Fótbolti

Robben: Vítaspyrnan mín var hræðileg

Arjen Robben, leikmaður Bayern München , átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 0-1 | Maggi Lú hetjan

Magnús Már Lúðvíksson var óvænt hetja KR-inga sem unnu 1-0 sigur á Val í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda í kvöld. Magnús skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn eftir varnarmistök Valsara og tryggði KR sinn 1000. sigur í efstu deild. Valsmenn áttu síst minna í leik kvöldsins og ganga svekktir frá borði.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Keflavík 3-2

ÍA er enn með fullt hús stiga á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-2 sigur á Keflavík í rafmögnuðum háspennuleik á Akranesi þar sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á síðustu mínútunni en Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir fín tilþrif í leiknum.

Íslenski boltinn

Lovísa fékk ekki að leiða uppáhaldið

Lovísa Scheving, íslenska stelpan sem fékk að leiða leikmann inn á völlinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, fékk ekki ósk sína uppfyllta. Lovísa vildi helst leiða Philipp Lahm, fyrirliða Bayern en leiddi þess í stað Jerome Boateng.

Fótbolti

Didier Drogba: Níu úrslitaleikir - níu mörk

Didier Drogba skoraði að sjálfsögðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær alveg eins og hann gerði í sigrinum á Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á dögunum. Drogba er maður stórleikjanna og tölfræðin hans sýnir það svart á hvítu.

Fótbolti

Tevez kemst ekki í argentínska landsliðið

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, er ekki nógu góður til að komast í argentínska landsliðið fyrir leik í undankeppni HM í næsta mánuði. Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, valdi Tevez ekki í hópinn sinn fyrir leik á móti Ekvador.

Enski boltinn

McManaman: Liverpool getur ekki lengur valið sér hvaða stjóra sem er

Steve McManaman, fyrrum stjarna Liverpool-liðsins, segir þá daga vera liðna þegar Liverpool gat valið sér hvaða stjóra sem er. Liverpool er þessa dagana að leita að eftirmanni Kenny Dalglish sem gerði liðið að deildarmeisturum í vetur en náði aðeins áttunda sætinu í ensku úrvalsdeildinni og var fyrir vikið látinn fara.

Enski boltinn

Chelsea vann Meistaradeildina - myndir

Chelsea-menn fögnuðu gríðarlega á Allianz Arena í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Chelsea vann þá þýska liðið Bayern München í vítakeppni eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti

Cech fór í rétt horn í öllum sex vítum Bayern - varði þrjú

Ein af allra stærstu hetjum Chelsea í München í kvöld var tékkneski markvörðurinn Petr Cech sem átti magnaðan úrslitaleik og magnað tímabil í Meistaradeildinni. Cech varði þrjú víti Bæjara í leiknum, eitt í framlengingunni og tvö í vítakeppninni þar sem að hann fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern.

Fótbolti

Drogba: Þetta var skrifað í skýin fyrir löngu síðan

Didier Drogba var hetja Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í kvöld þegar Chelsea vann titilinn eftir sigur á Bayern í vítakeppni. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni.

Fótbolti

Frank Lampard: Drogba er hetjan okkar

Frank Lampard átti flottan leik á miðju Chelsea þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með því að vinna Bayern München í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München.

Fótbolti

Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins

Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni.

Fótbolti