Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍBV 2-1 Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. september 2012 00:01 Fram mun leika í Pepsi-deildinni að ári eftir góðan sigur á ÍBV á Laugardalsvelli í dag, 2-1. Tryggvi Guðmundson kom ÍBV yfir í lok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki. Fram kom vel tilbaka í seinni hálfleik og uppskar flottan sigur með mörkum frá þeim Samuel Hewson og Almarri Ormarssyni. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað. Mikið var um misheppnaðar sendingar í upphafi leiks og heimamenn í Fram virkuðu taugaóstyrkir. Liðin sköpuðu sér ekki mörg færi en á 39. mínútu leit fyrsta mark leiksins dagsins ljós. Tryggvi Guðmundsson var þar á ferðinni með góðum skalla eftir hornspyrnu frá Guðmundi Þórarinssyni. Það var allt annað að sjá Fram í síðari hálfleik. Liðið mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleik og uppskar mark á 52. mínútu frá Samuel Hewson. Kristinn Ingi Halldórsson átti skot sem Abel Dhaira varði vel en boltinn hrökk svo til Hewson sem skoraði af öryggi úr miðjum teignum. Staðan 1-1 og líf færðist yfir stuðningsmenn Frammara. Fram var sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og fékk nokkur ágæt færi til að bæta við marki. Gestirnir frá Eyjum virtust vera sáttir með eitt stig og færðu sig aftar á völlinn. Það kom í bakið á þeim því á 89. mínútu tryggði Almarr Ormarsson Fram góðan sigur með fallegu marki. Boltinn barst til hans við markteiginn og lét hann boltann vaða í fjærhornið. Boltinn söng í netinu, óverjandi fyrir Abel í markinu. Lokatölurnar í Laugardalnum 2-1 fyrir heimamenn sem leika í Pepsi-deilinni að ári. ÍBV hefði með sigri getað tryggt sér annað sætið í deildinni en verður að sætta sig við þriðja sætið sem er ágætur árangur hjá liðinu sem hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Fram endar tímabilið í 10. sæti með 27 stig. ÍBV hlaut 35 stig í sumar.Þorvaldur: Er ennþá með lyklanna að búningsherbergi Fram „Við náðum að sigla þessu í höfn en fórum erfiðu leiðina. Það er mikil ánægja að hafa náð að bjarga okkur eftir að hafa komið okkur í þessa stöðu," segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram sem bjargaði sér frá falli í dag. „Við vorum að elta í fyrri hálfleik og við vorum langt frá því að vera sprækir. Í seinni hálfleik þá tókst okkur að rúlla boltanum betur - hraðar og náðum völdum í leiknum. Á heildina litið þá vorum við betri aðilinn og verðskulduðum sigur í dag." Fyrir tímabilið var Fram spáð toppbaráttu en hvorki gekk né rak framan af sumri. Liðið lenti í mikilli fallbaráttu en náði að bjarga sér frá falli. Þorvaldur viðurkennir að miðað við leikmannahóp að þá hafi liðið átt að ná mun betri árangri. „Það er hægt að líta á tímabilið í heild sem vonbrigði en úr því sem komið er þá er gleðiefni að hafa haldið okkur í deildinni. Vonbrigðin eru auðvitað þau að koma sér í þessa stöðu því við vorum með lið til þess að gera betur. Við vorum að fá okkur mörg mörk á lokamínútum í leikjum í sumar og ef leikirnir hefðu klárast aðeins fyrr þá hefðum við fengið talsvert fleiri stig. Þetta hefur verið blanda af óheppni, klaufaskap, slæmum ákvörðunartökum og meiðslaveseni," segir Þorvaldur en verður hann áfram sem þjálfari Fram? „Þetta er hvorki staður né stund til að ræða þessi mál. Það er nægur tími til þess að fara yfir þessi mál síðar. Við skulum sjá til hvað setur. Eins og allt í lífinu þá þarf tvo til að dansa tangó. Ég hef ekki rætt við einn né neinn. Í dag er ég þjálfari Fram og er ennþá með lyklanna af búningsherberginu hjá Fram þar til annað kemur í ljós."Tryggvi: Man enginn eftir nokkur ár hvort við urðum í öðru eða þriðja „Ég er svekktur með þetta tap. Við spiluðum tvo mjög ólíka hálfleika. Spilum vel í fyrri hálfleik og ræðum um það í hálfleik að klára þennan leik með stæl en svo mætum við í síðari hálfleikinn og það er eitthvað allt annað í gangi. Ég hef eiginlega enga útskýringu á þessu. Kannski var ekki