Fréttaskýring: Hvert stefnir Evrópusambandið? 13. september 2012 10:00 Jose Manuel Barroso Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins flytur stefnuræðu sína á fundi Evrópuþingsins. nordicphotos/AFP „Við skulum ekki vera hrædd við þessi orð: Við þurfum að fikra okkur í áttina að nánara sambandi þjóðríkja,“ sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flutti á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í gær. Hann segir að nánara stjórnmálasamband ríkjanna krefjist þess að breytingar verði gerðar á stofnsáttmála ESB og boðar að framkvæmdastjórnin muni kynna tillögur sínar að slíkum breytingum fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Þungt í vöfum„Ég á ekki auðvelt með að segja þetta, því öll vitum við hve erfitt hefur reynst að breyta sáttmálunum,“ sagði hann. Allar breytingar á sáttmálunum eru þungar í vöfum og taka yfirleitt mörg ár, því öll aðildarríkin þurfa að samþykkja þær og sum ríkjanna hafa kosið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Almenningur hefur ítrekað tafið og jafnvel komið í veg fyrir breytingar, sem bæði framkvæmdastjórnin og leiðtogaráðið hafa verið sammála um að gera þurfi á sáttmálunum. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um neitt ofurríki. Sambandinu sé ekki beint gegn þjóðríkjunum: „Á tímum alþjóðavæðingar þýðir sameiginlegt fullveldi meiri völd, ekki minni.“ KerfisgallarÞað er fyrst og fremst evrukreppan mikla, skuldakreppa evruríkjanna, sem að mati Barroso kallar á þessar breytingar. Kerfisgallar hafi verið á Efnahags- og myntbandalagi ESB frá upphafi, en úr því þurfi nú að bæta. „Kreppan hefur leitt í ljós, að á meðan bankar urðu yfirþjóðlegir þá voru reglurnar og eftirlitið áfram þjóðbundið. Og þegar allt fór úrskeiðis, þá voru það skattgreiðendur sem sátu uppi með reikninginn,“ sagði Barroso. Rökin fyrir þessum breytingum sagði hann vera augljós: „Efnahagsákvarðanir eins aðildarríkis hafa áhrif á hin ríkin,“ sagði hann. „Við þurfum öflugri og meira bindandi ramma utan um ákvarðanatöku þjóðríkjanna í helstu efnahagsmálum.“ BankaeftirlitEvruríkin hafa nú þegar stigið nokkur skref í þessa átt, og í gær kynnti Barroso frumvörp framkvæmdastjórnarinnar um sameiginlegt fjármálaeftirlit, sem á að taka til starfa strax um næstu áramót. Samkvæmt þessum hugmyndum fær Seðlabanki Evrópusambandsins verulega aukin völd og eftirlit með starfsemi banka verður stóreflt, en það verður gert í samvinnu við fjármálaeftirlitsstofnanir aðildarríkjanna. Sameiginlegt fjármálaeftirlit segir Barroso hins vegar að sé aðeins fyrsti áfanginn í áttina að raunverulegu bankabandalagi Evrópusambandsins. Hann segir ekkert standa í vegi fyrir því að strax verði byrjað á mikilvægum breytingum, sem ekki krefjast sáttmálabreytinga: „Með núverandi sáttmálum er strax hægt að hefjast handa við að koma á djúptæku og raunverulegu efnahags- og myntbandalagi, en síðan verður einungis hægt að klára það verk með því að gera breytingar á sáttmálunum.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
„Við skulum ekki vera hrædd við þessi orð: Við þurfum að fikra okkur í áttina að nánara sambandi þjóðríkja,“ sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flutti á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í gær. Hann segir að nánara stjórnmálasamband ríkjanna krefjist þess að breytingar verði gerðar á stofnsáttmála ESB og boðar að framkvæmdastjórnin muni kynna tillögur sínar að slíkum breytingum fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Þungt í vöfum„Ég á ekki auðvelt með að segja þetta, því öll vitum við hve erfitt hefur reynst að breyta sáttmálunum,“ sagði hann. Allar breytingar á sáttmálunum eru þungar í vöfum og taka yfirleitt mörg ár, því öll aðildarríkin þurfa að samþykkja þær og sum ríkjanna hafa kosið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Almenningur hefur ítrekað tafið og jafnvel komið í veg fyrir breytingar, sem bæði framkvæmdastjórnin og leiðtogaráðið hafa verið sammála um að gera þurfi á sáttmálunum. Hann tók fram að hann væri ekki að tala um neitt ofurríki. Sambandinu sé ekki beint gegn þjóðríkjunum: „Á tímum alþjóðavæðingar þýðir sameiginlegt fullveldi meiri völd, ekki minni.“ KerfisgallarÞað er fyrst og fremst evrukreppan mikla, skuldakreppa evruríkjanna, sem að mati Barroso kallar á þessar breytingar. Kerfisgallar hafi verið á Efnahags- og myntbandalagi ESB frá upphafi, en úr því þurfi nú að bæta. „Kreppan hefur leitt í ljós, að á meðan bankar urðu yfirþjóðlegir þá voru reglurnar og eftirlitið áfram þjóðbundið. Og þegar allt fór úrskeiðis, þá voru það skattgreiðendur sem sátu uppi með reikninginn,“ sagði Barroso. Rökin fyrir þessum breytingum sagði hann vera augljós: „Efnahagsákvarðanir eins aðildarríkis hafa áhrif á hin ríkin,“ sagði hann. „Við þurfum öflugri og meira bindandi ramma utan um ákvarðanatöku þjóðríkjanna í helstu efnahagsmálum.“ BankaeftirlitEvruríkin hafa nú þegar stigið nokkur skref í þessa átt, og í gær kynnti Barroso frumvörp framkvæmdastjórnarinnar um sameiginlegt fjármálaeftirlit, sem á að taka til starfa strax um næstu áramót. Samkvæmt þessum hugmyndum fær Seðlabanki Evrópusambandsins verulega aukin völd og eftirlit með starfsemi banka verður stóreflt, en það verður gert í samvinnu við fjármálaeftirlitsstofnanir aðildarríkjanna. Sameiginlegt fjármálaeftirlit segir Barroso hins vegar að sé aðeins fyrsti áfanginn í áttina að raunverulegu bankabandalagi Evrópusambandsins. Hann segir ekkert standa í vegi fyrir því að strax verði byrjað á mikilvægum breytingum, sem ekki krefjast sáttmálabreytinga: „Með núverandi sáttmálum er strax hægt að hefjast handa við að koma á djúptæku og raunverulegu efnahags- og myntbandalagi, en síðan verður einungis hægt að klára það verk með því að gera breytingar á sáttmálunum.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira