Enski boltinn

Maldini og Liam Gallagher í samstarf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Liam sendir stuðningsmönnum Spurs kveðju á leik Spurs og Man. City á dögunum.
Liam sendir stuðningsmönnum Spurs kveðju á leik Spurs og Man. City á dögunum.

Ítalska knattspyrnugoðið Paolo Maldini er farinn að vinna með Liam Gallagher, söngvara Oasis og gróthörðum stuðningsmann Man. City.

Gallagher stofnaði á dögunum fyrirtæki sem framleiðir föt sem hönnuð eru af Liam. Maldini er svo hrifinn af Liam að hann er búinn að fjárfesta í fyrirtækinu.

„Ég er ekki maður sem fjárfesti í hverju sem er. Ef það kemur aftur á móti tækifæri með réttu fólki þá hef ég alltaf áhuga," sagði Maldini.

„Liam hefur verið tískugoð í mörg ár. Svona áberandi persónur hafa alltaf áhrif á tískuna. Það þarf ekki annað en að horfa til David Beckham til að sjá það," sagði Maldini.

Liam er eflaust ánægður með að fá Maldini um borð en hann er eflaust ekki eins ánægður með að vera líkt við David Beckham sem lék með liðinu sem Liam hatar mest - Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×