nógu mikil gulrót fyrir okkur í þessum leik. Evrópusætið var klárt og mönnum kannski sama hvort þeir yrðu í öðru eða þriðja sæti," segir Tryggvi Guðmundsson, framherji ÍBV. „Það er svekkjandi núna að hafa misst af öðru sætinu en eftir nokkur ár þá mun enginn muna eftir því hvort við urðum í öðru eða þriðja sæti. Ég mæti í leiki til þess að vinna og leit út fyrir að það stefndi í það í fyrri hálfleik en það fór eitthvað mikið úrskeiðis í síðari hálfleik." Tryggvi hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að leika með ÍBV á næstu leiktíð og hefur hann verið orðaður við mörg lið að undanförnu. Hann kveðst ekki vera með nein tilboð í höndunum eins og staðan er núna. „Staða mín er óljós. Ég er spenntur að sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast. Ég er ekki búinn að fá nein tilboð. Það er eðlilegt að menn spyrji sig um framtíð mína miðað við hvernig þetta hefur verið hjá mér í sumar. Þetta hefur verið litríkt. Ég er samningslaus og hef gefið það út að ég verði ekki áfram hjá ÍBV," segir Tryggvi sem er fljótur að gera grín af sjálfum sér þegar hann er spurður um hvað hann ætli að gera í vetrarfríinu. „Djamma," segir Tryggvi og hlær. „Nei, ég ætla að slappa aðeins af. Ég veit ekki í hvaða deild ég mun spila á næsta ári. Það fer eftir því hvað mér mun standa til boða."Almarr: Mikill léttir „Þetta er mikill léttir. Markmið dagsins var að halda okkur í deildinni sem tókst sem betur fer. Við vorum stressaðir í fyrri hálfleik og ÍBV betri. Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik," segir markaskorarinn Almarr Ormarsson sem skoraði sigurmark Fram gegn ÍBV í dag. „Ég bjóst ekki við því að við yrðum í þessari stöðu í ár. Við verðum að vera glaðir með að vera áfram í Pepsi-deilinni úr því sem komið er en markið auðvitað var sett hærra og það vita allir. Ég veit ekkert hvað tekur núna við. Samningurinn hjá mér er að renna út en ég ætla að taka mér smá frí frá boltanum og einbeita mér að náminu. Þetta kemur svo bara í ljós." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Fram mun leika í Pepsi-deildinni að ári eftir góðan sigur á ÍBV á Laugardalsvelli í dag, 2-1. Tryggvi Guðmundson kom ÍBV yfir í lok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki. Fram kom vel tilbaka í seinni hálfleik og uppskar flottan sigur með mörkum frá þeim Samuel Hewson og Almarri Ormarssyni. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað. Mikið var um misheppnaðar sendingar í upphafi leiks og heimamenn í Fram virkuðu taugaóstyrkir. Liðin sköpuðu sér ekki mörg færi en á 39. mínútu leit fyrsta mark leiksins dagsins ljós. Tryggvi Guðmundsson var þar á ferðinni með góðum skalla eftir hornspyrnu frá Guðmundi Þórarinssyni. Það var allt annað að sjá Fram í síðari hálfleik. Liðið mætti af miklum krafti inn í seinni hálfleik og uppskar mark á 52. mínútu frá Samuel Hewson. Kristinn Ingi Halldórsson átti skot sem Abel Dhaira varði vel en boltinn hrökk svo til Hewson sem skoraði af öryggi úr miðjum teignum. Staðan 1-1 og líf færðist yfir stuðningsmenn Frammara. Fram var sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks og fékk nokkur ágæt færi til að bæta við marki. Gestirnir frá Eyjum virtust vera sáttir með eitt stig og færðu sig aftar á völlinn. Það kom í bakið á þeim því á 89. mínútu tryggði Almarr Ormarsson Fram góðan sigur með fallegu marki. Boltinn barst til hans við markteiginn og lét hann boltann vaða í fjærhornið. Boltinn söng í netinu, óverjandi fyrir Abel í markinu. Lokatölurnar í Laugardalnum 2-1 fyrir heimamenn sem leika í Pepsi-deilinni að ári. ÍBV hefði með sigri getað tryggt sér annað sætið í deildinni en verður að sætta sig við þriðja sætið sem er ágætur árangur hjá liðinu sem hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Fram endar tímabilið í 10. sæti með 27 stig. ÍBV hlaut 35 stig í sumar.Þorvaldur: Er ennþá með lyklanna að búningsherbergi Fram „Við náðum að sigla þessu í höfn en fórum erfiðu leiðina. Það er mikil ánægja að hafa náð að bjarga okkur eftir að hafa komið okkur í þessa stöðu," segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram sem bjargaði sér frá falli í dag. „Við vorum að elta í fyrri hálfleik og við vorum langt frá því að vera sprækir. Í seinni hálfleik þá tókst okkur að rúlla boltanum betur - hraðar og náðum völdum í leiknum. Á heildina litið þá vorum við betri aðilinn og verðskulduðum sigur í dag." Fyrir tímabilið var Fram spáð toppbaráttu en hvorki gekk né rak framan af sumri. Liðið lenti í mikilli fallbaráttu en náði að bjarga sér frá falli. Þorvaldur viðurkennir að miðað við leikmannahóp að þá hafi liðið átt að ná mun betri árangri. „Það er hægt að líta á tímabilið í heild sem vonbrigði en úr því sem komið er þá er gleðiefni að hafa haldið okkur í deildinni. Vonbrigðin eru auðvitað þau að koma sér í þessa stöðu því við vorum með lið til þess að gera betur. Við vorum að fá okkur mörg mörk á lokamínútum í leikjum í sumar og ef leikirnir hefðu klárast aðeins fyrr þá hefðum við fengið talsvert fleiri stig. Þetta hefur verið blanda af óheppni, klaufaskap, slæmum ákvörðunartökum og meiðslaveseni," segir Þorvaldur en verður hann áfram sem þjálfari Fram? „Þetta er hvorki staður né stund til að ræða þessi mál. Það er nægur tími til þess að fara yfir þessi mál síðar. Við skulum sjá til hvað setur. Eins og allt í lífinu þá þarf tvo til að dansa tangó. Ég hef ekki rætt við einn né neinn. Í dag er ég þjálfari Fram og er ennþá með lyklanna af búningsherberginu hjá Fram þar til annað kemur í ljós."Tryggvi: Man enginn eftir nokkur ár hvort við urðum í öðru eða þriðja „Ég er svekktur með þetta tap. Við spiluðum tvo mjög ólíka hálfleika. Spilum vel í fyrri hálfleik og ræðum um það í hálfleik að klára þennan leik með stæl en svo mætum við í síðari hálfleikinn og það er eitthvað allt annað í gangi. Ég hef eiginlega enga útskýringu á þessu. Kannski var ekki nógu mikil gulrót fyrir okkur í þessum leik. Evrópusætið var klárt og mönnum kannski sama hvort þeir yrðu í öðru eða þriðja sæti," segir Tryggvi Guðmundsson, framherji ÍBV. „Það er svekkjandi núna að hafa misst af öðru sætinu en eftir nokkur ár þá mun enginn muna eftir því hvort við urðum í öðru eða þriðja sæti. Ég mæti í leiki til þess að vinna og leit út fyrir að það stefndi í það í fyrri hálfleik en það fór eitthvað mikið úrskeiðis í síðari hálfleik." Tryggvi hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að leika með ÍBV á næstu leiktíð og hefur hann verið orðaður við mörg lið að undanförnu. Hann kveðst ekki vera með nein tilboð í höndunum eins og staðan er núna. „Staða mín er óljós. Ég er spenntur að sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast. Ég er ekki búinn að fá nein tilboð. Það er eðlilegt að menn spyrji sig um framtíð mína miðað við hvernig þetta hefur verið hjá mér í sumar. Þetta hefur verið litríkt. Ég er samningslaus og hef gefið það út að ég verði ekki áfram hjá ÍBV," segir Tryggvi sem er fljótur að gera grín af sjálfum sér þegar hann er spurður um hvað hann ætli að gera í vetrarfríinu. „Djamma," segir Tryggvi og hlær. „Nei, ég ætla að slappa aðeins af. Ég veit ekki í hvaða deild ég mun spila á næsta ári. Það fer eftir því hvað mér mun standa til boða."Almarr: Mikill léttir „Þetta er mikill léttir. Markmið dagsins var að halda okkur í deildinni sem tókst sem betur fer. Við vorum stressaðir í fyrri hálfleik og ÍBV betri. Það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik," segir markaskorarinn Almarr Ormarsson sem skoraði sigurmark Fram gegn ÍBV í dag. „Ég bjóst ekki við því að við yrðum í þessari stöðu í ár. Við verðum að vera glaðir með að vera áfram í Pepsi-deilinni úr því sem komið er en markið auðvitað var sett hærra og það vita allir. Ég veit ekkert hvað tekur núna við. Samningurinn hjá mér er að renna út en ég ætla að taka mér smá frí frá boltanum og einbeita mér að náminu. Þetta kemur svo bara í ljós."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira