Íslenski boltinn

Enn eitt tapið hjá U-21 árs liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska U-21 árs liðið tapaði, 2-1, gegn Norðmönnum ytra í dag. Leikurinn var liður í undankeppni EM þar sem íslenska liðið er á botninum í sínum riðli. Hefur tapað sex leikjum af sjö.

Íslenska liðið byrjaði leikinn skelfilega. Lá í vörn og náði vart sendingu sín á milli. Norðmenn lágu í sókn og útlitið ekki bjart er þeir skoruðu eftir kortersleik.

Markið vakti aftur á móti strákana sem rifu sig upp og fóru að spila fótbolta. Sú spilamennska skilaði árangri þegar Rúnar Már stangaði sendingu Jóhanns Laxdal í netið.

Norðmenn náðu fljótlega yfirhöndina á ný en náðu ekki að skora aftur fyrir hlé og því jafnt er leikmenn fóru til búningsherbergja.

Það benti allt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli er Nielsen fékk góða sendingu frá King í teignum undir lokin. Hann kláraði færið með stæl og stigin þrjú voru Norðmanna.

Grátlegur endir á ágætum leik hjá strákunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×