hans á sléttum Síberíu fyrir um 10 þúsund árum. Það þykir benda til þess að hópar veiðimanna hafi stolið bráð af ljónum, samkvæmt frétt BBC. Erlent 9.4.2012 21:30
Prenta súkkulaði í þrívídd Nýr súkkulaðiprentari gæti umbylt súkkulaðiframleiðslu þegar hann kemur á markað seinni partinn í apríl, segir í frétt BBC. Hönnuðir tækisins treysta á að eftirspurnin verði mikil þó páskarnir verði liðnir með tilheyrandi súkkulaðiáti. Erlent 9.4.2012 20:45
Hrikalegt ástand í Sýrlandi Óttast er að átökin í Sýrlandi kunni að stigmagnast eftir að til skotbardaga kom milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Hermennirnir eru sakaðir um að hafa skotið yfir landmærin með þeim afleiðingum að einn flóttamaður féll og fimm særðust. Erlent 9.4.2012 18:32
Er hugsanlega faðir 600 barna Grunur leikur á að Bertold Wiesner, breskur vísindamaður, sem setti upp tæknifrjóvgunarstofu ásamt eiginkonu sinni á fimmta áratug síðustu aldar sé faðir allt að sex hundruð barna sem urðu til með hjálp stofunnar. Þetta sýna niðurstöður rannsókna tveggja manna sem þegar hafa fengið úr því skorið að þeir eru líffræðilegir synir mannsins. Um er að ræða 2/3 af öllum þeim börnum sem komu í heiminn fyrir tilstuðlan stofunnar. Erlent 9.4.2012 10:28
Farþega Titanic minnst í sérstakri siglingu Breska farþegaskipið Balmoral lagði í gær af stað í sérstaka siglingu til að minnast þeirra sem létu lífið í Titanic slysinu fyrir hundrað árum. Uppselt var í ferðina en skipið mun sigla sömu leið og Titanic gerði í jómfrúarferð sinni. Erlent 9.4.2012 00:00
Ættingjar leggja í minningarsiglingu um Titanic Ættingjar þeirra sem létust þegar breska farþegaskipið RMS Titanic sökk í sæ héldu í sjóferð í dag til minningar um fórnarlömbin. Sunnudaginn 15. apríl næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Titanic sökk. Erlent 8.4.2012 22:00
Heimsveldin uggandi yfir eldflaugaskoti Norðu-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa komið hinni risavöxnu Unha-3 eldflaug fyrir á skotpalli á norðvesturströnd landsins. Á sama tíma berast fregnir af fyrirhugaðri tilraun með kjarnorkusprengju. Erlent 8.4.2012 18:03
Smáforrit munu hjálpa fólki á hamfarasvæðum Stjórnvöld í Bretlandi munu eyða tæpum tíu milljörðum króna í þróun sérstakra smáforrita sem aðstoða munu fórnarlömb náttúruhamfara. Erlent 8.4.2012 17:12
Blóðbað í Sýrlandi - Rúmlega 160 látnir á tveimur dögum Að minnsta kosti 30 létu lífið í átökum andspyrnumanna og sýrlenskra öryggissveita í dag. Þannig hafa rúmlega 160 manns fallið í átökunum það sem af er páskahelginni. Erlent 8.4.2012 16:35
Blaðamaðurinn Mike Wallace látinn Blaðamaðurinn fyrrverandi Mike Wallace lést í dag. Hann var 93 ára gamall. Síðustu ár hafði Wallace þurft að glíma við ýmsa heilsukvilla. Árið 2008, þá 90 ára gamall, þurfti Wallace að gangast undir hjartaskurðaðgerð. Erlent 8.4.2012 15:16
Gunter Grass meinaður aðgangur að Ísrael Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu í dag að nóbelsverðlaunaskáldinu Gunter Grass verði héðan í frá meinaður aðgangur að landinu. Erlent 8.4.2012 15:00
Stjórnvöld í Barein ætla ekki að framselja Abdulhadi Yfirvöld í Barein ætla ekki að framselja danska ríkisborgarann Abdulhadi al-Khawaja. Erlent 8.4.2012 14:20
Tveir handteknir í Tulsa Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skotið fimm manns á föstudagskvöldið, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa. Erlent 8.4.2012 13:13
Benedikt XVI kallar til friðar í stríðshrjáðum löndum Benedikt páfi XVI hóf páskamessu sína í Páfagarði fyrir stuttu. Rúmlega hundrað þúsund manns eru samankomin á Sankti Péturstorgi til að hlusta á ræðuna. Erlent 8.4.2012 11:25
Páfi messar á Péturstorgi í dag Benedikt Páfi 16. heldur páskamessu sína á Péturstorgi í Páfagarði í dag. Í aftanmessu sinni í gær sagði Páfi að skuggi hafi fallið á gjörvallt mannkyn á síðustu árum. Erlent 8.4.2012 09:32