Fótbolti

Martin Skrtel að snúa aftur

Læknar Liverpool hafa gefið varnarmanninum Martin Skrtel grænt ljós á að hefja æfingar að nýju eftir meiðsli. Hann mun vera næstu daga á hlaupabrettinu en mun byrja í boltaæfingum í næstu viku.

Enski boltinn

Biðraðir í nótt eftir miðum á HM

„Síðast þegar ég beið í svona röð var þegar ég kaus Mandela," sagði maður einn sem beið í nótt í biðröð fyrir utan stórmarkað í Suður-Afríku til að kaupa sér miða á leik á heimsmeistaramótinu.

Fótbolti

Sérfræðingar skoða Wembley

Hæstráðendur á Wembley-leikvangnum munu hitta grasvallasérfræðinga eftir helgi til að reyna að finna lausn á ástandi vallarins. Mikið var kvartað yfir þessum þjóðarleikvangi Englendinga eftir undanúrslitaleikina í bikarnum um síðustu helgi.

Enski boltinn

Harry Redknapp: Þvílík tækni hjá stráknum

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var kátur eftir 2-1 sigur Tottenham á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með því minnkaði liðið forskot Manchester City í eitt stig í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina.

Enski boltinn

Margrét Lára með tvær stoðsendingar en Kristianstad tapaði

Kristianstad tapaði 2-4 á útivelli á móti Kopparbergs/Göteborg í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en þrír íslenskir leikmenn spiluðu allan leikinn fyrir Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad. Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar töpuðu 0-1 fyrir meisturunum í Umeå.

Fótbolti

Real Madrid ætlar sér Vargas

Real Madrid ætlar sér að krækja í Juan Manuel Vargas, vængmann ítalska liðsins Fiorentina, í sumar. Inter hefur líka sýnt leikmanninum áhuga.

Fótbolti

Zanetti: Við stefnum á þrennuna

Inter komst í gær í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar með því að leggja Fiorentina 2-0 í tveimur leikjum. Javier Zanetti, fyrirliði Inter, á sér þann draum að liðið taki þrennuna á tímabilinu.

Fótbolti