Fótbolti

Bjóðið okkur 39 milljarða og þá getum við kannski talað saman

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hlær bara af fréttunum um að Evrópumeistarar Inter Milan ætli að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona eftir þrjú ár. Massimo Moratti, forseti Inter, tjáði sig á dögunum um framtíðarplan sitt að reyna að kaupa Messi frá spænsku meisturunum sumarið 2013.

Fótbolti

Hodgson: Stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka

„Það var fullt af jákvæðum hlutum hjá okkur í þessum leik. Þetta var gott stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka þar sem að það vantaði menn í liðið," sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool eftir markalaust jafntefli Liverpool í Napóli í dag en Liverpool lék án Steven Gerrard og Fernando Torres.

Enski boltinn

Hagi tekur við af Rijkaard

Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi er orðinn aðalþjálfari hjá tyrkneska liðinu Galatasaray. Hagi tekur við starfinu af Frank Rijkaard sem var rekinn.

Fótbolti

Emmanuel Adebayor skoraði þrennu á móti Lech Poznan

Emmanuel Adebayor opnaði markareikninginn sinn hjá Manchester City með því að skora þrjú mörk í 3-1 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í Evrópudeildinni í kvöld. Manchester City er í efsta sæti síns riðils með 7 stig og þriggja stiga forskot á Lech Poznan sem er áfram í 2. sætinu.

Fótbolti

Rijkaard vill þjálfa á Englandi

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur sett stefnuna á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann er eftir þessa yfirlýsingu enn sterkar orðaður við Liverpool.

Enski boltinn

Lippi gæti þjálfað Heiðar

Flavio Briatore, annar eigandi QPR, hefur sett stefnuna á að fá Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítalíu, til félagsins takist því að komast upp í úrvalsdeildina.

Enski boltinn