Fótbolti

Inter-mennirnir eiga að loka vörninni hjá Brasilíumönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucio and Julio Cesar.
Lucio and Julio Cesar. Mynd/AP
Carlos Dunga, þjálfari Brasilíu, ætlar að treysta á þremenningana í Internazionale Milan á HM í Suður-Afríku sem hefst í næsta mánuði. Þeir Lucio, Julio Cesar og Maicon unnu þrennuna með Internazionale á tímabilinu og geta fullkomnað árið með heimsmeistaratitli.

„Ég ætla að nota vegginn hjá Inter þegar við ráðumst að heimsmeistaratitlinum," sagði Carlos Dunga við Gazzetta dello Sport. "Ég sagði fyrir fimm mánuðum að Lucio væri einstakur leikur fyrir Inter og hann myndir hjálpa liðinu til að vinna. Ég hafði ekki rangt fyrir mér," sagði Dunga.

„Lucio er sannur sigurvegari. Við höfum hungrið hans Lucio, klassann hans Julio Cesar og kraftinn í Maicon. Það er nánast ómögulegt fyrir lið að skora framhjá þessum vegg af leikmönnum," sagði Dunga.

Carlos Dunga getur orðið aðeins annar maðurinn í sögunni á eftir Franz Beckenbauer til þess að vinna heimsmeistaratitilinn sem fyrirliði og þjálfari en hann var fyrirliði þegar Brasilíumenn unnu HM í Bandaríkjunum 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×