Enski boltinn

Vidic ekki á leið til Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður Serbans Nemanja Vidic hjá Man. Utd segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að varnarmaðurinn sé á leið til AC Milan í sumar.

Þær sögusagnir fóru á kreik í morgun en það er reyndar ekkert nýtt að Vidic sé orðaður við brottför frá Man. Utd.

Allt tengist það eiginkonu Vidic sem er sífellt sögð líka lífið illa í Manchester. Hún er sögð vilja komast í heitara loftslag.

Umboðsmaður Vidic er eflaust orðinn þreyttur á að svara öllum þessum sögusögnum en hann sá ástæðu til þess að neita þessum orðrómi í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×