Fótbolti Úlfarnir ráku Solbakken - Björn Bergmann fær nýjan stjóra Norðmaðurinn Ståle Solbakken var rekinn í gærkvöldi úr stöðu knattspyrnustjóra Wolves í kjölfar þess að liðið féll út úr enska biklarnum eftir 1-0 tap á móti utandeildarliði Luton Town. Enski boltinn 6.1.2013 06:00 Barcelona í engum vandræðum með Espanyol Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri Barca. Fótbolti 6.1.2013 00:01 Real Madrid vann í sjö marka leik Real Madrid vann sigur á Real Sociedad, 4-3, í hreint ótrúlegum leik á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en það tók ekki langan tíma fyrir þann spænska að koma við sögu í leiknum. Fótbolti 6.1.2013 00:01 Vilanova stýrir Barcelona-liðinu á morgun Tito Vilanova er mættur aftur til starfa hjá Barcelona aðeins tveimur vikum eftir að hann gekkst undir krabbameinsaðgerð og mun því stýra liðinu í nágrannaslagnum á móti Espanyol á morgun. Fótbolti 5.1.2013 22:00 Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun? Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 5.1.2013 20:40 KA-menn sömdu við markakóng 2. deildarinnar Níu leikmenn skrifuðu í dag undir samning við 1. deildarlið KA í fótboltanum en félagið ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, fyrrum þjálfara Stjörnunnar. Íslenski boltinn 5.1.2013 20:15 Joe Cole: Með heimsklassamenn í Van Persie og Giggs Joe Cole byrjaði frábærlega með West Ham í kvöld og það munaði ekki miklu að tvær stoðsendingar hans tryggðu West Ham sigur á Manchester United í enska bikarnum. Varamaðurinn Robin Van Persie tryggði hinsvegar United annan leik með því að skora jöfnunarmark í uppbótartíma leiksins. Enski boltinn 5.1.2013 19:26 Cole lagði upp tvö mörk en Van Persie tryggði United jafntefli Joe Cole stimplaði sig inn í lið West Ham United með glæsibrag þegar hann lagði upp bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti toppliði Manchester United á Upton Park í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Manchester United komst í 1-0 en James Collins skoraði tvö keimlík skallamörg eftir fyrirgjafir frá Joe Cole. Robin Van Persie kom síðan inn á sem varamaður og jafnaði metin og liðin mætast því aftur á Old Trafford. Enski boltinn 5.1.2013 16:45 Robbie Keane spilar ekki á Englandi í "fríinu" sínu Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane er ekki á leiðinni í enska boltann á ný og hefur skrifað undir nýjan samning við bandaríska félagið LA Galaxy. Enski boltinn 5.1.2013 15:30 Pardew: Þetta lið er aðeins skugginn af liðinu í fyrra Alan Pardew, stjóri Newcastle, sá sitt lið, fyrst úrvalsdeildarliða, falla út úr enska bikarnum í dag þegar Newcastle tapaði 2-0 á móti b-deildarliði Brighton and Hove Albion. Pardew gerði fimm breytingar á sínu liði frá því í síðasta deildarleik en kvartaði undan skorti á gæðaleikmönnum eftir leikinn. Enski boltinn 5.1.2013 15:05 Öll úrslitin í enska bikarnum í dag 28 leikjum er lokið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag en þar af fórum 27 þeirra fram klukkan þrjú. Ensku úrvalsdeildarliðin Chelsea, Aston Villa, Reading, Manchester City, Norwich City og Tottenham eru öll komin áfram í 4. umferðina en Newcastle er eina úrvalsdeildarliðið sem er fallið úr leik. Enski boltinn 5.1.2013 14:45 Aron og Heiðar fengu ekki að spila þegar Cardiff datt út úr enska bikarnum Cardiff City datt óvænt úr úr ensku bikarkeppninni í dag þegar liðið tapaði 2-1 fyrir utandeildarliðinu Macclesfield Town í 64 liða úrslitum keppninnar. Malky Mackay, stjóri Cardiff, gerði ellefu breytingar á byrjunarliði sínu og telfdi fram algjöru varaliði í þessum leik. Enski boltinn 5.1.2013 14:45 Demba Ba með tvö mörk í