Erlent

Abe kominn með meirihluta

Shinzo Abe fær annað tækifæri til að stjórna Japan eftir að flokkur hans, Lýðræðislegi demókrataflokkurinn, hlaut þingmeirihluta í kosningum sem haldnar voru um helgina. Abe var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2007 en síðan þá hafa sex forsætisráðherrar setið í Japan. Abe heitir því að standa harður gegn Kínverjum í deilum ríkjanna um yfirráð yfir smáeyjum í hafinu á milli þeirra.-

Erlent

Fólk lifir almennt lengur en er veikara

Í flestum löndum heims hefur dregið mjög úr barnadauða og fólk lifir almennt lengur nú en fyrir 20 árum. Hins vegar glímir fólk frekar við sjúkdóma og fatlanir. Þetta eru niðurstöðurnar úr umfangsmestu rannsókn á lífslíkum, sjúkdómum og dánarorsökum jarðarbúa sem gerð hefur verið.

Erlent

Fimmtíu ára aldursmunur á Berlusconi og nýju unnustunni

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í dag að hann hefði trúlofast ástkonu sinni, hinni 27 ára gömlu Francesca Pascale. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað ungfrúin er 50 árum yngri en Berlusconi.

Erlent

Hver var Adam Lanza?

Lanza hafði aldrei komist í kast við lögin. Fyrrverandi bekkjarfélagi segir hann hafa verið snilling.

Erlent

Alvöru Hungurleikar í bígerð

Bandaríska sjónvarpsstöðin CW tilkynnti í vikunni sem leið að von væri á raunveruleikaþætti sem minnir um margt á skáldsöguna um Hungurleikana.

Erlent

Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB fyrir 2015

Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, segir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrir næstu þingkosningar árið 2015, um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Hann ætti að búa sig undir það að Bretar yfirgefi sambandið.

Erlent

Börnin sem dóu voru sex og sjö ára gömul

Yfirvöld birtu núna í kvöld nöfn þeirra 26 einstaklinga sem fórust í gær þegar óður byssumaður gekk berserksgang í grunnskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. AP fréttastofan greinir frá því að allir þeir sex fullorðnu einstaklingar sem voru drepnir voru konur. Af þeim tuttugu börnum sem voru myrt, voru átta drengir og tólf stúlkur. Öll voru börnin sex og sjö ára gömul. Yfirvöld vinna nú að því að afla frekari upplýsinga um hinn 20 ára gamla Adam Lanza sem myrti börnin, en hann fyrirfór sér eftir að hann framdi ódæðið.

Erlent

Tíu þúsund manns fórust í skotárásum í Bandaríkjunum í fyrra

Síðastliðin þrjátíu ár hafa orðið 61 skotárás í Bandaríkjunum, þar sem meira en fjórar manneskjur hafa farist. Ellefu af þessum skotárásum hafa orðið í skólum. Skotárásin í Sandy Hook í Newtown í gær, þar sem 26 voru drepnir, er næstmannskæðasta skotárásin á eftir skotárásinni í Virgina Tech skólanum árið 2007. Þar fórust 32.

Erlent

Mandela fór í gallsteinaaðgerð

Nelson Mandela, fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku, fór í gallsteinaaðgerð í morgun. Ríkisstjórnin í Suður-Afríku gaf út yfirlýsingu um þetta í morgun. Aðgerðin heppnaðist vel og Mandela er á batavegi. Mandela, sem er 94 ára gamall, var lagður inn á spítala á laugardaginn með sýkingu í lunga. Rannsóknir leiddu í ljós að hann var með gallsteina og læknar ákváðu að fjarlægja þá um leið og hann hefði jafnað sig á sýkingunni.

Erlent