Fótbolti

Rooney og Moyes valdir bestir í janúar

Styrktaraðilar ensku úrvalsdeildarinnar tilkynntu veittu í dag verðlaun fyrir besta leikmann og besta knattspyrnustjóra janúarmánaðar og urðu framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United og stjórinn David Moyes hjá Everton fyrir valinu að þessu sinni.

Enski boltinn

Mourinho orðaður við Real Madrid

Portúgalinn Jose Mourinho gæti staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum næsta sumar. Heimildir herma nefnilega að Real Madrid vilji fá hann sem þjálfara næsta sumar.

Fótbolti

Mancini: Bridge er til í að spila

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að Wayne Bridge sé meira en til í að spila fótbolta í stað þess að velta sér upp úr kynlífshneykslinu sem hefur tröllriðið öllu á Bretlandseyjum síðustu daga.

Enski boltinn

Ronaldo vonast eftir afmælisgjöf frá spænsku aganefndinni

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, á 25 ára afmæli í dag og hann á sér óska afmælisgjöf frá aganefnd spænska knattspyrnusambandsins. Ronaldo vonast eftir því að fá leikbann sitt helmingað þannig að hann geti spilað með Real á móti Espanyol á morgun.

Fótbolti

Reina: Hugsum nú bara um að vinna Everton

Markvörðurinn Pepe Reina hjá Liverpool segir liðið einungis vera að hugsa um einn leik í einu og segir engu máli skipta hvernig liðið fari að því að vinna leikina svo framalega sem að þrjú stig skili sér í hús.

Enski boltinn

KSÍ skilaði hagnaði upp á tæpar 50 milljónir króna

Knattspyrnusamband Íslands er búið að birta ársreikning sinn fyrir árið 2009 og það er óhætta að segja að rekstur sambandsins hafi gengið vel á síðasta ári því auk þess að greiða upp erlend skammtímalán vegna framkvæmda við skrifstofu- og fræðslusetur KSÍ þá skilaði sambandið hagnaði upp á 50 milljónir króna sem er mun betra heldur en áætlun gerði ráð fyrir.

Íslenski boltinn

AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi.

Enski boltinn

Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt

Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007.

Enski boltinn