Erlent Enn loga eldar í Venesúela Enn loga eldar í olíuhreinsistöðinni sem sprakk í Venesúela í gær. Slökkviliðsmenn berjast nú við elda tveimur olíugeymum. Erlent 27.8.2012 07:42 Jarðskálfti við El Salvador Jarðskjálfti upp á sjö komma þrjú stig varð við strendur El Salvador í nótt. Skjálftamiðjan var rúmlega hundrað kílómetra suðvestan við San Miguel en upptök hans voru á fimmtíu og þriggja kílómetra dýpi. Erlent 27.8.2012 07:37 Jarðarbúar gætu þurft að gerast grænmetisætur Vísindamenn gáfu nýverið út allra alvarlegustu viðvaranir sem hingað til hafa verið gefnar um matarbirgðar heimsins. Þeir telja að heimsbyggðin eins og hún leggur sig þurfi mögulega að gerast grænmetisætur innan 40 ára. Erlent 26.8.2012 20:13 Ísak veldur manntjóni Ríkisstjórinn í Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hitabeltisstormsins Ísaks sem stefnir nú á ríkið. Ísak virðist vera að breytast í fellibyl og gæti valdið miklu tjóni þegar hann nær Flórída. Erlent 26.8.2012 17:53 Tvær stúlkur úr Pussy Riot flýja Rússland Tveir stúlkur úr pönksveitinni Pussy Riot hafa flúið Rússland til að sleppa undan saksókn. Stúlkurnar tvær tóku þátt í pönk-bæna gjörningnum í dómkirkju í febrúar. Erlent 26.8.2012 13:39 Skipulagðar aftökur í Sýrlandi Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að hundruð líka hafi fundist í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus. Saka þeir stjórnarhermenn um fjöldamorð og segja greinilegt að margir hinna látnu hafi verið teknir af lífi með skipulögðum hætti. Erlent 26.8.2012 12:48 Segja Bretland hætt við að ráðast inn í sendiráðið Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir að bresk stjórnvöld hafi dregið til baka hótun sína um að ráðast inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian Assange. Assange, forsprakki Wikileaks, leitaði skjóls í sendiráðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum til þess að komast hjá framsali til Svíþjóðar. Þarlend lögregluyfirvöld vilja yfirheyra hann vegna ásakana um kynferðisofbeldi en Assange óttast að verða framseldur þaðan til Bandaríkjanna. Ekvadorar brugðust ókvæða við þegar Bretar hótuðu því að ráðast inn í sendiráðið skömmu eftir að Assange var veitt hæli í Ekvador. Nú segist Correa hafa fengið skilaboð frá utanríkisráðuneytinu breska að ekki standi til að láta til skarar skríða. Erlent 26.8.2012 10:39 Neil Armstrong er látinn Neil Armstrong, geimfarinn sem fyrstur steig fæti á tunglið, er látinn 82 ára að aldri. Fjölskylda hans segir hann hafa látist í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrr í þessum mánuði til að opna stíflaðar kransæðar. Erlent 25.8.2012 19:58 Ísak gengur yfir Haiti Hitabeltisstormurinn Ísak gengur nú yfir Haiti. Þar er búið að spá miklum aurskriðum og flóðum. Óttast er um fjölda fólks, sérstaklega þá 400 þúsund íbúa sem enn búa í brágðabirgðatjöldum eftir jarðskjálftann mikla árið 2010. Erlent 25.8.2012 17:08 Tígur slapp úr búri og drap dýragarðsvörð Tígrísdýr réðist á dýragarðsvörð í borginni Köln í Þýskalandi og drap hann í dag. Vörðurinn var 43 ára kona. Erlent 25.8.2012 16:32 Norðmenn ánægðir með dóminn yfir Breivik Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Breivik sem í gær var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi fyrir fjöldamorðin í Útey og sprengjuárásina í Osló í fyrra. Erlent 25.8.2012 12:28 Sprenging í olíuhreinsistöð Að minnsta kosti sjö eru látnir og tugir eru slasaðir eftir að sprenging varð í olíuhreinsistöð í Venúsúela í nótt. