Erlent

Sá aðeins einn skotmann

Franska lögreglan er búin að taka skýrslu af sjö ára gamalli stúlku sem komst lífs af ásamt fjögurra ára gamalli systur sinni þegar fjölskylda þeirra var myrt með köldu blóði í frönsku ölpunum fyrir um einni og hálfri viku síðan.

Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag

Tugir þúsunda kröfðust þess í Moskvu í dag að Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, segði af sér. Þetta eru fyrstu stóru mótmælin í Moskvu í þrjá mánuði. Um sjö þúsund lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum sem samanstóðu af afar ólíkum hópum. Þannig tók samkynhneigðir aðgerðarsinnar þátt í mótmælunum sem og þjóðernissinnar auk fjölda kennara og stúdenta.

Erlent

500 lögreglumenn gerðu vopn námuverkamanna upptæk

Um fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í umfangsmiklum húsleitum í húsakynnum námuverkamanna í Marikana í Suður-Afríku í morgun. Tólf voru handteknir og gríðarlegt magn vopna, þó aðallega sveðjur og önnur eggvopn, voru haldlögð. Fimm af þeim tólf sem voru handteknir reyndust vera með fíkniefni á sér samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

Erlent

Vinnuálag eykur líkur á hjartasjúkdómum

Breskir vísindamenn komust að því með víðtækri rannsókn að vinnuálag eykur líkur á hjartaáföllum og hjartasjúkdómum um 23%. Rannsóknin náði til 200 þúsund einstaklinga en frá henni er greint á fréttavef BBC.

Erlent

Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu

Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu.

Erlent

Viðbúnaður aukinn vegna árása í Líbíu

Lið þungvopnaðra manna sem réðist á sendiráð Bandaríkjanna í Bengasí í Líbíu skákaði í skjóli mótmælenda sem mótmæltu óhróðursmynd um íslam. Árásirnar eru sagðar hafa verið þaulskipulagðar.

Erlent

Seifur er stærstur allra hunda

Heimsmetabók Guinnes hefur útnefnt hinn þriggja ára gamla Seif sem stærsta hund veraldar. Seifur er stóri dani og er 112 sentímetrar frá loppu að herðakambi.

Erlent

Neil Armstrong borinn til grafar

Tunglfarinn Neil Armstrong var lagður til hinstu hvílu í Ohio í Bandaríkjunum í dag. Stjórnmálamenn, vísindamenn og aðstandendur Armstrongs fjölmenntu á minningarathöfn í Þjóðardómkirkjunni í Washington.

Erlent

Ebólu-faraldur í Kongó

Ebóluveiran smitast nú manna á milli í Kongó. Mikil skelfing hefur gripið um sig í landinu en á síðustu vikum hefur að minnsta kosti þrjátíu og einn látist af völdum veirunnar.

Erlent

Fréttaskýring: Hvert stefnir Evrópusambandið?

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins boðar breytingar á sáttmála þess. Framkvæmdastjórnin ætlar að kynna tillögur sínar fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Sameiginlegt fjármálaeftirlit evruríkjanna verður að veruleika um áramótin.

Erlent