Fótbolti

Ronaldo: Allir sem elska fótbolta elska mig

Ronaldo, Portúgalinn geðþekki, segir pressuna vera meiri þegar hann spilar fyrir landslið sitt en fyrir félagsliðið Real Madrid. Hann er þó vanur pressunni en Ronaldo verður fyrirliði á HM í sumar.

Fótbolti

Margrét Lára skoraði tvö í dag

Kristianstad vann í dag sigur á Örebro 3-1 og er komið í þriðja sæti sænsku kvennadeildarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið en Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum.

Fótbolti

Zlatan gæti haft áhuga á Englandi

Zlatan Ibrahimovic er enn orðaður við sölu til Englands þrátt fyrir tilraunir Barcelona að segja að hann verði ekki seldur. David Villa var keyptur í síðustu viku og hvernig þeir báðir eiga að vera í byrjunarliðinu er mörgum umhugsunarefni.

Fótbolti

Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu

Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan.

Fótbolti

Öruggur 4-0 sigur Íslands

Ísland vann Andorra 4-0 í æfingaleik sem var að ljúka á Laugardalsvelli. Heiðar Helguson skoraði tvö mörk og Veigar Páll Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson sitt markið hvor.

Fótbolti

Inter-mennirnir eiga að loka vörninni hjá Brasilíumönnum

Carlos Dunga, þjálfari Brasilíu, ætlar að treysta á þremenningana í Internazionale Milan á HM í Suður-Afríku sem hefst í næsta mánuði. Þeir Lucio, Julio Cesar og Maicon unnu þrennuna með Internazionale á tímabilinu og geta fullkomnað árið með heimsmeistaratitli.

Fótbolti

Robbie Keane með tvö mörk fyrir Íra í 3-0 sigri á Alsír

Írar fóru illa með HM-lið Alsír í Dublin í kvöld og unnu 3-0 sigur í vináttulandsleik þjóðanna. Írar misstu naumlega af HM eftir tap í umspilsleikjum á móti Frökkum en Alsíringar eru í riðli með Slóveníu, Englandi og Bandaríkjunum á HM í Suður-Afríku.

Fótbolti

Fyrsti sigur Fjölnismanna og Leiknir vann ÍA

Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í uppgjöri liðanna sem féllu úr Pepsideildinni síðasta haust. Leiknismenn unnu á sama tíma mikinn karaktersigur á Skagamönnum eftir að hafa verið manni færri í 70 mínútur en ÍR heldur toppsætinu eftir markalaust jafntefli við HK.

Íslenski boltinn