Fótbolti

Gylfi tekur bestu horn í heimi

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur. Spyrnutækni Gylfa hefur vakið verðskuldaða athygli.

Enski boltinn

Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

"Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

Fótbolti

Matthías fékk bestu meðmæli frá Ólafi Erni

Ólafur Örn Bjarnason, fyrrum leikmaður Brann í Noregi, gaf Matthíasi Vilhjálmssyni bestu meðmæli þegar Mons Ivar Mjelde þjálfari Start var að svipast um framherja á Íslandi. Fyriliði FH mun leika sem lánsmaður hjá Start á næsta keppnistímabili en liðið er í næst efstu deild í Noregi.

Fótbolti

Hiddink samdi við Anzhi

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er búinn að samþykkja að taka við hinu moldríka rússneska liði, Anzhi Makhachkala. Hiddink hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti með tyrkneska landsliðið í nóvember.

Fótbolti

Vita ekki hvar þær enda

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu.

Íslenski boltinn

Forseti Úrúgvæ: Suarez er enginn kynþáttahatari

Luis Suarez, framherji Liverpool, fær stuðning úr mörgum áttum þrátt fyrir að hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í leikjum á móti Manchester United í vetur. Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United, og neitaði síðan að taka í höndina á Evra þegar þeir hittust aftur á dögunum.

Enski boltinn

Antonio Valencia frá í mánuð

Antonio Valencia verður ekkert með Manhester United næstu vikurnar eftir að hann meiddist í kvöld í sigrinum á Ajax. Þetta var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sir Alex Ferguson, stjóri United staðfesti slæmu fréttirnar í kvöld.

Enski boltinn