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að enn logi miklir eldar á svæðinu en ekki sé óttast um að ferkari sprengingar verði. Olíuhreinsistöðin nefnist Amuay og er í norðurhluta landsins. Rafael Ramirez, orkumálaráðherra landsins, segir gasleka hafa valdið sprengingunni. Í Venesúela er framleitt mest af olíu í Suður-Ameríku en fjöldi slysa og dauðsfalla tengist framleiðslunni. Erlent 25.8.2012 10:08 Bærinn íhugar skaðabótamál Bæjaryfirvöld í bænum Borja á Spáni er nokkur vandi á höndum eftir að áttatíu og eins árs kona, Cecilia Giménez að nafni, ætlaði að endurbæta aldargamalt málverk af Jesú Kristi á vegg kirkju einnar í bænum með misheppnuðum árangri. Erlent 25.8.2012 08:00 Biður Merkel um lengri frest Angela Merkel Þýskalandskanslari ítrekaði í gær að hún teldi að Grikkland ætti ekki að yfirgefa evrusvæðið, þrátt fyrir alvarlegan skuldavanda sem hefur valdið evrusvæðinu öllu verulegu tjóni. Erlent 25.8.2012 07:00 Flóðhesturinn Solly drapst Flóðhesturinn Solly, sem hafði setið fastur í sundlaug í Limpopo í Suður-Afríku í þrjá daga, drapst í gær áður en björgunarsveitir gátu náð honum upp úr. Erlent 25.8.2012 02:00 Sagður plataður til Moskvu Iraida Spasskaja, systir rússneska stórmeistarans Boris Spasskí, segist sannfærð um að hann hafi ekki flúið til Moskvu í síðustu viku heldur hafi honum verið rænt þegar eiginkona hans brá sér af heimili þeirra. Erlent 25.8.2012 00:15 Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Erlent 25.8.2012 00:15 Cecília tjáir sig um misheppnaðar endurbætur Gamlan konan í spænska smábænum Zaragoza, Cecilia Giménez að nafni, vakti heimsathygli á dögunum eftir að hún afskræmdi aldagamla fresku. Myndin er á kalkvegg í kirkju bæjarins. Cecilia, sem á níræðisaldri, ákvað að lífga upp á myndina enda var hún illa farin eftir rakaskemmdir. Erlent 24.8.2012 23:15 Leyndardómar Curiosity opinberaðir Verkfræðingar NASA hafa svipt hulunni af leyndardómum vitjeppans Curiosity sem nú dólar sér í auðninni á Mars. Nú hefur komið í ljós að Curiosty fékk vasapening með í för. Erlent 24.8.2012 22:30 Myrti fyrst yfirmanninn sinn Skotmaðurinn sem var skotinn til bana í New York í morgun, eftir að hafa myrt tvo og sært níu, skaut fyrst yfirmanninn sinn sem hafði rekið hann úr vinnu á síðasta ári.. Þetta kemur fram á fréttavef New York Post þar sem einnig er rætt við sjónarvotta og særða. Erlent 24.8.2012 15:16 Skotmaður drepinn - minnsta kosti tveir látnir Óður skotmaður virðist hafa skotið að minnsta kosti tíu einstaklinga fyrir utan Empire State bygginguna í New York samkvæmt fréttastofunni CNN. Meðal annars skaut maðurinn gangandi vegfaranda í höfuðið sem hann elti uppi. Óvopnaður öryggisvörður elti manninn þegar hann ætlaði að flýja af vettvangi. Síðar kom lögreglan og virðist hún hafa skotið manninn til dauða. Erlent 24.8.2012 14:12 Fimm skotnir við Empire state bygginguna Minnsta kosti fimm einstaklingar hafa verið skotnir fyrir utan Empire State bygginguna í New York en samkvæmt fréttastofunni CNN átti árásin sér stað fyrir um klukkan eitt í dag að íslenskum tíma, eða rúmlega níu um morguninn í New York. Erlent 24.8.2012 13:42 Erfiðum réttarhöldum lokið Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Erlent 24.8.2012 12:30 Grænfriðungar ganga um borð í olíuborpall Hópur grænfriðunga gekk um borð í rússneskan olíuborpall við Grænland í morgun. Borpallurinn er á vegum olíufélagsins Cairn Energy en hann hefur leitað að olíu við vesturströnd Grænlands undanfarið. Erlent 24.8.2012 10:00 Breivik sakhæfur - lífstíðar fangelsi Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur verið dæmdur sakhæfur og að hann hafi ekki verið haldinn geðrofi þegar hann framdi ódæðisverk sín á síðasta ári. Þetta tilkynnti dómari í máli hans í Ósló nú fyrir skömmu. Erlent 24.8.2012 08:07 Aldagömul ráðgáta leyst í Noregi Aldagömul ráðgáta verður leyst í Noreg í dag. Þá mun Kjell Volheim, safnvörður í Guðbrandsdal, opna böggul sem hefur verið lokaður í heila öld. Saga og dulúð pakkans hefur heillað Norðmenn um áraraðir en forsögu hans má rekja til Johans nokkurs Nygaard, fyrsta bæjarstjóra í Sel í Upplöndum. Erlent 24.8.2012 07:59 Reyndu að smygla sæhestum úr landi Lögreglan í Perú lagði hald á sextán þúsund þurrkaða sæhesta í nótt. Smyglarar höfðu reynt að koma þeim úr landi en talið er að farmurinn hafi verið á leið til Kína og Japan. Erlent 24.8.2012 07:16 Fundu gleymdar útrýmingarbúðir Hópur fornleifafræðinga hefur fundið sextíu og níu ára gamlar útrýmingarbúðir í austur-Póllandi. Nasistar jöfnuðu búðirnar við jörðu og reyndu að eyða öllum ummerkjum um þau voðaverk sem þar voru framin. Erlent 24.8.2012 07:14 Hitabeltisstormurinn Isaac nálgast Yfirvöld á Haiti og í Dómíníska lýðveldinu undirbúa sig nú fyrir komu hitabeltisstormsins Isaac. Óttast er að Isaac muni sækja í sig veðrið á næstu dögum og verði orðin að fellibyl þegar hann nálgast strendur landanna. Erlent 24.8.2012 06:33 Dómur yfir Breivik í dag Dómur verður kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivk í dag. Búist er við fjölmenni við dómshúsið í miðborg Ósló en aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstaddir dómsuppkvaðninguna. Erlent 24.8.2012 06:29 « ‹ ›
Enn loga eldar í Venesúela Enn loga eldar í olíuhreinsistöðinni sem sprakk í Venesúela í gær. Slökkviliðsmenn berjast nú við elda tveimur olíugeymum. Erlent 27.8.2012 07:42
Jarðskálfti við El Salvador Jarðskjálfti upp á sjö komma þrjú stig varð við strendur El Salvador í nótt. Skjálftamiðjan var rúmlega hundrað kílómetra suðvestan við San Miguel en upptök hans voru á fimmtíu og þriggja kílómetra dýpi. Erlent 27.8.2012 07:37
Jarðarbúar gætu þurft að gerast grænmetisætur Vísindamenn gáfu nýverið út allra alvarlegustu viðvaranir sem hingað til hafa verið gefnar um matarbirgðar heimsins. Þeir telja að heimsbyggðin eins og hún leggur sig þurfi mögulega að gerast grænmetisætur innan 40 ára. Erlent 26.8.2012 20:13
Ísak veldur manntjóni Ríkisstjórinn í Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hitabeltisstormsins Ísaks sem stefnir nú á ríkið. Ísak virðist vera að breytast í fellibyl og gæti valdið miklu tjóni þegar hann nær Flórída. Erlent 26.8.2012 17:53
Tvær stúlkur úr Pussy Riot flýja Rússland Tveir stúlkur úr pönksveitinni Pussy Riot hafa flúið Rússland til að sleppa undan saksókn. Stúlkurnar tvær tóku þátt í pönk-bæna gjörningnum í dómkirkju í febrúar. Erlent 26.8.2012 13:39
Skipulagðar aftökur í Sýrlandi Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að hundruð líka hafi fundist í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus. Saka þeir stjórnarhermenn um fjöldamorð og segja greinilegt að margir hinna látnu hafi verið teknir af lífi með skipulögðum hætti. Erlent 26.8.2012 12:48
