Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Keflavík 3-0

KR-ingar unnu auðveldan 3-0 sigur á Keflvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Keflvíkinga og voru það svo Guðmundur Reynir Gunnarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson sem bættu við mörkum fyrir heimamenn. KR-ingar fengu að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök og var auðveldur sigur heimamanna staðreynd.

Íslenski boltinn

Fagna Framararnir enn á ný eftir lokaumferðina?

Fram og Selfoss berjast fyrir lífi sínu í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag en það er þó óhætt að segja að liðin séu í ólíkri aðstöðu. Það er ekki nóg með að Framarar standi miklu betur að vígi í stigatöflunni heldur eru þeir ókrýndir Íslandsmeistarar í fallbaráttu enda búnir að fagna oftar í lokaumferðinni en flest önnur félög undanfarin ár.

Íslenski boltinn

Glapræði að verja jafntefli

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag en allir sex leikirnir hefjast klukkan 14.00. Titilbarátta deildarinnar er búin og þar sem mesta spennan er farin úr botnbaráttunni má búast við því að augu flestra beinist að Kópavogsvellinum í dag.

Íslenski boltinn

Lundúnaslagur í skugga dóms

Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea mætast í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er leiksins eins og ávallt beðið af mikilli eftirvæntingu. Augu flestra munu þó vafalaust beinast að John Terry, fyrirliða Chelsea, sem í fyrradag var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand, leikmanni QPR.

Enski boltinn

Pepsi-mörkin: Tvöfaldur lokaþáttur

Strákarnir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport verða á vaktinni í allan dag. Hitað verður upp fyrir leikina klukkan 13.45 og þegar lokaumferð Pepsi-deildarinnar er lokið tekur við tveggja tíma uppgjör Pepsi-markanna.

Íslenski boltinn

Spánverjarnir sáu um Arsenal

Chelsea styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 2-1 útivallarsigri á Arsenal. Spánverjarnir Fernando Torres og Juan Mata skoruðu mörk Chelsea.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍBV 2-1

Fram mun leika í Pepsi-deildinni að ári eftir góðan sigur á ÍBV á Laugardalsvelli í dag, 2-1. Tryggvi Guðmundson kom ÍBV yfir í lok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki. Fram kom vel tilbaka í seinni hálfleik og uppskar flottan sigur með mörkum frá þeim Samuel Hewson og Almarri Ormarssyni.

Íslenski boltinn