Fótbolti

Alfreð skoraði í sigri Heerenveen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð í leiknum í kvöld.
Alfreð í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Finnbogason lagði sitt af mörkum þegar að Heerenveen vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í hollensku úrvalsdeildinni.

Alfreð skoraði fyrra markið í 2-0 sigri á NAC en markið hans kom á níundu mínútu leiksins. Alfreð lék allan leikinn í fremstu víglínu.

Heerenveen er nú komið með sex stig og er í þrettánda sæti deildarinnar. Liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð og sigurinn því kærkominn.

Alfreð hefur nú skorað þrjú mörk í fimm leikjum með Heerenveen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×