Fótbolti

Ronaldo: Allir sem elska fótbolta elska mig

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ronaldo ber fyrirliðaband Portúgal í sumar.
Ronaldo ber fyrirliðaband Portúgal í sumar. GettyImages
Ronaldo, Portúgalinn geðþekki, segir pressuna vera meiri þegar hann spilar fyrir landslið sitt en fyrir félagsliðið Real Madrid. Hann er þó vanur pressunni en Ronaldo verður fyrirliði á HM í sumar.

Portúgal gerði markalaust jafntefli við Cape Verde í vikunni. Pressan er orðin mikil heima fyrir.

"Að bera fyrirliðabandið gerir mig stoltan, þetta er mikill heiður fyrir mig," sagði Ronaldo.

"Mér er alveg sama þó að pressan sé á mér, allir krefjast mikils af mér. Stundum er þetta ofaukið, en þetta lendir allt á mér. Ég er vanur pressunni. En ég viðurkenni að hún er meiri þegar ég er með landsliðinu en Real Madrid."

"En enginn vinnur neitt einn, lið eru ekki bara einn leikmaður. Lið getur ekki náð árangri með þrjá eða fjóra leikmenn í topp formi, þeir verða að vera í það minnsta sex eða sjö," sagði Ronaldo sem segir ekki taka það til sín þegar fólk vill sjá hann spila öðruvísi en hann gerir.

"Ég er skemmtikraftur, það er vinnan mín. Allir sem elska fótbolta elska mig."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×