Fótbolti

Romario hefur enga trú á Brasilíumönnum á HM 2014

Heimsmeistaramótið í knattspynu fer fram í Brasilíu árið 2014 og heimamenn eru bjartsýnir á að landslið þeirra nái að landa titlinum á heimavelli. Einn þekktasti markaskorari síðari tíma, Brasilíumaðurinn Romario, er með sterkar skoðanir á landsliði Brasilíu og að hans mati er liðið eitt það lélegasta sem Brasilíumenn hafi átt.

Fótbolti

Tímabilið búið hjá Arteta

Mikel Arteta spilar ekki meira með Arsenal á tímabilinu vegna meiðsla í hné. Það þýðir að Arsene Wenger á í vandræðum með miðjumenn fyrir leikinn mikilvæga gegn Chelsea á laugardaginn.v

Enski boltinn

Terry: Ein besta frammistaða Chelsea

John Terry, fyrirliði Chelsea, var í skýjunum eftir sigur liðsins á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur í næstu viku, þá í Barcelona.

Fótbolti

Drogba sá um Evrópumeistarana

Didier Drogba var hetja Chelsea þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Barcelona, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

AC Milan vill fá Kagawa og Kolarov

Það verða hugsanlega asísk áhrif í leik AC Milan á næstu leiktíð því félagið er með Japanann Shinji Kagawa í sigtinu en leikmaðurinn hefur slegið í gegn hjá Borussia Dortmund.

Fótbolti

Lampard: Við hræðumst ekki Barcelona

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að það trufli liðið ekki neitt að vera litla liðið í rimmunni gegn Barcelona en fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld.

Fótbolti

Heimir Guðjóns: Chelsea verður að vinna í kvöld

Chelsea tekur á móti Barcelona á Stamford Bridge í dag í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og Fréttablaðið fékk Heimi Guðjónsson, þjálfara FH og sérfræðing Stöðvar 2 Sport, til að spá í leikinn.

Fótbolti

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Ante Kulusic, leikmaður Genclerbirligi í Tyrklandi, er aldrei þessu vant í fjölmiðlum. Ástæðan er algjörlega ótrúlegt sjálfsmark sem hann skoraði.

Fótbolti

Meistaradeildin: Umfjöllun um leik FC Bayern og Real Madrid

Þýska liðið FC Bayern München landaði góðum 2-1 sigri gegn spænska liðinu Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Staða FC Bayern er því góð fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd. Þorsteinn J fór yfir gang mála í leiknum í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport með sérfræðingum þáttarins, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni.

Fótbolti

Reading komið upp í ensku úrvalsdeildina - Brynjar Björn á heimleið

Reading tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir 1-0 heimasigur á Nottingham Forest. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá fjórtándi í sextán leikjum frá því í lok janúar. Reading er með 88 stig og átta stigum meira en West Ham sem situr í þriðja sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Enski boltinn

Cruyff hefur ekkert heyrt frá Liverpool

Johan Cruyff segir ekkert til í þeim fréttum að hann sé á leiðinni til Liverpool til að taka við starfi Damien Comolli sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Cruyff væru á óskalista Liverpool.

Enski boltinn

Morosini fékk heiðurslíkfylgd um heimavöll Livorno

Liðsfélagar Piermario Morosini og þúsundir stuðningsmanna Livorno minntust hans í dag þremur dögum eftir að hann fékk hjartaáfall og lést í miðjum leik Livorno og Pescara í ítölsku b-deildinni. Morosini verður jarðsunginn á morgun í heimabæ sínum Bergamo.

Fótbolti

Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid

Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu.

Fótbolti