Fótbolti

Schwarzer valinn besti fótboltamaður Ástralíu

Mark Schwarzer, markmaður Fulham, fékk tvö stór verðlaun á uppskeruhátíð áströlsku knattspyrnunnar í gær. Schwarzer var kosinn besti knattspyrnumaður Ástrala annað árið í röð og var einnig kosinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum.

Enski boltinn

Mancini: Chelsea og Arsenal eru betri en Manchester United

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er ennþá harður á því að Chelsea vinni enska meistaratitilinn annað árið í röð. Mancini segir að tæknilega sé Arsenal eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem eigi eitthvað í Chelsea en það skilji á milli liðanna þegar kemur að líkamlega þættinum.

Enski boltinn

Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband

Brasilíska landsliðið hefur byrjað vel undir stjórn Mano Menezes sem tók við liðinu af Dunga sem var rekinn eftir HM í Suður-Afríku í sumar. Brasilía vann 3-0 sigur á Íran í Abu Dhabi í gær í öðrum leiknum undir hans stjórn en hafði unnið 2-0 sigur á Bandaríkjamönnum í fyrsta leiknum.

Fótbolti

Íhugar mótframboð gegn Blatter

Suður-Kóreumaðurinn Chung Mong-joon, varaforseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, íhugar nú mótframboð gegn Sepp Blatter, núverandi formanni, þegar formannskjör fer fram hjá sambandinu í maí næstkomandi.

Fótbolti

Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira

„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn.

Fótbolti

Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn

„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld.

Fótbolti

Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar

„Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld.

Fótbolti

Sao Paulo vill fá Kaká heim

Varaforseta brasilíska liðsins Sao Paulo, Carlos Augusto, dreymir um að fá landa sinn, Kaká, aftur til félagsins en Kaká hóf feril sinn hjá Sao Paulo.

Fótbolti