Erlent

Íslandsvinur segir skattadóm hafa eyðilagt feril sinn

Norski listmálarinn og Íslandsvinurinn fyrrverandi Odd Nerdrum segir að dómurinn sem hann fékk fyrir skattsvik í fyrra hafi eyðilagt feril hans. Nerdrum hefur ekki selt eitt einasta málverk frá því í ágúst í fyrra og kennir dóminum um.

Erlent

Stór rotta réðist á farþega í lest í New York

Rannsókn er hafin á umfangi meindýra sem hrjá farþega sem ferðast með járnbrautakerfi New York borgar. Rannsóknin var ákveðin eftir að stór rotta réðist nýlega á fertuga konu sem var farþegi í einni lestinni.

Erlent

ESB ætlar að banna allt brottkast á fiskimiðum sínum

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um nýjar og hertar reglur sem eiga að koma í veg fyrir brottkast á fiski á miðum sambandsins. Bannað verður með öllu að kasta fiski frá borði og þung viðurlög verða sett við slíku.

Erlent

Útblástur díselvéla veldur krabbameini

Ný rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýnir að enginn vafi leikur á því að útblástur díselvéla veldur krabbameini. Aðallega er um krabbamein í lungum að ræða og sennilega einnig í þvagblöðru.

Erlent

Tugþúsundir mótmæltu Pútín

Tugir þúsunda mótmælenda komu saman í Moskvu í gær til að mótmæla Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Daginn áður hafði lögreglan gert húsleit hjá tíu leiðtogum stjórnarandstöðunnar og þeim var gert að mæta til yfirheyrslu á sama tíma og mótmælin í gær voru áformuð.

Erlent

Komið í veg fyrir einkarétt Kína

Grænlenska landsstjórnin mun ásamt Evrópusambandinu, ESB, undirrita í Nuuk í dag yfirlýsingu sem á að tryggja að Kínverjar fái ekki einkarétt á sölu fjölda mikilvægra bergtegunda í landgrunni Grænlands, heldur verði þær boðnar út á frjálsum markaði.

Erlent

"Fólk bregst ekki við fyrr en það sér lík“

Gríðarleg hungursneyð vofir yfir Vestur-Afríku, en þar hafa rigningar brugðist, miklir þurrkar herjað á íbúa og ítrekaður uppskerubrestur fylgt í kjölfarið. Héðinn Halldórsson er á svæðinu og segir viðbrögð við ástandinu langt frá því að vera nógu hröð.

Erlent

Borgarastyrjöld sögð skollin á í Sýrlandi

Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið í Sýrlandi nú þannig að þar sé hafin borgarastyrjöld. Ráðist var á bílalest eftirlitsmanna SÞ við bæinn al-Haffa í gær. Hermenn Assads sagðir bera fyrir sig börn og sagðir hafa pyntað þau og myrt.

Erlent

Sekt fyrir að blóta opinberlega

Íbúar í bænum Middleborough í Bandaríkjunum þurfa að greiða um 2500 króna sekt ef þeir blóta á opinberum vettvangi. "Við erum mjög ánægð með þetta,“ segir búðareigandi.

Erlent

Gripið inn í ef vínlykt finnst af foreldrum

Níu af hverjum tíu leikskólakennurum í Danmörku ræða við foreldra sem áfengislykt er af, að minnsta kosti ef það kemur fyrir nokkrum sinnum. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum sambands danskra sveitarfélaga. Alls tóku 253 leikskólakennarar þátt í könnuninni.

Erlent

Embættismenn pissi sitjandi

Vinstri flokkurinn í Sörmland í Svíþjóð leggur til að karlkyns embættismenn verði skyldaðir til að sitja þegar þeir kasta af sér vatni á salernum lénsþingsins.

Erlent

Bretar virðast á móti reglum

Ráðamenn í Bretlandi virðast hafa reynt markvisst að veikja eða koma í veg fyrir setningu sam-evrópskra reglugerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það sýna skjöl sem lekið hefur verið og breska blaðið Guardian segir frá.

Erlent

Nóbelsverðlaunin lækkuð um 20%

Forráðamenn Nóbelsverðlaunanna hafa ákveðið að lækka peningagreiðsluna sem fylgir Nóbelsverðlaununum um 20% eða niður í 8 milljónir sænskra kr.

Erlent

Lækkun á mörkuðum í lok dags

Neyðarlán Spánverja frá Evrópusambandinu hefur veitt bæði Spáni og evrusvæðinu öllu aukinn tíma til að takast á við vandamálin sem steðja að. Þetta sögðu spænskir fjölmiðlar í gær, en jafnframt sögðu þeir flestir að neyðarlánið væri aðeins fyrsta skrefið í endurbyggingu hagkerfisins í landinu.

Erlent

Karadzic vill frávísun í Haag

Radovan Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, krefst þess að máli á hendur honum verði vísað frá. Hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og ýmsa aðra stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag.

Erlent

Stuðningur við evruna eykst

Svíum sem vilja taka upp evruna hefur fjölgað frá því í nóvember, samkvæmt nýrri könnun Statistiska centralbyrån. Nær átta af hverjum tíu Svíum myndu greiða atkvæði gegn evrunni ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. 14 prósent myndu segja já.

Erlent