Enski boltinn

Íslendingaliðin unnu og á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cardiff og Wolves unnu bæði sigra í ensku B-deildinni í dag. Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í 3-0 sigri á Blackpool.

Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu níu mínúturnar fyrir Cardiff sem er í öðru sæti deildarinnar með sextán, rétt eins og Brighton og Wolves sem eru í efstu þremur sætum deildarinnar.

Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu þegar að Wolves vann Sheffield Wednesday, 1-0. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Wolves.

Í ensku D-deildinni lék Kári Árnason allan leikinn í 2-1 sigri Rotherham á Oxford United. Rotherham er um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×