fyrsta leiknum með Chelsea Demba Ba var á skotskónum í sínum fyrsta leik með Chelsea en hann skoraði tvö mörk þegar Chelsea vann 5-1 sigur á Southampton í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Southampton skoraði fyrsta markið en Chelsea svaraði með fimm mörkum. Enski boltinn 5.1.2013 14:30 Gylfi og félagar örugglega áfram í enska bikarnum Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð og spilaði fyrstu 79 mínúturnar þegar Tottenham vann 3-0 sigur á C-deildarliðinu Coventry City í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Öll mörk Tottenham komu í fyrri hálfleiknum og átti Gylfi þátt í því fyrsta. Enski boltinn 5.1.2013 14:30 17 ára strákur skoraði í sínum fyrsta leik með Man.City Manchester City er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir 3-0 sigur á enska b-deildarliðinu Watford í 64 liða úrslitum keppninnar í dag. Í lok leiksins fékk 17 ára strákur að upplifa algjöra draumabyrjun með City-liðinu. Enski boltinn 5.1.2013 14:30 Ekki mjög gott fyrir framherja að vera keyptur til Chelsea í tíð Romans Chelsea gekk í gær frá kaupunum á Demba Ba frá Newcastle fyrir sjö milljónir punda en Senegalmaðurinn verður enn ein framherjinn sem keyptur er til Chelsea á tíu ára valdatíma Romans Abramovic. Hingað til hefur ekki boðað gott að vera keyptur til Chelsea í tíð Romans. Enski boltinn 5.1.2013 13:30 Kevin-Prince Boateng: Ég labba aftur útaf Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, segist ekki myndi hika við að labba útaf vellinum yrði hann aftur fórnarlamb kynþáttaníðs úr stúkunni. Boateng var einn af leikmönnum AC Milan sem gengu af velli í fyrradag í miðjum æfingaleik við neðri deildarliðið Pro Patria eftir að stuðningsmenn Pro Patria gerðust sekir um kynþáttafordóma í söngvum sínum. Fótbolti 5.1.2013 13:00 Sneijder spenntur fyrir ensku deildinni en vill ekki sjá QPR Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder hefur lítið spilað með Internazionale í ítalska A-deildinni á þessu tímabili vegna bæði meiðsla og deilna við félag sitt um samningamál. Sneijder hefur ekki spilað með liði sínu síðan í september og er að leita sér að nýju félagi. Enski boltinn 5.1.2013 12:30 Newcastle fyrsta úrvalsdeildarliðið til að detta út úr enska bikarnum Brighton & Hove Albion vann óvæntan 2-0 sigur á Newcastle í fyrsta leik dagsins í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta en ensku úrvalsdeildarliðin koma nú inn í 64 liða úrslit bikarkeppninnar. Enski boltinn 5.1.2013 12:00 Sir Alex Ferguson reiður út í Tottenham Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með vinnuaðferðir Tottenham eftir að Lundúnafélagið keypti varnarmanninn Zeki Fryers frá Standard Liege en strákurinn er uppalinn hjá Manchester United. Enski boltinn 5.1.2013 11:45 Hverjir eru nógu ruglaðir? Hryggjarsúlan úr karlaliði ÍBV í fótbolta er horfin á braut. Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari Eyjamanna, á strembið verkefni fyrir höndum en Eyjapeyjar hafa hafnað í þriðja sæti efstu deildar undanfarin þrjú ár. Íslenski boltinn 5.1.2013 11:00 Vill slá Zlatan utan undir á almannafæri Heitur stuðningsmaður franska liðsins PSG á lénið zlatan.fr. Hann hefur boðið Zlatan Ibrahimovic lénið ef leikmaðurinn leysir eina af tólf áskorunum sem hann hefur ákveðið. Fótbolti 4.1.2013 23:15 Johan Cruyff leggur þjálfaraflautuna á hilluna Johan Cruyff er orðinn 65 ára gamall og hefur síðustu fjögur árin stýrt landsliði Katalóníumanna en ekki lengur. Cruyff tilkynnti það eftir leik Katalóníu og Nígeríu í gær að hann sé búinn að setja þjálfaraflautuna upp á hillu. Fótbolti 4.1.2013 17:00 Spurs búið að semja við Holtby Gylfi Þór Sigurðsson fær enn meiri samkeppni hjá Tottenham á næsta tímabili því Tottenham er búið að semja við þýska miðjumanninn Lewis Holtby. Enski boltinn 4.1.2013 16:55 Wenger: Fólkið vill fá Lionel Messi Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að það sé mikil pressa á sér að kaupa þekkta leikmenn til félagsins því stuðningsmenn telja að það sé leiðin til að enda biðina eftir titli sem telur nú meira en sjö ár. Enski boltinn 4.1.2013 15:30 Balotelli fær hundrað tækifæri til viðbótar Framtíð Mario Balotelli hjá Manchester City er ekki í neinu uppnámi þrátt fyrir uppákomu milli hans og knattspyrnustjórans á æfingu Manchester City í gær. Roberto Mancini gerði lítið úr atvikinu á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 4.1.2013 14:00 Demba Ba gerði þriggja og hálfs árs samning við Chelsea Demba Ba er orðinn leikmaður Chelsea en þessi 27 ára framherji frá Senegal hefur gert þriggja og hálfs árs samning við félagið. Chelsea kaupir hann á sjö milljónir punda frá Newcastle þar sem hann hefur raðað inn mörkum síðustu misserin. Enski boltinn 4.1.2013 12:45 Eyjamenn missa lykilmann í norsku b-deildina Rasmus Christiansen, fyrirliði ÍBV og einn allra besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, hefur gert tveggja ára samning við norska b-deildarliðið Ull/Kisa en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 4.1.2013 12:30 Wayne Rooney missir af Liverpool-leiknum Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður frá keppni í tvær vikur til viðbótar en þetta kom fram á blaðamannafundi með knattspyrnustjóra félagsins í dag. Rooney meiddist á hné á æfingu á Jóladag og hefur misst af síðustu þremur leikjum liðsins. Enski boltinn 4.1.2013 12:15 Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal? Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 4.1.2013 12:00 « ‹ ›
Úlfarnir ráku Solbakken - Björn Bergmann fær nýjan stjóra Norðmaðurinn Ståle Solbakken var rekinn í gærkvöldi úr stöðu knattspyrnustjóra Wolves í kjölfar þess að liðið féll út úr enska biklarnum eftir 1-0 tap á móti utandeildarliði Luton Town. Enski boltinn 6.1.2013 06:00
Barcelona í engum vandræðum með Espanyol Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri Barca. Fótbolti 6.1.2013 00:01
Real Madrid vann í sjö marka leik Real Madrid vann sigur á Real Sociedad, 4-3, í hreint ótrúlegum leik á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en það tók ekki langan tíma fyrir þann spænska að koma við sögu í leiknum. Fótbolti 6.1.2013 00:01
Vilanova stýrir Barcelona-liðinu á morgun Tito Vilanova er mættur aftur til starfa hjá Barcelona aðeins tveimur vikum eftir að hann gekkst undir krabbameinsaðgerð og mun því stýra liðinu í nágrannaslagnum á móti Espanyol á morgun. Fótbolti 5.1.2013 22:00
Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun? Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 5.1.2013 20:40
KA-menn sömdu við markakóng 2. deildarinnar Níu leikmenn skrifuðu í dag undir samning við 1. deildarlið KA í fótboltanum en félagið ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, fyrrum þjálfara Stjörnunnar. Íslenski boltinn 5.1.2013 20:15
Joe Cole: Með heimsklassamenn í Van Persie og Giggs Joe Cole byrjaði frábærlega með West Ham í kvöld og það munaði ekki miklu að tvær stoðsendingar hans tryggðu West Ham sigur á Manchester United í enska bikarnum. Varamaðurinn Robin Van Persie tryggði hinsvegar United annan leik með því að skora jöfnunarmark í uppbótartíma leiksins. Enski boltinn 5.1.2013 19:26
Cole lagði upp tvö mörk en Van Persie tryggði United jafntefli Joe Cole stimplaði sig inn í lið West Ham United með glæsibrag þegar hann lagði upp bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti toppliði Manchester United á Upton Park í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Manchester United komst í 1-0 en James Collins skoraði tvö keimlík skallamörg eftir fyrirgjafir frá Joe Cole. Robin Van Persie kom síðan inn á sem varamaður og jafnaði metin og liðin mætast því aftur á Old Trafford. Enski boltinn 5.1.2013 16:45
Robbie Keane spilar ekki á Englandi í "fríinu" sínu Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane er ekki á leiðinni í enska boltann á ný og hefur skrifað undir nýjan samning við bandaríska félagið LA Galaxy. Enski boltinn 5.1.2013 15:30
Pardew: Þetta lið er aðeins skugginn af liðinu í fyrra Alan Pardew, stjóri Newcastle, sá sitt lið, fyrst úrvalsdeildarliða, falla út úr enska bikarnum í dag þegar Newcastle tapaði 2-0 á móti b-deildarliði Brighton and Hove Albion. Pardew gerði fimm breytingar á sínu liði frá því í síðasta deildarleik en kvartaði undan skorti á gæðaleikmönnum eftir leikinn. Enski boltinn 5.1.2013 15:05
Öll úrslitin í enska bikarnum í dag 28 leikjum er lokið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag en þar af fórum 27 þeirra fram klukkan þrjú. Ensku úrvalsdeildarliðin Chelsea, Aston Villa, Reading, Manchester City, Norwich City og Tottenham eru öll komin áfram í 4. umferðina en Newcastle er eina úrvalsdeildarliðið sem er fallið úr leik. Enski boltinn 5.1.2013 14:45
Aron og Heiðar fengu ekki að spila þegar Cardiff datt út úr enska bikarnum Cardiff City datt óvænt úr úr ensku bikarkeppninni í dag þegar liðið tapaði 2-1 fyrir utandeildarliðinu Macclesfield Town í 64 liða úrslitum keppninnar. Malky Mackay, stjóri Cardiff, gerði ellefu breytingar á byrjunarliði sínu og telfdi fram algjöru varaliði í þessum leik. Enski boltinn 5.1.2013 14:45
Demba Ba með tvö mörk í fyrsta leiknum með Chelsea Demba Ba var á skotskónum í sínum fyrsta leik með Chelsea en hann skoraði tvö mörk þegar Chelsea vann 5-1 sigur á Southampton í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Southampton skoraði fyrsta markið en Chelsea svaraði með fimm mörkum. Enski boltinn 5.1.2013 14:30
Gylfi og félagar örugglega áfram í enska bikarnum Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð og spilaði fyrstu 79 mínúturnar þegar Tottenham vann 3-0 sigur á C-deildarliðinu Coventry City í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Öll mörk Tottenham komu í fyrri hálfleiknum og átti Gylfi þátt í því fyrsta. Enski boltinn 5.1.2013 14:30
17 ára strákur skoraði í sínum fyrsta leik með Man.City Manchester City er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir 3-0 sigur á enska b-deildarliðinu Watford í 64 liða úrslitum keppninnar í dag. Í lok leiksins fékk 17 ára strákur að upplifa algjöra draumabyrjun með City-liðinu. Enski boltinn 5.1.2013 14:30
Ekki mjög gott fyrir framherja að vera keyptur til Chelsea í tíð Romans Chelsea gekk í gær frá kaupunum á Demba Ba frá Newcastle fyrir sjö milljónir punda en Senegalmaðurinn verður enn ein framherjinn sem keyptur er til Chelsea á tíu ára valdatíma Romans Abramovic. Hingað til hefur ekki boðað gott að vera keyptur til Chelsea í tíð Romans. Enski boltinn 5.1.2013 13:30
Kevin-Prince Boateng: Ég labba aftur útaf Kevin-Prince Boateng, leikmaður AC Milan, segist ekki myndi hika við að labba útaf vellinum yrði hann aftur fórnarlamb kynþáttaníðs úr stúkunni. Boateng var einn af leikmönnum AC Milan sem gengu af velli í fyrradag í miðjum æfingaleik við neðri deildarliðið Pro Patria eftir að stuðningsmenn Pro Patria gerðust sekir um kynþáttafordóma í söngvum sínum. Fótbolti 5.1.2013 13:00
