Enski boltinn

Rooney og Moyes valdir bestir í janúar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Wayne Rooney fékk að eiga keppnisboltann eftir fernuna í 4-0 sigrunum gegn Hull á dögunum.
Wayne Rooney fékk að eiga keppnisboltann eftir fernuna í 4-0 sigrunum gegn Hull á dögunum. Nordic photos/Getty

Styrktaraðilar ensku úrvalsdeildarinnar tilkynntu veittu í dag verðlaun fyrir besta leikmann og besta knattspyrnustjóra janúarmánaðar og urðu framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United og stjórinn David Moyes hjá Everton fyrir valinu að þessu sinni.

Rooney fór hreinlega á kostum í janúar og skoraði sex mörk, þar af fjögur á móti Hull.

Rooney er alls kominn með 20 mörk í 23 leikjum og er sem stendur langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Þetta er í fimmta skiptið sem Rooney er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Moyes átti einnig góðan mánuð í janúar þar sem Everton vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli en þetta er í sjötta skiptið sem Skotanum hlotnast sá heiður að vera valinn stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×