Segja Bretland hætt við að ráðast inn í sendiráðið Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir að bresk stjórnvöld hafi dregið til baka hótun sína um að ráðast inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian Assange. Assange, forsprakki Wikileaks, leitaði skjóls í sendiráðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum til þess að komast hjá framsali til Svíþjóðar. Þarlend lögregluyfirvöld vilja yfirheyra hann vegna ásakana um kynferðisofbeldi en Assange óttast að verða framseldur þaðan til Bandaríkjanna. Ekvadorar brugðust ókvæða við þegar Bretar hótuðu því að ráðast inn í sendiráðið skömmu eftir að Assange var veitt hæli í Ekvador. Nú segist Correa hafa fengið skilaboð frá utanríkisráðuneytinu breska að ekki standi til að láta til skarar skríða. Erlent 26.8.2012 10:39
Neil Armstrong er látinn Neil Armstrong, geimfarinn sem fyrstur steig fæti á tunglið, er látinn 82 ára að aldri. Fjölskylda hans segir hann hafa látist í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrr í þessum mánuði til að opna stíflaðar kransæðar. Erlent 25.8.2012 19:58
Ísak gengur yfir Haiti Hitabeltisstormurinn Ísak gengur nú yfir Haiti. Þar er búið að spá miklum aurskriðum og flóðum. Óttast er um fjölda fólks, sérstaklega þá 400 þúsund íbúa sem enn búa í brágðabirgðatjöldum eftir jarðskjálftann mikla árið 2010. Erlent 25.8.2012 17:08
Tígur slapp úr búri og drap dýragarðsvörð Tígrísdýr réðist á dýragarðsvörð í borginni Köln í Þýskalandi og drap hann í dag. Vörðurinn var 43 ára kona. Erlent 25.8.2012 16:32
Norðmenn ánægðir með dóminn yfir Breivik Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Breivik sem í gær var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi fyrir fjöldamorðin í Útey og sprengjuárásina í Osló í fyrra. Erlent 25.8.2012 12:28
Sprenging í olíuhreinsistöð Að minnsta kosti sjö eru látnir og tugir eru slasaðir eftir að sprenging varð í olíuhreinsistöð í Venúsúela í nótt. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að enn logi miklir eldar á svæðinu en ekki sé óttast um að ferkari sprengingar verði. Olíuhreinsistöðin nefnist Amuay og er í norðurhluta landsins. Rafael Ramirez, orkumálaráðherra landsins, segir gasleka hafa valdið sprengingunni. Í Venesúela er framleitt mest af olíu í Suður-Ameríku en fjöldi slysa og dauðsfalla tengist framleiðslunni. Erlent 25.8.2012 10:08
Bærinn íhugar skaðabótamál Bæjaryfirvöld í bænum Borja á Spáni er nokkur vandi á höndum eftir að áttatíu og eins árs kona, Cecilia Giménez að nafni, ætlaði að endurbæta aldargamalt málverk af Jesú Kristi á vegg kirkju einnar í bænum með misheppnuðum árangri. Erlent 25.8.2012 08:00
Biður Merkel um lengri frest Angela Merkel Þýskalandskanslari ítrekaði í gær að hún teldi að Grikkland ætti ekki að yfirgefa evrusvæðið, þrátt fyrir alvarlegan skuldavanda sem hefur valdið evrusvæðinu öllu verulegu tjóni. Erlent 25.8.2012 07:00
Flóðhesturinn Solly drapst Flóðhesturinn Solly, sem hafði setið fastur í sundlaug í Limpopo í Suður-Afríku í þrjá daga, drapst í gær áður en björgunarsveitir gátu náð honum upp úr. Erlent 25.8.2012 02:00
Sagður plataður til Moskvu Iraida Spasskaja, systir rússneska stórmeistarans Boris Spasskí, segist sannfærð um að hann hafi ekki flúið til Moskvu í síðustu viku heldur hafi honum verið rænt þegar eiginkona hans brá sér af heimili þeirra. Erlent 25.8.2012 00:15
Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Erlent 25.8.2012 00:15
Cecília tjáir sig um misheppnaðar endurbætur Gamlan konan í spænska smábænum Zaragoza, Cecilia Giménez að nafni, vakti heimsathygli á dögunum eftir að hún afskræmdi aldagamla fresku. Myndin er á kalkvegg í kirkju bæjarins. Cecilia, sem á níræðisaldri, ákvað að lífga upp á myndina enda var hún illa farin eftir rakaskemmdir. Erlent 24.8.2012 23:15
