Fagna mest þegar strákurinn skorar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2012 07:00 Indriði Áki í leik gegn Grindavík. mynd/hafliði Fáir leikmenn hafa stimplað sig inn í Pepsi-deild karla með jafn miklum krafti og hinn 17 ára gamli Valsmaður Indriði Áki Þorláksson. Indriði Áki var búinn að skora fyrsta markið sitt eftir aðeins nokkrar mínútur inn á vellinum, fyrsta tvennan var fullkomnuð tveimur mínútum síðar og þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Indriði Áki er þegar farinn að vekja mikinn áhuga erlendra liða og er meðal annars á leiðinni til Liverpool í október þar sem hann fær að reyna sig í akademíu þessa heimsfræga félags. Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, sá strax í vetur hvað bjó í stráknum. „Það eru ekki margir þjálfarar í úrvalsdeildarliði sem segja við 16 ára strák í desember að hann sé að fara að æfa með meistaraflokki. Við sögðum honum að við myndum byggja hann upp hægt og rólega þangað til að hann kæmi við sögu hjá liðinu undir lok mótsins eins og gekk upp og er að gerast," segir Kristján og bætir við: „Leikskilningur hans og þroski er gríðarlegur." Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið á móti Breiðabliki 8. ágúst eða aðeins sex dögum eftir að hann hélt upp á 17 ára afmælið. Hann kom þá inn á 89. mínútu. Það liðu 19 dagar þar til Kristján sendi Indriða næst inn á völlinn en þá fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Indriði kom inn á undir lokin í Keflavík og skoraði tvisvar. „Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Hann hefur æft eingöngu með meistaraflokki frá áramótum, spilaði aðeins með okkur í Reykjavíkurmótinu og skoraði þar. Við höfum verið að venja hann við álagið sem breytist svo mikið við það að vera í 3. flokki og fara beint upp í meistaraflokk. Þetta er mjög vandmeðfarið," segir Kristján. „Aukaæfingarnar hans í ár hafa ekki verið með bolta heldur í styrktarþjálfun. Hann hefur haft gríðarlega gott af því en hann er ekki búinn að klára þá þjálfun og þá styrk sem hann þarf þar. Ég á von á því þegar hann nær því og fer að ná hraðabreytingunum betur að það verði mjög gaman að sjá til hans," segir Kristján. Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu á móti Grindavík á sunnudaginn. Indriði Áki svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik en áður hafði hann átt mikinn þátt í fyrstu tveimur mörkum Valsliðsins, fyrst með því að gefa stoðsendingu á Hauk Pál Sigurðsson og svo með því taka frábært hlaup á nærstöng og opna fyrir Matthías Guðmundsson sem skoraði annað mark Valsliðsins. „Hann skynjar leikinn og hvert hann á að hlaupa bæði til að skora sjálfur og líka hlaupin til að opna fyrir aðra," segir Kristján. Indriði Áki er því kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar á 139 mínútum í Pepsi-deild karla í sumar og hefur því komið að marki á 23,2 mínútna fresti. „Það er búið að vera gríðarlega gaman að vera með hann og þau mörk sem ég fagna mest er þegar strákurinn skorar. Það er ofboðslega gaman að sjá það," segir Kristján. Kristján ætlar að passa upp á strákinn en það var að heyra á þjálfaranum að fyrirspurnir um Indriða Áka hafi komið úr mörgum áttum. Áður en hann heldur í æfingabúðir Liverpool fær Indriði þó að reyna sig á móti besta liði landsins, FH, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram á laugardaginn. Hann er "tía"Indriði Áki Þorláksson hefur spilað bæði sem miðjumaður og framherji og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsliðsins, sér hann fyrir sér í stöðu sóknartengiliðs í framtíðinni. „Hann er eiginlega tía eins og við köllum það. Það er hans besta staða því hann er mjög duglegur að koma mönnum inn í leiki og finna svæði til að senda í. Ef þú horfir á hann spila þá sérðu oft hvað hann hinkrar eða bíður með sendinguna þangað til hann sér rétta hlaupið. Margir aðrir væru búnir að senda hann á röngum tímapunkti en hann velur tímapunktinn mjög skemmtilega,“ segir Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fáir leikmenn hafa stimplað sig inn í Pepsi-deild karla með jafn miklum krafti og hinn 17 ára gamli Valsmaður Indriði Áki Þorláksson. Indriði Áki var búinn að skora fyrsta markið sitt eftir aðeins nokkrar mínútur inn á vellinum, fyrsta tvennan var fullkomnuð tveimur mínútum síðar og þá skoraði hann tvö mörk og lagði upp það þriðja í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu. Indriði Áki er þegar farinn að vekja mikinn áhuga erlendra liða og er meðal annars á leiðinni til Liverpool í október þar sem hann fær að reyna sig í akademíu þessa heimsfræga félags. Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, sá strax í vetur hvað bjó í stráknum. „Það eru ekki margir þjálfarar í úrvalsdeildarliði sem segja við 16 ára strák í desember að hann sé að fara að æfa með meistaraflokki. Við sögðum honum að við myndum byggja hann upp hægt og rólega þangað til að hann kæmi við sögu hjá liðinu undir lok mótsins eins og gekk upp og er að gerast," segir Kristján og bætir við: „Leikskilningur hans og þroski er gríðarlegur." Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið á móti Breiðabliki 8. ágúst eða aðeins sex dögum eftir að hann hélt upp á 17 ára afmælið. Hann kom þá inn á 89. mínútu. Það liðu 19 dagar þar til Kristján sendi Indriða næst inn á völlinn en þá fóru hlutirnir heldur betur að gerast. Indriði kom inn á undir lokin í Keflavík og skoraði tvisvar. „Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Hann hefur æft eingöngu með meistaraflokki frá áramótum, spilaði aðeins með okkur í Reykjavíkurmótinu og skoraði þar. Við höfum verið að venja hann við álagið sem breytist svo mikið við það að vera í 3. flokki og fara beint upp í meistaraflokk. Þetta er mjög vandmeðfarið," segir Kristján. „Aukaæfingarnar hans í ár hafa ekki verið með bolta heldur í styrktarþjálfun. Hann hefur haft gríðarlega gott af því en hann er ekki búinn að klára þá þjálfun og þá styrk sem hann þarf þar. Ég á von á því þegar hann nær því og fer að ná hraðabreytingunum betur að það verði mjög gaman að sjá til hans," segir Kristján. Indriði Áki fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu á móti Grindavík á sunnudaginn. Indriði Áki svaraði kallinu með því að skora tvö mörk í seinni hálfleik en áður hafði hann átt mikinn þátt í fyrstu tveimur mörkum Valsliðsins, fyrst með því að gefa stoðsendingu á Hauk Pál Sigurðsson og svo með því taka frábært hlaup á nærstöng og opna fyrir Matthías Guðmundsson sem skoraði annað mark Valsliðsins. „Hann skynjar leikinn og hvert hann á að hlaupa bæði til að skora sjálfur og líka hlaupin til að opna fyrir aðra," segir Kristján. Indriði Áki er því kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar á 139 mínútum í Pepsi-deild karla í sumar og hefur því komið að marki á 23,2 mínútna fresti. „Það er búið að vera gríðarlega gaman að vera með hann og þau mörk sem ég fagna mest er þegar strákurinn skorar. Það er ofboðslega gaman að sjá það," segir Kristján. Kristján ætlar að passa upp á strákinn en það var að heyra á þjálfaranum að fyrirspurnir um Indriða Áka hafi komið úr mörgum áttum. Áður en hann heldur í æfingabúðir Liverpool fær Indriði þó að reyna sig á móti besta liði landsins, FH, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram á laugardaginn. Hann er "tía"Indriði Áki Þorláksson hefur spilað bæði sem miðjumaður og framherji og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsliðsins, sér hann fyrir sér í stöðu sóknartengiliðs í framtíðinni. „Hann er eiginlega tía eins og við köllum það. Það er hans besta staða því hann er mjög duglegur að koma mönnum inn í leiki og finna svæði til að senda í. Ef þú horfir á hann spila þá sérðu oft hvað hann hinkrar eða bíður með sendinguna þangað til hann sér rétta hlaupið. Margir aðrir væru búnir að senda hann á röngum tímapunkti en hann velur tímapunktinn mjög skemmtilega,“ segir Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira