Erlent

Nokkrir fórust þegar hraðbrautargöng hrundu í Japan

Nokkur illa brennd lík hafa fundist í hraðbrautargöngum í Japan en hluti af þeim hrundi saman snemma í morgun. Enn er sjö manns saknað úr göngunum en björgunarsveitir hafa ekki getað komist inn í göngin vegna hættu á frekara hruni í þeim.

Erlent

Særingarmönnum fjölgað um helming í Mílanó

Kaþólska kirkjan hefur neyðst til að tvöfalda fjölda særingarmanna í Milanó á Ítalíu. Þar að auki hefur kirkjan auglýst sérstakt símanúmer þar sem andsetnir einstaklingar geta haft samband við særingarmenn.

Erlent

Hassklúbbur í húsnæði McDonalds í Esbjerg

Hassklúbbur er til staðar í húsnæði McDonalds hamborgarakeðjunnar við Torvet í miðbæ Esbjerg í Danmörku. Þar með fer hin ólöglega starfsemi í klúbbnum fram í örfárra metra fjarlægð frá börnum og unglingum í borginni.

Erlent

Vísindamenn sefa ótta

Rúm tíu ár eru liðin síðan David Morrison, ein fremsti geimlíffræðingur veraldar, hóf að svara spurningum frá fólki er varða mögulegan heimsendi þann 21. desember næstkomandi.

Erlent

Stúdentar öskra í geimnum

Stúdentar við Cambridge-háskóla Á Englandi leggja nú lokahönd á verkefni sem mun endanlega skera úr um hvort að kenning breska eðlisfræðingsins Roberts Boyle um að hljóð ferðist ekki um lofttæmi.

Erlent

Curiosity biður fólk um að róa sig

Vitjeppinn Curiosity hefur biðlað til fólks um halda ró sinni vegna væntanlegra tíðinda frá vísindamönnum NASA. Fyrr í vikunni greindi bandaríski fjölmiðillinn NPR frá því að tíðindin yrðu söguleg.

Erlent

Ætla að draga Ísraela til ábyrgðar

„Þetta er miklu meira en formsatriði,“ segir Mustafa Barghouti um áheyrnaraðild Palestínuríkis að allsherjarþingi SÞ. Nú munu Palestínumenn sækja um aðild að stofnunum SÞ, þar á meðal stríðsglæpadómstólnum í Hollandi til að draga Ísrael til ábyrgðar fyrir

Erlent

Ís og lífræn efni á Merkúr

Messenger, könnunarfar bandarísku geimferðastofnunarinnar, hefur sent til jarðar upplýsingar um að finna megi ís í skyggðum gígum nærri norðurpól plánetunnar. Yfir ísnum sé þunnt og dökkt lag af lífrænum efnum sem hylur ísinn á köflum.

Erlent

Stjórnarskrá gerð í kappi við dómsvald

Egypska stjórnlagaþingið hraðaði atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá af ótta við að hæstiréttur landsins ógilti stjórnlagaþingið. Samþykkt að sjaría-lög verði áfram grundvöllur stjórnskipunar. Frumvarpið verður borið undir þjóðina í kosningum.

Erlent

Rannsókn talin vera ómarktæk

Rannsókn franska vísindamannsins Gilles-Erics Séralini um skaðleg áhrif erfðabreyttra lífvera stenst ekki kröfur um vísindaleg vinnubrögð og er því ekki marktæk. Þetta segir Matvælastofnun Evrópu (EFSA) sem hefur skoðað rannsóknina ofan í kjölinn.

Erlent

Norðurljósin sífellt vinsælli

Vetrarferðamennska fer vaxandi í Svíþjóð og nú er útlit fyrir að í fyrsta sinn verði ferðamenn yfir vetrartímann fleiri en yfir sumartímann, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.

Erlent

Cameron andvígur lagasetningu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fellst ekki á meginniðurstöðu rannsóknarnefndar Brians Leveson, sem leggur til að sett verði lög um eftirlit með fjölmiðlum í Bretlandi.

Erlent

Stakk systur sína 100 sinnum

Réttarhöld hófust í gær í Lundi í Svíþjóð yfir sautján ára gömlum dreng sem er ákærður fyrir að myrða nítján ára gamla systur sína.

Erlent

Continental sýknað

Franskur áfrýjunarréttur hefur sýknað bandaríska flugfélagið Continental af manndrápsákæru vegna Concorde-flugslyssins sem kostaði 113 manns lífið.

Erlent

Myndbönd Pussy Riot verði fjarlægð

Samkvæmt úrskurði rússneskra dómstóla verður vefsíðum meinað að birta myndbönd hljómsveitarinnar Pussy Riot. Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hann felur í sér að aðgangur að myndböndunum verði takmarkaður á þeim grundvelli að meðlimir Pussy Riot séu öfgasinnar.

Erlent