Fréttaskýring: Hvert stefnir Evrópusambandið? 13. september 2012 10:00 Jose Manuel Barroso Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins flytur stefnuræðu sína á fundi Evrópuþingsins. nordicphotos/AFP „Við skulum ekki vera hrædd við þessi orð: Við þurfum að fikra okkur í áttina að nánara sambandi þjóðríkja,“ sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flutti á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í gær. Hann segir að nánara stjórnmálasamband ríkjanna krefjist þess að breytingar verði gerðar á stofnsáttmála ESB og boðar að framkvæmdastjórnin muni kynna tillögur sínar að slíkum breytingum fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Þungt í vöfum„Ég á ekki auðvelt með að segja þetta, því öll vitum við hve erfitt hefur reynst að breyta sáttmálunum,“ sagði hann. Allar breytingar á sáttmálunum eru þungar í vöfum og taka yfirleitt mörg ár, því öll aðildarríkin þurfa að samþykkja þær og sum ríkjanna hafa kosið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Almenningur hefur ítrekað tafið og jafnvel komið í veg fyrir breytingar, sem bæði framkvæmdastjórnin og leiðtogaráðið hafa verið sammála um að gera þurfi á sáttmálunum. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um neitt ofurríki. Sambandinu sé ekki beint gegn þjóðríkjunum: „Á tímum alþjóðavæðingar þýðir sameiginlegt fullveldi meiri völd, ekki minni.“ KerfisgallarÞað er fyrst og fremst evrukreppan mikla, skuldakreppa evruríkjanna, sem að mati Barroso kallar á þessar breytingar. Kerfisgallar hafi verið á Efnahags- og myntbandalagi ESB frá upphafi, en úr því þurfi nú að bæta. „Kreppan hefur leitt í ljós, að á meðan bankar urðu yfirþjóðlegir þá voru reglurnar og eftirlitið áfram þjóðbundið. Og þegar allt fór úrskeiðis, þá voru það skattgreiðendur sem sátu uppi með reikninginn,“ sagði Barroso. Rökin fyrir þessum breytingum sagði hann vera augljós: „Efnahagsákvarðanir eins aðildarríkis hafa áhrif á hin ríkin,“ sagði hann. „Við þurfum öflugri og meira bindandi ramma utan um ákvarðanatöku þjóðríkjanna í helstu efnahagsmálum.“ BankaeftirlitEvruríkin hafa nú þegar stigið nokkur skref í þessa átt, og í gær kynnti Barroso frumvörp framkvæmdastjórnarinnar um sameiginlegt fjármálaeftirlit, sem á að taka til starfa strax um næstu áramót. Samkvæmt þessum hugmyndum fær Seðlabanki Evrópusambandsins verulega aukin völd og eftirlit með starfsemi banka verður stóreflt, en það verður gert í samvinnu við fjármálaeftirlitsstofnanir aðildarríkjanna. Sameiginlegt fjármálaeftirlit segir Barroso hins vegar að sé aðeins fyrsti áfanginn í áttina að raunverulegu bankabandalagi Evrópusambandsins. Hann segir ekkert standa í vegi fyrir því að strax verði byrjað á mikilvægum breytingum, sem ekki krefjast sáttmálabreytinga: „Með núverandi sáttmálum er strax hægt að hefjast handa við að koma á djúptæku og raunverulegu efnahags- og myntbandalagi, en síðan verður einungis hægt að klára það verk með því að gera breytingar á sáttmálunum.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Við skulum ekki vera hrædd við þessi orð: Við þurfum að fikra okkur í áttina að nánara sambandi þjóðríkja,“ sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flutti á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í gær. Hann segir að nánara stjórnmálasamband ríkjanna krefjist þess að breytingar verði gerðar á stofnsáttmála ESB og boðar að framkvæmdastjórnin muni kynna tillögur sínar að slíkum breytingum fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Þungt í vöfum„Ég á ekki auðvelt með að segja þetta, því öll vitum við hve erfitt hefur reynst að breyta sáttmálunum,“ sagði hann. Allar breytingar á sáttmálunum eru þungar í vöfum og taka yfirleitt mörg ár, því öll aðildarríkin þurfa að samþykkja þær og sum ríkjanna hafa kosið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Almenningur hefur ítrekað tafið og jafnvel komið í veg fyrir breytingar, sem bæði framkvæmdastjórnin og leiðtogaráðið hafa verið sammála um að gera þurfi á sáttmálunum. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um neitt ofurríki. Sambandinu sé ekki beint gegn þjóðríkjunum: „Á tímum alþjóðavæðingar þýðir sameiginlegt fullveldi meiri völd, ekki minni.“ KerfisgallarÞað er fyrst og fremst evrukreppan mikla, skuldakreppa evruríkjanna, sem að mati Barroso kallar á þessar breytingar. Kerfisgallar hafi verið á Efnahags- og myntbandalagi ESB frá upphafi, en úr því þurfi nú að bæta. „Kreppan hefur leitt í ljós, að á meðan bankar urðu yfirþjóðlegir þá voru reglurnar og eftirlitið áfram þjóðbundið. Og þegar allt fór úrskeiðis, þá voru það skattgreiðendur sem sátu uppi með reikninginn,“ sagði Barroso. Rökin fyrir þessum breytingum sagði hann vera augljós: „Efnahagsákvarðanir eins aðildarríkis hafa áhrif á hin ríkin,“ sagði hann. „Við þurfum öflugri og meira bindandi ramma utan um ákvarðanatöku þjóðríkjanna í helstu efnahagsmálum.“ BankaeftirlitEvruríkin hafa nú þegar stigið nokkur skref í þessa átt, og í gær kynnti Barroso frumvörp framkvæmdastjórnarinnar um sameiginlegt fjármálaeftirlit, sem á að taka til starfa strax um næstu áramót. Samkvæmt þessum hugmyndum fær Seðlabanki Evrópusambandsins verulega aukin völd og eftirlit með starfsemi banka verður stóreflt, en það verður gert í samvinnu við fjármálaeftirlitsstofnanir aðildarríkjanna. Sameiginlegt fjármálaeftirlit segir Barroso hins vegar að sé aðeins fyrsti áfanginn í áttina að raunverulegu bankabandalagi Evrópusambandsins. Hann segir ekkert standa í vegi fyrir því að strax verði byrjað á mikilvægum breytingum, sem ekki krefjast sáttmálabreytinga: „Með núverandi sáttmálum er strax hægt að hefjast handa við að koma á djúptæku og raunverulegu efnahags- og myntbandalagi, en síðan verður einungis hægt að klára það verk með því að gera breytingar á sáttmálunum.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira