Fótbolti

Stelpurnar mæta Úkraínu á Krímskaganum

Íslenska kvennalandsliðið tekur í næsta mánuði þátt í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð sem fram fer næsta sumar. Nú er orðið ljóst hvenær umspilsleikir liðsins á móti Úkraínu fara fram en KSÍ segir frá því í frétt á heimasíðu sinni.

Íslenski boltinn

Fjárfestingafélag frá Barein að kaupa Leeds

Allt útlit er fyrir að fjárfestingafélag frá Barein, Gulf Finance House, muni festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Leeds á næstunni. GFH hefur staðfest að samkomulag sé í höfn á milli aðila um yfirtökurétt á félaginu.

Enski boltinn

Fagna mest þegar strákurinn skorar

Fáir leikmenn hafa stimplað sig inn í Pepsi-deild karla með jafn miklum krafti og hinn 17 ára gamli Valsmaður Indriði Áki Þorláksson. Indriði Áki var búinn að skora fyrsta markið sitt eftir aðeins nokkrar mínútur inn á vellinum, fyrsta tvennan var fullkomnuð tveimur mínútum síðar og þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu.

Íslenski boltinn

Sahin afgreiddi WBA

Tyrkinn Nuri Sahin kom Liverpool áfram í deildarbikarnum í kvöld. Hann skoraði þá bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri á WBA.

Enski boltinn

Stolið af leikmönnum Chelsea

Chelsea hefur staðfest að munum hafi verið rænt úr búningsklefa leikmanna á æfingasvæði félagsins í síðasta mánuði. Veskjum, símum og úrum var meðal annars stolið.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FC Zorkiy 0-0

Stjarnan náði markalausu jafntefli gegn FC Zorkiy frá Rússlandi í fyrri leik liðanna í 32ja liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna. Stjarnan var einum færri í tæpa klukkustund þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir nældi sér í tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.

Íslenski boltinn

Ferdinand bara að hugsa um United

Rio Ferdinand hefur verið nokkuð sterklega orðaður við endurkomu í enska landsliðið nú þegar að John Terry er hættur að gefa kost á sér. Ferdinand vildi lítið tjá sig um landsliðið í samtali við enska fjölmiðla.

Enski boltinn

Wenger lofar vinnusemi Arshavin

Arsene Wenger segir að Andrey Arshavin sé fórnarlamb miklar samkeppni um stöður í byrjunarliði Arsenal en rússneski landsliðsfyrirliðinn verður líklega í byrjunarliði ARsenal gegn Coventry í enska deildabikarnum í kvöld.

Enski boltinn

Agger spilar mögulega um helgina

Meiðsli Daniel Agger eru ekki jafn alvarleg og þau voru talin í fyrstu og hefur meira að segja verið greint frá því að hann muni mögulega spila með Liverpool gegn Norwich um helgina.

Enski boltinn

Terry spilar líklega um helgina

Eddie Newton, aðstoðarstjóri Chelsea, segist þess fullviss um að John Terry muni spila með liðinu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina þrátt fyrir að hann hafi lítið getað æft.

Enski boltinn