Fótbolti

Förum í leikinn til þess að vinna

Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna.

Íslenski boltinn

22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri

Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990.

Íslenski boltinn

Van Bommel vill fá Robin van Persie til AC Milan

Mark van Bommel vill fá landa sinn Robin van Persie til AC Milan en hann talaði um það í viðtali við ítalska blaðið Il Giorno. AC Milan setti á svið góða sýningu fyrir Van Persie á dögunum þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Daniel Alves: Við erum ekkert án Guardiola

Daniel Alves, brasilíski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bæst í hóp þeirra sem pressa á þjálfarann Pep Guardiola að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alves býst við að Guardiola skrifi undir nýjan samning en hann skrifaði undir eins árs samning á svipuðum tíma á síðasta ári.

Fótbolti

United tapaði en komst áfram

Manchester United komst áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ajax á heimavelli í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum í kvöld, 2-1.

Fótbolti

Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga.

Íslenski boltinn

Valencia sló Stoke úr leik

Valencia er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á Stoke á Spáni í kvöld. Fyrri leiknum lauk einnig með 1-0 sigri Spánverjanna.

Fótbolti

Hver er þessi Fraizer Campbell?

Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, valdi Fraizer Campbell óvænt í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollendingum í næstu viku. En hver er þessi leikmaður?

Enski boltinn

Ian Rush segir að öll pressan sé á Liverpool

Ian Rush, goðsögn í sögu Liverpool, hefur smá áhyggjur af pressunni sem er á Liverpool-liðinu í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina en Liverpool mætir þar b-deildarliði Cardiff City á Wembley. Liverpool hefur ekki unnið titil í sex ár og flestir búast við sigri á móti Cardiff.

Enski boltinn

FIFA heimtar handabönd fyrir og eftir fótboltaleiki

Franz Beckenbauer, nefndarmaður á vegum FIFA, segir sambandið ætla pressa á það að leikmenn heilsist fyrir leiki en handabönd hafa verið mikið í umræðunni eftir að Luis Suarez, leikmaður Liverpool, neitaði að taka í höndina á Patrice Evra, leikmanni Manchester United, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Fótbolti

Mancini: Tevez gæti spilað með City eftir tvær vikur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur samþykkt afsökunarbeiðni Carlos Tevez og virðist vera farinn að hugsa alvarlega um það hvenær argentínski framherjinn kemur aftur inn í liðið ef marka má yfirlýsingar Ítalans eftir 4-0 stórsigur á Porto í gær.

Enski boltinn

Inter tapaði enn einum leiknum

Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti