Fótbolti

Wenger: Við seldum Fabregas á útsöluverði

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að Barcelona hafi fengið Cesc Fabregas alltof ódýrt af því að leikmaðurinn hafi ekki viljað fara til neins annars félags. 35 þúsund manns tóku á móti Fabregas á Camp Nou í gær.

Enski boltinn

Kristinn Jakobsson dæmir í París

Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í undankeppni Evrópudeildarinnar en hann mun dæma leik Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg sem fram fer á Parc des Princes í París 25. ágúst næstkomandi.

Fótbolti

Mancini: Sergio Aguero er eins og ljósrit af Romario

Sergio Aguero byrjaði frábærlega með Manchester City í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Swansea en Aguero skoraði tvö mörk og lagði upp eitt á fyrsta hálftíma sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri City, keypti hann frá Atletico Madrid fyroir 38 milljónir punda á dögunum, og líkti honum við brasilísku goðsögnina Romario eftir leikinn í gær.

Enski boltinn

Song og Gervinho fengu báðir þriggja leikja bann

Alex Song, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, fékk þriggja leikja bann eftir að enska knattspyrnusambandið skoðaði atvik úr leik liðsins gegn Newcastle um s.l. helgi. Song steig harkalega á Joey Barton leikmann Newcastle og var myndbandsupptaka frá leiknum notuð þegar leikbannið var ákveðið. Gervinho, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Arsenal fékk einnig þriggja leikja bann.

Enski boltinn

Styttist í endurkomu Steven Gerrard hjá Liverpool

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á ný eftir að hann varð lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar í nára. Enski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann fór í aðger á nára í mars á þessu ári en hann fékk sýkingu á það svæði rétt áður en að keppnistímabilið hófst.

Enski boltinn

Pepsimörkin: Öll tilþrifin úr leikjum gærkvöldsins á Vísi

Alls voru 18 mörk skoruð í gær þegar 15. umferðin í Pepsideild karla í fótbolta hófst með fimm leikjum. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn þegar Þórsarar taka á móti KR-ingum á Akureyri. Að venju var farið yfir gang mála úr öllum leikjum gærkvöldsins í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þar var þessi markasyrpa frumsýnd.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Aðalmálið að fá stig

Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, var augljóslega létt eftir sigurinn á Keflavík í kvöld þar sem liðið náði átta stiga forystu á Víking og Fram í fallsæti auk þess að ná Breiðabliki að stigum og vera aðeins stigi á eftir Þór og Keflavík.

Íslenski boltinn

Willum: Sárt að kasta stigum frá sér

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ósáttur við að lið hans hafi ekki nýtt yfirburði sína í seinni hálfleik gegn Grindavík í kvöld og kastað frá sér í það minnsta jafnteflinu með því að fá á sig mark á lokamínútunum.

Íslenski boltinn

Þorvaldur: Staðan er mjög slæm

„Við fáum færi í fyrri hálfleik til að klára þennan leik en eins og þetta hefur verið að spilast í sumar þá höfum við ekki verið að nýta okkar sénsa. Þegar menn eru ekki að klára leikina og ná í þessi stig þá erum við ekki ofar í deildinni. Það er bara þannig,“ sagði svekktur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafnteflið við Stjörnuna í kvöld.

Íslenski boltinn

Garðar: Áttum ekkert skilið

„Við vorum bara lélegir í dag og áttum ekkert skilið. Ekki einu sinni þetta stig. Ég held að þeir hafi átt fleiri skot á markið og fleiri dauðafæri en við,“ sagði Garðar Jóhannsson markamaskínan í liði Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Halldór Orri: Þetta var lélegur leikur

„Mér fannst þetta lélegur leikur. Mér fannst bæði lið vera léleg. Mér fannst við vilja þetta meira en við klikkum úr nokkrum dauðafærum, þar á meðal ég,“ sagði hetjan Halldór Orri Björnsson eftir jafnteflið við Fram 2-2.

Íslenski boltinn

Heimir: Eigum enn möguleika

"Við erum að rembast og reyna að vera með í þessari baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, því var þessu sigur virkilega mikilvægur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn