Fótbolti

Fabregas sagði Wenger að hann vildi fara

Enskir og spænskir fjölmiðlar greindu frá því síðdegis að Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, hafi gengið á fund Arsene Wenger knattspyrnustjóra og tilkynnt honum að hann vildi fara frá félaginu í sumar.

Enski boltinn

Ronaldinho fær tveggja ára samning

Brasilíumaðurinn Ronaldinho verður væntanlega áfram í herbúðum AC Milan eftir allt saman. Nýr tveggja ára samningur liggur á borðinu sem verður væntanlega skrifað undir.

Fótbolti

Ballack íhugar að fara í mál við Boateng

Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack, leikmaður Chelsea, mun ekki spila á HM í sumar en brot Kevin-Prince Boateng, leikmanns Portsmouth, í bikarúrslitaleiknum sá til þess að hann horfir á mótið í sjónvarpinu.

Enski boltinn

Henry alveg að sleppa frá Barcelona

Rafael Yuste, varaforseti Barcelona, segir að félagið sé að ganga frá lausum endum svo Thierry Henry verði frjáls ferða sinna og geti skrifað undir samning við félag í Bandaríkjunum.

Fótbolti

Inter gerir ekki ráð fyrir að halda Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter, er farinn að búa sig undir að þurfa að leita að nýjum þjálfara í stað José Mourinho. Portúgalinn er sterklega orðaður við Real Madrid og flest bendir til þess að hann fari þangað í sumar.

Fótbolti

Man. City sagt hafa gert tilboð í Milner

Forráðamenn Man. City eru ekki farnir í sumarfrí því Sky-fréttastofan greinir frá því í kvöld að félagið sé búið að gera tilboð í enska landsliðsmanninn James Milner sem leikur með Aston Villa.

Enski boltinn

Gunnlaugur: Mjög svekktur að ná ekki þremur stigum

„Ég er mjög svekktur með að ná ekki þremur stigum úr þessum leik. Við vorum með leikinn í höndunum eftir að við komumst yfir og vorum einum leikmanni fleiri. Það er ljóst að mínir menn náðu ekki að notfæra sér liðsmuninn nógu vel,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli við ÍBV á Vodafone-vellinum í kvöld.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Vonandi fyrsta stigið af mörgum

„Við vorum líklegri til að hirða öll þrjú stigin í lokin. Þetta var mikill baráttuleikur hjá okkur og þurftum að hlaupa mikið eftir að við urðum manni færri. Þetta var flott stig hjá okkur og vonandi það fyrsta af mörgum í sumar,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, Eyjapeyi, eftir 1-1 jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld.

Íslenski boltinn

Adriano orðaður við Roma

Brasilíski framherjinn og þunglyndissjúklingurinn, Adriano, er smám saman að koma lífi sínu í réttar skorður á nýjan leik og hann íhugar nú að snúa aftur í evrópska boltann.

Fótbolti

Van Gaal: Mourinho var einu sinni hógvær

Hinn hollenski þjálfari FC Bayern, Louis Van Gaal, segist eiga örlítið í José Mourinho, þjálfara Inter, en þeir tveir mætast með lið sín á laugardag í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Leikbann Ribery stendur

Það varð endanlega ljóst í dag að Franck Ribery spilar ekki úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Inter um næstu helgi. Íþróttadómstóll í Sviss tók málið fyrir í dag og hafnaði beiðni FC Bayern um að aflétta leikbanninu.

Fótbolti