Íslenski boltinn

Þór á toppinn í 1. deildinni

Úr leik hjá Þór síðasta sumar.
Úr leik hjá Þór síðasta sumar.
Þórsarar skutust á toppinn í 1. deild karla í kvöld er þeir unnu fínan útisigur, 1-2, á BÍ/Bolungarvík fyrir vestan.

Guðmundur Atli Steinþórsson kom BÍ yfir á 21. mínútu og heimamenn voru yfir allt fram á 66. mínútu er Robin Strömberg jafnaði metin.

Styrömberg lét ekki þar við sitja því hann skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.

Skástrikið er í tíunda sæti deildarinnar og hefur ekki tekist að vinna í fyrstu fimm leikjum sínum. Þór er á toppnum með stigi meira en Fjölnir og Haukar.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×