Fótbolti

Bilic vill halda áfram

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, vill gjarnan halda áfram í því starfi eftir að samningur hans rennur út í lok undankeppni HM 2010.

Fótbolti

Ronaldo ekki valinn í landsliðið

Ekkert reyndist hæft í þeim orðrómi að Ronaldo kynni að vera valinn í brasilíska landsliðið og segir landsliðsþjálfarinn ólíklegt að hann muni spila á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Fótbolti

Lögreglan mun ekki kæra Bellamy

Lögreglan í Manchester hefur ákveðið að kæra ekki Craig Bellamy, leikmann Manchester City, fyrir að slá til áhorfanda eftir leik liðsins gegn Manchester United um helgina.

Enski boltinn

Wenger: Arsenal betra en United og City

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri United, hefur mikla trú á sínu liði sem hann segir betra en bæði Manchester United og Manchester City þó svo að Arsenal hafi tapað fyrir báðum þessum liðum í upphafi tímabilsins.

Enski boltinn

Gunnar Már á leiðinni til Íslandsmeistara FH

Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni til Íslandsmeistara FH samkvæmt frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar Már á eitt ár eftir af samningi sínum við Grafarvogsliðið sem er fallið í 1. deild. Hann sjálfur vildi hvorki játa né neita þessum fréttum í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2.

Íslenski boltinn

Messi: Argentína kemst á HM

Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, segir að hann sé þess fullviss að Argentína komist á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Fótbolti

Stelpurnar unnu Rúmeníu 5-0 og eru komnar í milliriðil

Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í lokaleiknum sínum. Íslenska liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin komust áfram í næstu umferð. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í dag.

Íslenski boltinn

Teitur og lærisveinar hans í eldlínunni í nótt

Vancouver Whitecaps heldur áfram leið sinni að því að verja titil sinn í Norður-amerísku USL-1 deildinni undir stjórn Skagamannsins Teits Þórðarsonar en félagið mætir Carlolina RailHawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í nótt.

Fótbolti

Dacourt til Standard Liege

Olivier Dacourt hefur ákveðið að ganga til liðs við belgíska félagið Standard Liege en hann hefur verið samningslaus síðan hann hætti hjá Inter á Ítalíu í sumar.

Fótbolti