Erlent

Með stærstu tvíhöfða í heimi - jafnstórir og meðal mitti karlmanns

Moustafa Ismail er með nokkuð stóra tvíhöfða.
Moustafa Ismail er með nokkuð stóra tvíhöfða.
Heimsmetabók Guinness fyrir árið 2013 kom út í dag en þar er fjallað um mörg ný heimsmet. Athyglisverðasta heimsmetið í bókinni er eflaust metið sem hinn tuttugu og fjögurra ára Egypti, Moustafa Ismail, sló á dögunum. En sá náungi er með stærstu tvíhöfða (e.biceps) í heimi.

Þessir vöðvar Ismail eru um 79 cm í ummáli, eða jafnstór og meðal mitti fullvaxta karlmanns. Hann þakkar próteini og æfingum tvisvar á dag fyrir árangurinn, en hann getur lyft um 225 kílóum.

Hann ákvað að flytja með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum til að hafa aðgang að betri líkamsrækt og fæðubótarefnum.

Hægt er að sjá myndskeið um bókina hér, en þar er fjallað um fjölmörg ný heimsmet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×