Enski boltinn

Terry: Held áfram að leggja mig allan fram fyrir England

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Terry.
John Terry. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn John Terry hjá Chelsea var sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu í gær eftir að hafa fundað með landsliðsþjálfaranum Fabio Capello.

Ítalski þjálfarinn er þekktur fyrir strangar agareglur og því þurfti ekki að koma á óvart að Terry hafi misst fyrirliðabandið eftir allt fjaðrafokið í fjölmiðlum yfir framhjáhaldi hans með barnsmóður fyrrum liðsfélaga síns hjá Chelsea og enska landsliðinu, Wayne Bridge.

Hinn 29 ára gamli Terry gaf frá sér stutta yfirlýsingu vegna málsins í gær.

„Ég virði ákvörðun Fabio Capello og mun halda áfram að leggja mig allan fram fyrir England," sagði í yfirlýsingu frá varnarjaxlinum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×