Fótbolti

Huddlestone byrjar hjá Englandi í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tom Huddlestone fær tækifæri  í dag.
Tom Huddlestone fær tækifæri í dag. GettyImages

Enska landsliðið leikur sinn síðasta æfingaleik fyrir HM í dag. Leikið er við Japan en leikurinn fer fram í Austurríki.

Steven Gerrard er hvíldur og Gareth Barry er meiddur. Hann er allur að koma til en Fabio Capello ætlar að prófa Tom Huddlestone í byrjunarliðinu við hlið Frank Lampard.

Þá fær Darren Bent einnig tækifæri til að sanna sig. Spennandi verður að sjá kantmennina Theo Walcott og Aaron Lennon en þeir byrja báðir leikinn.

Byrjunarlið Englands á morgun:

David James

Glen Johnson - John Terry - Rio Ferdinand - Ashley Cole

Theo Walcott - Tom Huddlestone - Frank Lampard - Aaron Lennon

Wayne Rooney - Darren Bent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×