Fótbolti

Loksins hélt Liverpool hreinu

Liverpool vann í dag 2-0 sigur á Valencia í síðasta æfingaleik liðsins áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. Andy Carroll og Dirk Kuyt skoruðu mörk liðsins.

Enski boltinn

Zhirkov farinn frá Chelsea

Miðvallarleikmaðurinn Yuri Zhirkov hjá Chelsea er genginn til liðs við rússneska félagið Anzhi Makhachkala. Samdi hann við félagið til næstu fjögurra ára.

Enski boltinn

Þurfum að skoða stöðu Sneijder

Gian Piero Gasperini, þjálfari Inter, gaf til kynna eftir tap liðsins fyrir AC Milan í ítalska ofurbikarnum í dag að til greina komi að skoða betur stöðu Wesley Sneijder hjá félaginu.

Fótbolti

Hoffenheim tapaði án Gylfa

Hoffenheim fer ekki vel af stað í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í dag fyrir Hannover á útivelli, 2-1, í fyrstu umferð deildarinnar.

Fótbolti

Sneijder skoraði en Inter tapaði

AC Milan vann í dag 2-1 sigur á grönnum sínum í Inter í árlegum leik um ítalska ofurbikarinn. Leikurinn fór að þessu sinni fram á Ólympíuleikvanginum í Peking að viðstöddu fjölmenni.

Fótbolti

Ferguson misskildi spurningu blaðamanns

Alex Ferguson segir að það sé ekkert hæft í fréttum um að Dimitar Berbatov sé á leið frá Manchester United. Hann hafi í raun misskilið spurningu fransks blaðamanns sem spurði um Berbatov í vikunni.

Enski boltinn

Fabregas ekki með til Portúgals

Cesc Fabregas fór ekki með liði sínu, Arsenal, til Portúgals þar sem liðið leikur æfingaleik gegn Benfica í kvöld. Stjóri liðsins, Arsene Wenger, segir þó að engar óvenjulegar ástæður séu fyrir því.

Enski boltinn

Tryggvi Guðmundsson: Við vildum senda skýr skilaboð

Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því.

Íslenski boltinn

Eggert Gunnþór: Vill fá sigur gegn Tottenham í afmælisgjöf

Dregið var í lokaumferðina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær og fékk skoska liðið Hearts það erfiða verkefni að mæta Tottenham, sem sló rækilega í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Hearts og hlakkar vitanlega til að fá að kljást við þá ensku.

Fótbolti

Baráttan um borgina

Manchester-félögin City og United mætast á Wembley á morgun í Samfélagsskildinum. Þrátt fyrir gott málefni má reikna með hörkubaráttu á vellinum.Leikurinn er árleg viðureign Englandsmeistaranna og bikarmeistaranna og fer fram á Wembley-leikvanginum í London.

Enski boltinn

Skagamenn óstöðvandi - HK enn án sigurs

Þrír leikir fóru fram í 15. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Skagamenn héldu uppteknum hætti með sigri á heimamönnum í Ólafsvík, HK tapaði í Laugardalnum gegn Þrótti og Fjölnir lagði ÍR í Breiðholtinu.

Íslenski boltinn

Dortmund hóf titilvörnina á sigri

Fyrsti leikur þýsku deildinnar fór fram í kvöld þegar heimamenn í Dortmund unnu öruggan 3-1 sigur á Hamburg. Dortmund fór alla leið í deildinni í fyrra og óhætt að segja að þeir byrji titilvörnina vel.

Fótbolti

Óskar Örn: Tímabilið er búið

Óskar Örn Hauksson leikmaður KR leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Óskar Örn, sem meiddist í viðureign KR gegn Dinamo Tbilisi í Evrópudeildinni í gærkvöld, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis fyrir stundu.

Íslenski boltinn