Leyndardómar Curiosity opinberaðir Verkfræðingar NASA hafa svipt hulunni af leyndardómum vitjeppans Curiosity sem nú dólar sér í auðninni á Mars. Nú hefur komið í ljós að Curiosty fékk vasapening með í för. Erlent 24.8.2012 22:30
Myrti fyrst yfirmanninn sinn Skotmaðurinn sem var skotinn til bana í New York í morgun, eftir að hafa myrt tvo og sært níu, skaut fyrst yfirmanninn sinn sem hafði rekið hann úr vinnu á síðasta ári.. Þetta kemur fram á fréttavef New York Post þar sem einnig er rætt við sjónarvotta og særða. Erlent 24.8.2012 15:16
Skotmaður drepinn - minnsta kosti tveir látnir Óður skotmaður virðist hafa skotið að minnsta kosti tíu einstaklinga fyrir utan Empire State bygginguna í New York samkvæmt fréttastofunni CNN. Meðal annars skaut maðurinn gangandi vegfaranda í höfuðið sem hann elti uppi. Óvopnaður öryggisvörður elti manninn þegar hann ætlaði að flýja af vettvangi. Síðar kom lögreglan og virðist hún hafa skotið manninn til dauða. Erlent 24.8.2012 14:12
Fimm skotnir við Empire state bygginguna Minnsta kosti fimm einstaklingar hafa verið skotnir fyrir utan Empire State bygginguna í New York en samkvæmt fréttastofunni CNN átti árásin sér stað fyrir um klukkan eitt í dag að íslenskum tíma, eða rúmlega níu um morguninn í New York. Erlent 24.8.2012 13:42
Erfiðum réttarhöldum lokið Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan. Erlent 24.8.2012 12:30
Grænfriðungar ganga um borð í olíuborpall Hópur grænfriðunga gekk um borð í rússneskan olíuborpall við Grænland í morgun. Borpallurinn er á vegum olíufélagsins Cairn Energy en hann hefur leitað að olíu við vesturströnd Grænlands undanfarið. Erlent 24.8.2012 10:00
Breivik sakhæfur - lífstíðar fangelsi Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur verið dæmdur sakhæfur og að hann hafi ekki verið haldinn geðrofi þegar hann framdi ódæðisverk sín á síðasta ári. Þetta tilkynnti dómari í máli hans í Ósló nú fyrir skömmu. Erlent 24.8.2012 08:07
Aldagömul ráðgáta leyst í Noregi Aldagömul ráðgáta verður leyst í Noreg í dag. Þá mun Kjell Volheim, safnvörður í Guðbrandsdal, opna böggul sem hefur verið lokaður í heila öld. Saga og dulúð pakkans hefur heillað Norðmenn um áraraðir en forsögu hans má rekja til Johans nokkurs Nygaard, fyrsta bæjarstjóra í Sel í Upplöndum. Erlent 24.8.2012 07:59
Reyndu að smygla sæhestum úr landi Lögreglan í Perú lagði hald á sextán þúsund þurrkaða sæhesta í nótt. Smyglarar höfðu reynt að koma þeim úr landi en talið er að farmurinn hafi verið á leið til Kína og Japan. Erlent 24.8.2012 07:16
Fundu gleymdar útrýmingarbúðir Hópur fornleifafræðinga hefur fundið sextíu og níu ára gamlar útrýmingarbúðir í austur-Póllandi. Nasistar jöfnuðu búðirnar við jörðu og reyndu að eyða öllum ummerkjum um þau voðaverk sem þar voru framin. Erlent 24.8.2012 07:14
Hitabeltisstormurinn Isaac nálgast Yfirvöld á Haiti og í Dómíníska lýðveldinu undirbúa sig nú fyrir komu hitabeltisstormsins Isaac. Óttast er að Isaac muni sækja í sig veðrið á næstu dögum og verði orðin að fellibyl þegar hann nálgast strendur landanna. Erlent 24.8.2012 06:33
Dómur yfir Breivik í dag Dómur verður kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivk í dag. Búist er við fjölmenni við dómshúsið í miðborg Ósló en aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstaddir dómsuppkvaðninguna. Erlent 24.8.2012 06:29