Sneijder spenntur fyrir ensku deildinni en vill ekki sjá QPR Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder hefur lítið spilað með Internazionale í ítalska A-deildinni á þessu tímabili vegna bæði meiðsla og deilna við félag sitt um samningamál. Sneijder hefur ekki spilað með liði sínu síðan í september og er að leita sér að nýju félagi. Enski boltinn 5.1.2013 12:30
Newcastle fyrsta úrvalsdeildarliðið til að detta út úr enska bikarnum Brighton & Hove Albion vann óvæntan 2-0 sigur á Newcastle í fyrsta leik dagsins í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta en ensku úrvalsdeildarliðin koma nú inn í 64 liða úrslit bikarkeppninnar. Enski boltinn 5.1.2013 12:00
Sir Alex Ferguson reiður út í Tottenham Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með vinnuaðferðir Tottenham eftir að Lundúnafélagið keypti varnarmanninn Zeki Fryers frá Standard Liege en strákurinn er uppalinn hjá Manchester United. Enski boltinn 5.1.2013 11:45
Hverjir eru nógu ruglaðir? Hryggjarsúlan úr karlaliði ÍBV í fótbolta er horfin á braut. Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari Eyjamanna, á strembið verkefni fyrir höndum en Eyjapeyjar hafa hafnað í þriðja sæti efstu deildar undanfarin þrjú ár. Íslenski boltinn 5.1.2013 11:00
Vill slá Zlatan utan undir á almannafæri Heitur stuðningsmaður franska liðsins PSG á lénið zlatan.fr. Hann hefur boðið Zlatan Ibrahimovic lénið ef leikmaðurinn leysir eina af tólf áskorunum sem hann hefur ákveðið. Fótbolti 4.1.2013 23:15
Johan Cruyff leggur þjálfaraflautuna á hilluna Johan Cruyff er orðinn 65 ára gamall og hefur síðustu fjögur árin stýrt landsliði Katalóníumanna en ekki lengur. Cruyff tilkynnti það eftir leik Katalóníu og Nígeríu í gær að hann sé búinn að setja þjálfaraflautuna upp á hillu. Fótbolti 4.1.2013 17:00
Spurs búið að semja við Holtby Gylfi Þór Sigurðsson fær enn meiri samkeppni hjá Tottenham á næsta tímabili því Tottenham er búið að semja við þýska miðjumanninn Lewis Holtby. Enski boltinn 4.1.2013 16:55
Wenger: Fólkið vill fá Lionel Messi Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að það sé mikil pressa á sér að kaupa þekkta leikmenn til félagsins því stuðningsmenn telja að það sé leiðin til að enda biðina eftir titli sem telur nú meira en sjö ár. Enski boltinn 4.1.2013 15:30
Balotelli fær hundrað tækifæri til viðbótar Framtíð Mario Balotelli hjá Manchester City er ekki í neinu uppnámi þrátt fyrir uppákomu milli hans og knattspyrnustjórans á æfingu Manchester City í gær. Roberto Mancini gerði lítið úr atvikinu á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 4.1.2013 14:00
Demba Ba gerði þriggja og hálfs árs samning við Chelsea Demba Ba er orðinn leikmaður Chelsea en þessi 27 ára framherji frá Senegal hefur gert þriggja og hálfs árs samning við félagið. Chelsea kaupir hann á sjö milljónir punda frá Newcastle þar sem hann hefur raðað inn mörkum síðustu misserin. Enski boltinn 4.1.2013 12:45
Eyjamenn missa lykilmann í norsku b-deildina Rasmus Christiansen, fyrirliði ÍBV og einn allra besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, hefur gert tveggja ára samning við norska b-deildarliðið Ull/Kisa en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 4.1.2013 12:30
Wayne Rooney missir af Liverpool-leiknum Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður frá keppni í tvær vikur til viðbótar en þetta kom fram á blaðamannafundi með knattspyrnustjóra félagsins í dag. Rooney meiddist á hné á æfingu á Jóladag og hefur misst af síðustu þremur leikjum liðsins. Enski boltinn 4.1.2013 12:15
Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal? Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 4.1.2013 12:00