Fótbolti

Robbie Keane með tvö mörk fyrir Íra í 3-0 sigri á Alsír

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Mynd/Getty Images
Írar fóru illa með HM-lið Alsír í Dublin í kvöld og unnu 3-0 sigur í vináttulandsleik þjóðanna. Írar misstu naumlega af HM eftir tap í umspilsleikjum á móti Frökkum en Alsíringar eru í riðli með Slóveníu, Englandi og Bandaríkjunum á HM í Suður-Afríku.

Paul Green skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu í sínum fyrsta landsleik í byrjunarliði en Robbie Keane skoraði mörkin sín á 52. og 85. mínútu. Damien Duff lagði upp fyrra markið fyrir Keane en það seinna skoraði hann úr víti sem hann fiskaði sjálfur.

Robbie Keane er þar með búinn að skora 43 mörk í 99 landsleikjum fyrir Íra sem er 22 mörkum meira en næsti maður á listanum sem er Niall Quinn.

Þetta var annar sigur Íra á HM-liði á stuttum tíma en þeir unnu 2-1 sigur á Paragvæ á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×