Erlent

Endeavour: Síðasta ferðin ofurhæg

Fella þurfti fjögur hundruð tré, þrátt fyrir mótmæli íbúa, og taka rafmagnið af nærliggjandi rafmagnslínum til þess að ferja geimskutluna Endeavour síðustu tuttugu kílómetrana sína af þeim 185 milljónum kílómetra sem skutlan hefur ferðast.

Erlent

Brahimi reynir að miðla málum

Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins í Sýrlandi, er kominn til Tyrklands. Hann mun funda með ráðamönnum í Ankara, höfuðborg Tyrklands, seinna í dag.

Erlent

Rússar neita vopnaflutningum

Rússar segja að flugvél sem Tyrkir stöðvuðu á leið sinni frá Rússlandi til Sýrlands hafi ekki verið að flytja vopn. Löglegur ratsjárbúnaður hafi verið í vélinni. Tyrkir og Sýrlendingar hafa deilt um það hvað nákvæmlega var í vélinni, en Tyrkir segja að um einhvers konar varnarbúnað hafi verið að ræða.

Erlent

Aldrei fleiri nauðganir tilkynntar í Ósló

Tilkynningum um nauðganir og nauðgunartilraunir hefur fjölgað stöðugt hjá lögreglunni í Ósló síðasta áratug og þær hafa aldrei verið fleiri en einmitt í fyrra. Dagbladet segir frá þessu á vef sínum.

Erlent

Stórt skref í átt að bættu öryggi sjómanna

Aðildarþjóðir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar hafa náð samkomulagi um staðfestingu á svonefndri Torremolios samþykkt. Það þykir eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í átt að bættu öryggi sjómanna á fiskiskipum á heimsvísu.

Erlent

Dæmd í 99 ára fangelsi

Dómstóll í Dallas í Bandaríkjunum dæmdi í dag 23 ára gamla konu til 99 ára fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt tveggja ára gamalli dóttur sinni í september á síðasta ári.

Erlent

Undarlegt grjót fannst á Mars

Vitjeppinn Curiosity hefur nú hafið vettvangsrannsóknir sínar á Mars. Fyrstu niðurstöðurnar er komnar í hús en þær hafa vægast sagt komið vísindamönnum í opna skjöldu.

Erlent

Sló í brýnu milli mótmælenda

Það sló í brýnu milli fylgismanna Mohammed Mursi, forseta Egyptalands, og andstæðinga hans á Frelsistorginu í Kaíró í dag. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa beitt forsetatilskipun um að ríkissaksóknari Egyptalands yrði gerður að erindreka landsins í Páfagarði.

Erlent

Boða byltingu í greiningu brjóstakrabbameins

Áætlað er að um fjörutíu þúsund konur látist úr brjóstakrabbameini árlega. Bandarískt nýsköpunarfyrirtæki boðar nú byltingu í greiningu sjúkdómsins. Breast Tissue Screening Bra býður upp á stöðuga skimun eftir æxlum og öðrum einkennum krabbameins.

Erlent

Sacha Baron Cohen á að leika Freddy Mercury

Ákveðið hefur verið að gamanleikarinn Sacha Baron Cohen, best þekktur sem persónan Borat, taki að sér hlutverk Freddy Mercury í nýrri kvikmynd um þennan litríka söngvara hljómsveitarinnar The Queen.

Erlent

Romney eykur forskot sitt á Obama

Ný skoðanakönnun á vegum Reuters/Ipsos sýnir að Mitt Romney hefur aukið forskot sitt á Barack Obama á landsvísu í kosningabaráttuni um forsetaembætti Bandaríkjanna.

Erlent

Dómarar segjast sjálfstæðir

Dómararnir þrír, sem í vikunni staðfestu tveggja ára fangelsisdóm yfir tveimur af þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot, gripu til þess óvenjulega ráðs í gær að verja gerðir sínar opinberlega. Dómi þriðju konunnar var breytt í skilorðsbundið fangelsi.

Erlent

Romney enn á mikilli siglingu

Repúblikaninn Mitt Romney er enn á flugi í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hefur jafnvel mælst með meira fylgi en Barack Obama, sitjandi forseti, á landsvísu.

Erlent

Grikkir þurfa lengri frest

Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að sýna þurfi Grikkjum meiri þolinmæði. Þeir ráði ekki við að koma fjármálum sínum í lag á þeim skamma tíma sem Evrópusambandið og AGS hafa hingað til viljað veita þeim.

Erlent

Öryggi flugfarþega ógnað

Félag sænskra flugmanna og ECA, félag evrópskra flugmanna, segja nýjar tillögur EASA, flugumferðarstjórnar Evrópusambandsins, ógna öryggi flugfarþega.

Erlent

Hrekja fólk af heimilum

Þann 3. mars árið 2010 varð sjötug kona, Wang Cuiyan að nafni, undir skurðgröfu þegar nokkrir tugir verkamanna unnu að því að rífa niður hús hennar í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Í rauninni var hún grafin lifandi.

Erlent

Rússnesk vopn á leið til Sýrlands

Vopn og skotfæri voru um borð í sýrlenskri farþegaflugvél sem gert var að lenda í tyrknesku borginni Ankara í gær. Nær öruggt þykir að vopnin hafi verið á leið til sýrlenska stjórnarhersins.

Erlent

Tekinn af lífi í Texas

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum tóku 44 ára gamlan mann af lífi í nótt. Verjendur héldu því fram að maðurinn væri í raun andlega fatlaður og að hann hefði ekki verið ábyrgur gjörða sinn þegar hann myrti tólf ára gamla stúlku árið 2000.

Erlent